Fyrri mynd
NŠsta mynd
Ok
Velkomin ß heimasÝ­u S÷gufÚlags Skagfir­inga. Vi­ notum vefk÷kur (e. cookies) til ■ess a­ bŠta upplifun ■Ýna og greina umfer­ um sÝ­una.
Me­ ■vÝ a­ nota vefsÝ­una sam■ykkir ■˙ notkun ß vefk÷kum og skilmßla okkar.
Open Menu Close Menu
 

Aðrar útgáfubækur 1961-1990

Ritsafn Stefáns Jónssonar I. Djúpdæla saga

Fyrsta bindi í Ritsafni Stefáns Jónssonar á Höskuldsstöðum kom út árið 1984. Bókin ber heitið Djúpdæla saga er 263 blaðsíður og að nokkru myndskreytt. Í ritnefnd bókanna voru þau Hjalti Pálsson. Þórdís Magnúsdóttir og Sölvi Sveinsson. Bókunum öllum fylgja ítarlegar nafnaskrár.

Í formála að ritverki Stefáns fjallar Kristmundur Bjarnason fræðimaður á Sjávarborg ítarlega um Stefán og störf hans að fræðimennsku.

Ritsafn Stefáns Jónssonar II Sagnaþættir

Í öðru bindi Ritsafns Stefáns Jónssonar eru ýmsir sagnaþættir. Bókin kom út 1985, 238 blaðsíður og að nokkru myndskreytt.

Meðal efnis er:

Ritsafn Stefáns Jónssonar III. Sagnaþættir

Þrðja bindi Ritsafns Stefáns Jónssonar á Höskuldsstöðum kom út árið 1986. Umsjón með útgáfu þessa bindis höfðu þau Hjalti Pálsson, Þórdís Magnúsdóttir og Sölvi Sveinsson. Bókin er 246 blaðsíður og að nokkru myndskreytt.

Meðal efnis eru:

Bókin er uppseld hjá útgefanda.

Ritsafn Stefáns Jónssonar IV. Þættir og þjóðsögur

Fjórða og síðasta bindi Ritsafns Stefáns Jónssonar frá Höskuldsstöðum kom út árið 1987.
Bókin er 215 blaðsíður. Myndskreytt að hluta.

Meðal efnis er:

Ættir og óðal eftir Jón Sigurðsson á Reynistað

Ættir og óðal. Frásagnir Jóns Sigurðssonar á Reynistað kom út árið 1988. Í bókina var safnað margskonar athugunum og rannsóknum Jóns, en hann var fremstur meðal jafningja í uppbyggingu Sögufélags Skagfirðinga og Héraðsskjalasafns Skagfirðinga. Séra Gunnar Gíslason í Glaumbæ ritar aldarminningu Jóns í formála bókarinnar, sem er 248 blaðsíður að lengd.

Meðal efnis bókarinnar er:

Heimar horfins tíma eftir Margeir Jónsson á Ögmundarstöðum

Heimar horfins tíma. Rannsóknir og sagnir úr safni Margeirs Jónssonar á Ögmundarstöðum kom út árið 1989. Þeir Friðrik Margeirsson og Hjalti Pálsson sáu um útgáfuna en í bókinni er fjölbreytt yfirlit yfir störf Margeirs á sviði þjóðfræða og örnefnarannsókna. Bókin er 278 blaðsíður og að nokkru myndskreytt. Sigurjón Björnsson prófessor ritar æviþátt Margeirs sem prentaður er í bókinni.

Meðal annars efnis bókarinnar er:

Frá Ketubjörgum til Klaustra eftir Hannes Pétursson

Bók Hannesar Péturssonar skálds: Frá Ketubjörgum til Klaustra kom út árið 1990. Þar eru ýmsir sagnaþættir birtir. Bókin er 281 blaðsíður að nokkru myndskreytt.

Meðal efnis:

Aðrar útgáfubækur 1961-1990

Ritsafn Stefáns Jónssonar I. Djúpdæla saga

Fyrsta bindi í Ritsafni Stefáns Jónssonar á Höskuldsstöðum kom út árið 1984. Bókin ber heitið Djúpdæla saga er 263 blaðsíður og að nokkru myndskreytt. Í ritnefnd bókanna voru þau Hjalti Pálsson. Þórdís Magnúsdóttir og Sölvi Sveinsson. Bókunum öllum fylgja ítarlegar nafnaskrár.

Í formála að ritverki Stefáns fjallar Kristmundur Bjarnason fræðimaður á Sjávarborg ítarlega um Stefán og störf hans að fræðimennsku.

Ritsafn Stefáns Jónssonar II Sagnaþættir

Í öðru bindi Ritsafns Stefáns Jónssonar eru ýmsir sagnaþættir. Bókin kom út 1985, 238 blaðsíður og að nokkru myndskreytt.

Meðal efnis er:

 • Flatatungumenn
 • Flatatunga og Bjarnastaðahlíð
 • Þáttur af Halldóri Kláus Brynjólfssyni
 • Sagnir um Ásmund prest Gunnlaugsson
 • Þáttur af Stefáni lækni á Egilsá
 • Grundarkots-Jón
 • Þáttur af Kota-Brandi
 • Hannes Hannesson á Reykjarhóli
 • Hákarlsstuldurinn - Jón dauðablóð og Guðmundur flækingur

Ritsafn Stefáns Jónssonar III. Sagnaþættir

Þrðja bindi Ritsafns Stefáns Jónssonar á Höskuldsstöðum kom út árið 1986. Umsjón með útgáfu þessa bindis höfðu þau Hjalti Pálsson, Þórdís Magnúsdóttir og Sölvi Sveinsson. Bókin er 246 blaðsíður og að nokkru myndskreytt.

Meðal efnis eru:

 • Söguþættir úr Austurdal
 • Þáttur af Þorláki auðga Símonarsyni og niðjum hans sumum
 • Þáttur af sonum Guðmundar Rafnssonar og um niðja Jóns sterka á Hafgrímsstöðum.

Bókin er uppseld hjá útgefanda.

Ritsafn Stefáns Jónssonar IV. Þættir og þjóðsögur

Fjórða og síðasta bindi Ritsafns Stefáns Jónssonar frá Höskuldsstöðum kom út árið 1987.
Bókin er 215 blaðsíður. Myndskreytt að hluta.

Meðal efnis er:

 • Þáttur af Pétri Pálmasyni
 • Jón goddi
 • Eiríkur á Óslandi og Guðvarður í Tungu
 • Pétur Guðmundsson hagyrðingur
 • Sagnir um börn Ólafs prests Tómassonar
 • Þjóðsögur og munnmæli
 • Sagnir af Magnúsi sálarháska
 • Þjófaleitarmenn í Bólu 28. september 1838.

Ættir og óðal eftir Jón Sigurðsson á Reynistað

Ættir og óðal. Frásagnir Jóns Sigurðssonar á Reynistað kom út árið 1988. Í bókina var safnað margskonar athugunum og rannsóknum Jóns, en hann var fremstur meðal jafningja í uppbyggingu Sögufélags Skagfirðinga og Héraðsskjalasafns Skagfirðinga. Séra Gunnar Gíslason í Glaumbæ ritar aldarminningu Jóns í formála bókarinnar, sem er 248 blaðsíður að lengd.

Meðal efnis bókarinnar er:

 • Frá Sveinbirningum
 • Þáttur Jóns prófasts Hallssonar
 • Þáttur Sigurðar Jónssonar eldra og Sigríðar Jónsdóttur á Reynistað
 • Æskuminningar Jóns á Reynistað.

Heimar horfins tíma eftir Margeir Jónsson á Ögmundarstöðum

Heimar horfins tíma. Rannsóknir og sagnir úr safni Margeirs Jónssonar á Ögmundarstöðum kom út árið 1989. Þeir Friðrik Margeirsson og Hjalti Pálsson sáu um útgáfuna en í bókinni er fjölbreytt yfirlit yfir störf Margeirs á sviði þjóðfræða og örnefnarannsókna. Bókin er 278 blaðsíður og að nokkru myndskreytt. Sigurjón Björnsson prófessor ritar æviþátt Margeirs sem prentaður er í bókinni.

Meðal annars efnis bókarinnar er:

 • Ævisöguþáttur Hallgríms læknis Jónssonar
 • Hraunþúfuklaustur
 • Víðidalur í Staðarfjöllum
 • Ævarskarð hið forna
 • Merkilegt örnefni
 • Miklabæjarrán
 • Frásögn Landnámabókar um landnám í Skagafirði
 • Um skóga í Skagafirði á landnámsöld
 • Bæjarnöfn á Norðurlandi
 • Þjóðsagnir og draumar.

Frá Ketubjörgum til Klaustra eftir Hannes Pétursson

Bók Hannesar Péturssonar skálds: Frá Ketubjörgum til Klaustra kom út árið 1990. Þar eru ýmsir sagnaþættir birtir. Bókin er 281 blaðsíður að nokkru myndskreytt.

Meðal efnis:

 • Skálamýri
 • Sveinn Þorvaldsson skákmaður
 • Slysför undan Kjálka
 • Bollaleggingar um Hraunþúfuklaustur
 • Harðfjötur
 • Eitt mannsnafn í registri
 • Brot úr sögu Flatatungufjala
 • Ólafur prestur Þorvaldsson
 • Karólína krossinn ber
 • Zabintski Dochter
 • Skopríma gömul og höfundur hennar
 • Stökur eftir Þangskála-Lilju
 • Um Ísleif Gíslason
 • Aldur Reynistaðarbræðra
 • Draugur í Austurdal
 • Hnupl á Sauðá
 • Jón í Stapa
 • Ævi og kjör askasmiðs.