16. apríl 1784
[D]ó Helga Þorleifsdóttir [búsett í Krókárgerði í Norðurárdal], 16. apríl, grafin 20. apríl. Einhver barna hennar hafa þá væntanlega verið eftir lifandi í kotinu til að koma líkinu svo skjótt til kirkju. „Helga Þorleifsdóttir 65. ára ekkja“ skráir prestur í bókina. Dánarorsök: „atvinnuleysi“. Það er líklega einsdæmi, a.m.k. fádæmi, að prestur noti slíkt orð yfir banamein en í raun er þetta mjög gegnsætt orð og auðskilið. Skepnurnar voru fallnar úr hor, enginn matur til að skammta. Konan hafði ekkert að vinna við. Hún dó úr atvinnuleysi.
Heimild: Byggðasaga Skagafjarðar, IV. bindi. Ritstjóri og aðalhöfundur: Hjalti Pálsson frá Hofi. Sögufélag Skagfirðinga 2007.
09. desember 2019 - 11:01 Útgáfuhátíð aflýstVegna afar vondrar veðurspár er fyrirhugaðri útgáfuhátíð 9. bindis Byggðasögu Skagafjarðar aflýst. |
08. desember 2019 - 00:44 Útgáfuhátíð níunda bindis Byggðasögu SkagafjarðarÚtgáfuhátíð níunda bindis Byggðasögu Skagafjarðar verður að Ketilási í Fljótum kl. 20:00 þriðjudaginn 10. desember 2019.
|
28. nóvember 2019 - 21:34 Kynning á 9. bindi ByggðasögunnarNíunda bindi Byggðasögu Skagafjarðar fjallar um Holtshrepp, samtals 50 býli í ásamt sveitarfélagslýsingu. |
19. nóvember 2019 - 15:57 Tuttugu ára útgáfuafmæli Byggðasögu SkagafjarðarÍ haust eru liðin 20 ár síðan fyrsta bindi Byggðasögu Skagafjarðar kom fyrir augu lesanda. Þeirri hugmynd að hefja ritun Byggðasögunnar var fyrst hreyft í Héraðsráði Skagfirðinga árið 1994.
|
27. október 2019 - 17:58 Aðalfundur Sögufélags 2018Aðalfundur Sögufélags Skagfirðinga fyrir árið 2018 var haldinn í Safnahúsinu á Sauðárkróki 24. október 2019. Formaður félagsins, Hjalti Pálsson, rakti starfsemina 2018. Í máli hans kom fram að félagið hefði aðeins gefið út eitt rit á árinu Skagfirðingabók nr. 38. |
02. apríl 2019 - 07:48 Ný Skagfirðingabók komin útNý Skagfirðingabók hefur nú komið út. Er hún númer 39 í röðinni, en fyrsta bókin kom út árið 1966. Að vanda geymir bókin fjölbreytt efni um skagfirska sögu. Aðalgrein bókarinnar er um Símon Dalaskáld og Margréti Sigurðardóttur, konu hans. |