Fyrri mynd
Nsta mynd
Ok
Velkomin heimasu Sguflags Skagfiringa. Vi notum vefkkur (e. cookies) til ess a bta upplifun na og greina umfer um suna.
Me v a nota vefsuna samykkir notkun vefkkum og skilmla okkar.
Open Menu Close Menu
 
Frttir - 11. apríl 2018 - 18:34

Skagfirðingabók komin út

Ársrit Sögufélags Skagfirðinga, Skagfirðingabók 2018, er komin út. Að venju inniheldur bókin fjölbreyttar greinar um skagfirska sögu. 

Sölvi Sveinsson ritar megin grein bókarinnar um Stínu Sölva í Syðribúðinni, sem eldri Skagfirðingar þekkja vel. Ágúst Guðmundssonar ritar um hernámsárin á Sauðárkróki, Axel Kristjánsson um Jón Austmann og Reynistaðarbræður, Hannes Pétursson um Gísla Ólafsson skáld frá Eiríksstöðum. Hjalti Pálsson ritar grein sem hann nefnir: Heimstyrjöldin í Hjaltastaðahvammi og Páll Sigurðsson um hrasanir Jóns Magnússonar sýslumanns. Sigurjón Páll Ísaksson ritar tvær greinar. Annars vegar um Þórðar sögu Hreðu og hins vegar um beinafund í Guðlaugstungum árið 2010. Þá ritar Svanhildur Óskarsdóttir grein um Konráð Gíslason og Njáluútgáfu hans. 

Félagsmenn í Sögufélaginu fá Skagfirðingabók senda heim og er greiðsla fyrir hana einnig árgjald í félaginu, en aðrir geta keypt bókina í Safnahúsinu á Sauðárkróki

Skagfirðingabók 2020
Skagfirðingabók 2020

Skagfirðingabók 2020

Frestun á dreifingu

Skagfirðingabók ársins 2020 kom úr prentun í byrjun apríl s.l. en vegna ástandsins í þjóðfélaginu var ákveðið að dreifa henni ekki fyrr en í haust, væntanlega í byrjun september, enda kemur ekki önnur bók frá félaginu á þessu ári.
:: meira

Athugasemdir og leiðréttingar við Byggðasögu Skagafjarðar.

Nú er unnið að ritun lokabindis Byggðasögu Skagafjarðar sem kemur út á næsta ári. Í því bindi verða leiðréttingar og viðbætur við bindi 1 til 9, ásamt öðru efni. Mjög mikilvægt er að allir sem komið hafa auga á villur í útkomnum Byggðasögum, komi til okkar athugasemdum. Best er að fá tölvupóst á netfangið saga@skagafjordur.is eða senda bréf á: Byggðasaga Skagafjarðar, Safnahúsi, 550 Sauðárkróki. Einnig má hringja í síma 4536261, eða koma við í Safnahúsinu milli 8:00 og 16:00. Hjalti Pálsson, ritstjóri.
:: meira

Útgáfuhátíð aflýst

Vegna afar vondrar veðurspár er fyrirhugaðri útgáfuhátíð 9. bindis Byggðasögu Skagafjarðar aflýst.
:: meira

Útgáfuhátíð níunda bindis Byggðasögu Skagafjarðar

Útgáfuhátíð níunda bindis Byggðasögu Skagafjarðar verður að Ketilási í Fljótum kl. 20:00 þriðjudaginn 10. desember 2019.
:: meira

Kynning á 9. bindi Byggðasögunnar

Níunda bindi Byggðasögu Skagafjarðar fjallar um Holtshrepp, samtals 50 býli í ásamt sveitarfélagslýsingu.
:: meira

Tuttugu ára útgáfuafmæli Byggðasögu Skagafjarðar

Í haust eru liðin 20 ár síðan fyrsta bindi Byggðasögu Skagafjarðar kom fyrir augu lesanda. Þeirri hugmynd að hefja ritun Byggðasögunnar var fyrst hreyft í Héraðsráði Skagfirðinga árið 1994.
:: meira