Fyrri mynd
Nsta mynd
Ok
Velkomin heimasu Sguflags Skagfiringa. Vi notum vefkkur (e. cookies) til ess a bta upplifun na og greina umfer um suna.
Me v a nota vefsuna samykkir notkun vefkkum og skilmla okkar.
Open Menu Close Menu
 
Viburir vikunnar - 28. október 2011 - 22:09

Viðburður vikunnar - Hvarf Reynistaðarbræðra

Eitt af dularfyllstu málum Íslandssögunnar, sem enn í dag kemur til umræðu eftir meira en tvær aldir, eru örlög og hvarf Reynistaðarbræðra á Kili haustið 1780. Um það hafa verið skrifaðar margar greinar, sagnaþættir og jafnvel heilar bækur. Í stuttu máli urðu atburðir sem hér segir:

Á áttunda áratug 18. aldar herjaði fjárkláði í Skagafirði sem víðar um land og var skorið niður. Á öndverðum slætti sendu þau Reynistaðarhjón Bjarna son sinn og Jón Austmann ráðsmann sinn suður og austur í Skaftafellsþing til fjárkaupa. Síðar um sumarið fóru þeim til aðstoðar Sigurður Þorsteinsson landseti þeirra á Daufá og Einar sonur hjónanna 11 vetra gamall, og fór hann nauðugur. Þeim gekk seinna en áætlað var að kaupa féð og tína saman enda þurftu þeir að bíða eftir flestu fénu framyfir göngur og var komin vetrarbyrjun er þeir lögðu með hópinn, um 180 fjár og 16 hross norður á Kjalveg. Höfðu þeir fengið fimmta mann til liðs við sig til að reka féð norður, Guðmund Daðason prestson úr Reynisþingum. Skömmu eftir að þeir fóru úr byggð gekk í hríðarveður og harðneskju á fjöllum...

Ekkert spurðist til þeirra norður til Skagafjarðar og á jólaföstu voru sendir tveir menn suður fjöll í góðviðrum sem þá gengu og fengu þeir fregnir í uppsveitum syðra að Staðarmenn hefðu lagt á fjöllin 28. október. Sneru þeir aftur og fundu 20 kindur á fjöllum en ekkert annað nema á einum stað slóð eftir menn og hesta... Um vorið voru sendir menn suður á fjöll, fyrst 4, síðan 12, en ekkert fannst. Um alþingistímann fór Tómas Jónsson á Flugumýri ásamt tveimur fylgdarmönnum norður með flutning Jóns Teitssonar Hólabiskups og fundur þeir þá staðinn í Kjalhrauni þar sem féð hafði nær allt orðið úti og tjald þeirra Staðarmanna. Voru þar að sögn lík fjögurra manna í tjaldinu, en sendimenn kváðust ekki hafa gaumgæfilega athugað þetta vegna óhugnaðar heldur héldur ferð sinni áfram og sögðu tíðindin. Var síðan gerður leiðangur að sækja líkin, en þegar til var tekið reyndust aðeins lík fylgdarmannanna tveggja, Guðmundar Daðasonar og Sigurðar Sigurðssonar á Daufá, vera í tjaldinu. Hvergi fannst örmull af þeim bræðrum, né heldur lík ráðsmannsins Jóns Austmanns, sem kallaður Reynistaðarmágur. Hestur hans fannst hins vegar norður á fjöllunum ofan í dýi og hnakkurinn á steini skammt frá. Nokkru síðar fannst hönd í vettlingi niðri í Blöndugili og var á fangamark Jóns Austmanns.

Gerð var ítarleg leit að þeim bræðrum og síðar urðu málaferli og vitnaleiðslur út af hvarfinu, því vitað var um fjárkaupamenn sem farið höfðu Kjalveg um vorið og voru þeir grunaðir um að hafa rænt líkin og falið síðan...

Rúmum sextíu árum síðar, eða 1846, fundust bein þeirra bræðra að talið var, dysjuð í hraunsprungu nokkurn spöl frá þeim stað þar sem tjaldið stóð. Vour þau flutt heim og jarðsett með viðhöfn á Reynistað. Varð þetta enn til að auka á dulúð málsins.

Heimild: Byggðasaga Skagafjarðar, II. bindi. Ritstjóri og aðalhöfundur: Hjalti Pálsson frá Hofi. Sögufélag Skagfirðinga 2001.

Athugasemdir og leiðréttingar við Byggðasögu Skagafjarðar.

Nú er unnið að ritun lokabindis Byggðasögu Skagafjarðar sem kemur út á næsta ári. Í því bindi verða leiðréttingar og viðbætur við bindi 1 til 9, ásamt öðru efni. Mjög mikilvægt er að allir sem komið hafa auga á villur í útkomnum Byggðasögum, komi til okkar athugasemdum. Best er að fá tölvupóst á netfangið saga@skagafjordur.is eða senda bréf á: Byggðasaga Skagafjarðar, Safnahúsi, 550 Sauðárkróki. Einnig má hringja í síma 4536261, eða koma við í Safnahúsinu milli 8:00 og 16:00. Hjalti Pálsson, ritstjóri.
:: meira

Útgáfuhátíð aflýst

Vegna afar vondrar veðurspár er fyrirhugaðri útgáfuhátíð 9. bindis Byggðasögu Skagafjarðar aflýst.
:: meira

Útgáfuhátíð níunda bindis Byggðasögu Skagafjarðar

Útgáfuhátíð níunda bindis Byggðasögu Skagafjarðar verður að Ketilási í Fljótum kl. 20:00 þriðjudaginn 10. desember 2019.
:: meira

Kynning á 9. bindi Byggðasögunnar

Níunda bindi Byggðasögu Skagafjarðar fjallar um Holtshrepp, samtals 50 býli í ásamt sveitarfélagslýsingu.
:: meira

Tuttugu ára útgáfuafmæli Byggðasögu Skagafjarðar

Í haust eru liðin 20 ár síðan fyrsta bindi Byggðasögu Skagafjarðar kom fyrir augu lesanda. Þeirri hugmynd að hefja ritun Byggðasögunnar var fyrst hreyft í Héraðsráði Skagfirðinga árið 1994.
:: meira

Aðalfundur Sögufélags 2018

Aðalfundur Sögufélags Skagfirðinga fyrir árið 2018 var haldinn í Safnahúsinu á Sauðárkróki 24. október 2019. Formaður félagsins, Hjalti Pálsson, rakti starfsemina 2018. Í máli hans kom fram að félagið hefði aðeins gefið út eitt rit á árinu Skagfirðingabók nr. 38.
:: meira