Fyrri mynd
Nsta mynd
Ok
Velkomin heimasu Sguflags Skagfiringa. Vi notum vefkkur (e. cookies) til ess a bta upplifun na og greina umfer um suna.
Me v a nota vefsuna samykkir notkun vefkkum og skilmla okkar.
Open Menu Close Menu
 
Frttir - 23. október 2018 - 08:41

Aðalfundur Sögufélags Skagfirðinga

Aðalfundur Sögufélags Skagfirðinga fyrir árið 2017 var haldinn í Safnahúsinu á Sauðárkróki 22. október s.l. Bókhaldari félagsins, Kári Sveinsson. Las reikninga og skýrði þá. Þar kom fram að rúmlega 1.250.000 króna tap hefði orðið á rekstrinum sem skýrðist fyrst og fremst af því að á árinu kom engin bók út á vegum félagsins. Er það fyrsta skipti í mörg ár sem tap verður á rekstrinum. Þrátt fyrir það er fjárhagsstaða félagsins traust. Í yfirlitsskýrslu formanns, Hjalta Pálssonar kom fram að þann 7. maí hefði félagið haldið upp á 80 ára afmæli sitt en það var formlega stofnað 16. apríl 1937. Þessum tímamótum var fagnað í samstarfi við Héraðsskjalasafn Skagfirðinga sem átti á sama ári 70 ára afmæli en báðar þessar stofnanir hafa löngum unnið náið saman og skipa veglegan sess í menningarlífi héraðsins. Var haldin samkoma og málþing í Miðgarði í Varmahlíð það sem fjórir fræðimenn héldu erindi og komu um 140 manns á samkomuna, m.a. forseti Íslands sem sjálfur er sagnfræðingur. Kvenfélag Seyluhrepps sá um veitingar og tókst samkoma þessi hið besta. Á árinu var gerð ný heimasíða fyrir félagið og Skagfirðingabókin sett á netið á timarit.is, utan tvær síðustu bækurnar.
Árið 2016 var liðin hálf öld frá því Skagfirðingabók leit fyrst dagsins ljós. Jafnframt voru þá liðin 40 ár frá því núverandi ritnefnd tók við ritstjórn bókarinnar, þeir Gísli Magnússon, Hjalti Pálsson, Sölvi Sveinsson og Ögmundur Helgason sem jafnframt var ritstjóri þar til hann fluttist til Danmerkur árið 1983 þar sem hann dvaldist um þriggja ára skeið. Í stað hans kom þá í ritstjórnina Sigurjón Páll Ísaksson og hefur verið síðan. Það hefur verið ófrávíkjanleg regla öll þessi ár að ritnefnd Skagfirðingabókar hefur aldrei tekið krónu fyrir vinnu sína við útgáfuna en bak við tilurð hverrar bókar liggur jafnan nokkurra mánaða vinna. Til að launa ritnefndinni í einhverju fjögurra áratuga starf var samþykkt á aðalfundi 2016 að félagið byði þeim í sjálfvalda utanlandsferð sem farin var dagana 24.-31. ágúst 2017 til Skotlands og eyjarinnar Sky undan strönd Skotlands, tilheyrandi Suðureyjum. Tókst sú ferð mjög vel og varð öllum ritnefndarmönnum til ánægju. Þessi boðsferð kostaði rúmlega 900.000 krónur.
Síðasti liður dagskrár var umræða um stöðuna á árinu 2018 og næstu útgáfur. Næsta Skagfirðingabók, hin 39. í röðinni, er nú í umbroti hjá Nýprenti á Sauðárkróki og verður kláruð eftir áramótin. Hún er væntanleg í mars eða apríl á næsta ári, fjölbreytt að efnisvali og verða stærstu greinar hennar um Símon Dalaskáld og um bílaútgerð Gísla Sigurðssonar og Sleitustaðamanna á þriðja fjórðungi 20. aldar. Í tilefni aldarafmælis Kristmundar Bjarnasonar á Sjávarborg, sem nú er á dvalarheimilinu á Sauðárkróki, mun félagið gefa út bernskuminningar hans frá Mælifelli sem hann ritaði á árunum 2005-2006. Nefnast þær Í barnsminni og mun bókin koma út á 100 ára afmælisdegi hans, 10. janúar 2019. Óhætt er að segja að hún verður bráðskemmtileg aflestrar, eins og Kristmundar er von og vísa. Verið er að vinna að Skagfirskum æviskrám en ekki ákveðið hvenær verður af útgáfu næsta bindis. Níunda og næstsíðasta bindi Byggðasögu Skagafjarðar um Holtshreppinn gamla í Fljótum, ásamt Haganesvík, er nú í vinnslu og er áætluð útgáfa hennar í vetrarbyrjun 2019.
Í stjórn félagsins var nú kosin Kristín Jónsdóttir skjalastjóri hjá Sveitarfélaginu Skagafirði í stað Sigríðar Þorgrímsdóttur sem fluttist brott úr héraði á síðasta ári. Voru henni færðar þakkir fyrir störf í þágu félagsins á liðnum árum. Í stjórn eru nú: Hjalti Pálsson formaður. Meðstjórnendur: Kristín Jónsdóttir, Sigfús Ingi Sigfússon, Sigríður Sigurðardóttir og Unnar Ingvarsson.

Útgáfuhátíð aflýst

Vegna afar vondrar veðurspár er fyrirhugaðri útgáfuhátíð 9. bindis Byggðasögu Skagafjarðar aflýst.
:: meira

Útgáfuhátíð níunda bindis Byggðasögu Skagafjarðar

Útgáfuhátíð níunda bindis Byggðasögu Skagafjarðar verður að Ketilási í Fljótum kl. 20:00 þriðjudaginn 10. desember 2019.
:: meira

Kynning á 9. bindi Byggðasögunnar

Níunda bindi Byggðasögu Skagafjarðar fjallar um Holtshrepp, samtals 50 býli í ásamt sveitarfélagslýsingu.
:: meira

Tuttugu ára útgáfuafmæli Byggðasögu Skagafjarðar

Í haust eru liðin 20 ár síðan fyrsta bindi Byggðasögu Skagafjarðar kom fyrir augu lesanda. Þeirri hugmynd að hefja ritun Byggðasögunnar var fyrst hreyft í Héraðsráði Skagfirðinga árið 1994.
:: meira

Aðalfundur Sögufélags 2018

Aðalfundur Sögufélags Skagfirðinga fyrir árið 2018 var haldinn í Safnahúsinu á Sauðárkróki 24. október 2019. Formaður félagsins, Hjalti Pálsson, rakti starfsemina 2018. Í máli hans kom fram að félagið hefði aðeins gefið út eitt rit á árinu Skagfirðingabók nr. 38.
:: meira

Ný Skagfirðingabók komin út

Ný Skagfirðingabók hefur nú komið út. Er hún númer 39 í röðinni, en fyrsta bókin kom út árið 1966. Að vanda geymir bókin fjölbreytt efni um skagfirska sögu. Aðalgrein bókarinnar er um Símon Dalaskáld og Margréti Sigurðardóttur, konu hans.
:: meira