Fyrri mynd
NŠsta mynd
Ok
Velkomin ß heimasÝ­u S÷gufÚlags Skagfir­inga. Vi­ notum vefk÷kur (e. cookies) til ■ess a­ bŠta upplifun ■Ýna og greina umfer­ um sÝ­una.
Me­ ■vÝ a­ nota vefsÝ­una sam■ykkir ■˙ notkun ß vefk÷kum og skilmßla okkar.
Open Menu Close Menu
 

Byggðasaga Skagafjarðar

Byggðasaga Skagafjarðar er eitt viðamesta og metnaðarfyllsta verkefni í bókaútgáfu sem unnið er að á Íslandi um þessar mundir. Í texta og myndmáli er fjallað um hverja einustu bújörð í Skagafirði sem í ábúð hefur verið einhvern tíma á bilinu frá 1780 til dagsins í dag en þær munu nálægt 660 talsins. Auk þess er veruleg umfjöllun um hvert sveitarfélag. Verkið er áætlað um 4500 blaðsíður í stóru broti en ljósmyndir og kort má áætla 5000-6000 samtals. Útgáfan hófst með fyrsta bindi árið 1999 og í nóvember 2017 kom út áttunda bindið, en ritsafnið verður samtals 10 bindi og standa vonir til að því ljúki haustið 2021. Verkið deilist niður eftir hinum gömlu sveitarfélögum Skagafjarðar, eftir atvikum eitt til tvö sveitarfélög í hverju bindi.

Gefin er lýsing á hverri einstakri bújörð, getið bygginga og birt tafla yfir fólk og áhöfn á tímabilinu 1703 til útgáfuárs hverrar bókar. Þá er yfirlit um eignarhald og talsverð söguleg umfjöllun, allt frá því jörðin kemur fyrst við heimildir. Lýst er öllum formbýlum og seljum sem tengjast einstökum jörðum og gefið upp GPS-stöðuhnit þeirra. Ábúendatal fylgir hverri jörð frá 1781 til útgáfuárs hverrar bókar. Drjúgur hluti verksins er áhugavert innskotsefni sem tengist jörðunum: þjóðsögur, vísur eða frásagnir af fólki og atburðum. Rík áhersla er lögð á myndefni og meginhluti þess prentaður í litum, litmynd af hverri jörð eins og hún lítur út um þessar mundir, myndir af núverandi ábúendum, auk nýrra mynda og gamalla er sýna atvinnuhætti, örnefni eða gamlar byggingar svo sem gömlu bæina. Í lokabindi verksins eiga að koma ítarlegar skrár manna- og staðanafna og væntanlega atriðisorðaskrár sem verða lyklar að verkinu.

Byggðasaga Skagafjarðar er yfirgripsmikið verk um allar bújarðir í Skagafirði og einstætt uppflettirit sem ekki á neinn sinn líka á Íslandi. Ritstjóri og aðalhöfundur Byggðasögu Skagafjarðar hefur frá upphafi verið Hjalti Pálsson.

Nánari upplýsingar um Byggðasöguna má lesa ef smellt er hér.

Byggðasaga Skagafjarðar

Byggðasaga Skagafjarðar er eitt viðamesta og metnaðarfyllsta verkefni í bókaútgáfu sem unnið er að á Íslandi um þessar mundir. Í texta og myndmáli er fjallað um hverja einustu bújörð í Skagafirði sem í ábúð hefur verið einhvern tíma á bilinu frá 1780 til dagsins í dag en þær munu nálægt 660 talsins. Auk þess er veruleg umfjöllun um hvert sveitarfélag. Verkið er áætlað um 4500 blaðsíður í stóru broti en ljósmyndir og kort má áætla 5000-6000 samtals. Útgáfan hófst með fyrsta bindi árið 1999 og í nóvember 2017 kom út áttunda bindið, en ritsafnið verður samtals 10 bindi og standa vonir til að því ljúki haustið 2021. Verkið deilist niður eftir hinum gömlu sveitarfélögum Skagafjarðar, eftir atvikum eitt til tvö sveitarfélög í hverju bindi.

Gefin er lýsing á hverri einstakri bújörð, getið bygginga og birt tafla yfir fólk og áhöfn á tímabilinu 1703 til útgáfuárs hverrar bókar. Þá er yfirlit um eignarhald og talsverð söguleg umfjöllun, allt frá því jörðin kemur fyrst við heimildir. Lýst er öllum formbýlum og seljum sem tengjast einstökum jörðum og gefið upp GPS-stöðuhnit þeirra. Ábúendatal fylgir hverri jörð frá 1781 til útgáfuárs hverrar bókar. Drjúgur hluti verksins er áhugavert innskotsefni sem tengist jörðunum: þjóðsögur, vísur eða frásagnir af fólki og atburðum. Rík áhersla er lögð á myndefni og meginhluti þess prentaður í litum, litmynd af hverri jörð eins og hún lítur út um þessar mundir, myndir af núverandi ábúendum, auk nýrra mynda og gamalla er sýna atvinnuhætti, örnefni eða gamlar byggingar svo sem gömlu bæina. Í lokabindi verksins eiga að koma ítarlegar skrár manna- og staðanafna og væntanlega atriðisorðaskrár sem verða lyklar að verkinu.

Byggðasaga Skagafjarðar er yfirgripsmikið verk um allar bújarðir í Skagafirði og einstætt uppflettirit sem ekki á neinn sinn líka á Íslandi. Ritstjóri og aðalhöfundur Byggðasögu Skagafjarðar hefur frá upphafi verið Hjalti Pálsson.

Nánari upplýsingar um Byggðasöguna má lesa ef smellt er hér.