Fyrri mynd
Nsta mynd
Ok
Velkomin heimasu Sguflags Skagfiringa. Vi notum vefkkur (e. cookies) til ess a bta upplifun na og greina umfer um suna.
Me v a nota vefsuna samykkir notkun vefkkum og skilmla okkar.
Open Menu Close Menu
 
Viburir vikunnar - 12. nóvember 2014 - 21:41

Viðburður vikunnar - Slysför Símonar Mariels

Fardagaárið 1910-1911 voru vinnumenn í Flatatungu Símon Mariel Björnsson, sonarsonur Bólu-Einars, og Tryggvi Þorsteinsson. Þeir tóku sig til eitt sinn og grófu niður með steini þeim sem talið er að sé á gröf Kára Össurarsonar landnámsmanns til að vita hvers þeir yrðu vísari. Segir sagan að þeir hafi komist niður á bein en í þeim svifum bar að húsbónda þeirra sem brást illur við og skipaði þeim að hætta þegar í stað og moka ofan í holuna. Sú trú var á að ekki mætti raska gröf Kára.

Hinn 12. nóvember 1910 fóru þeir félagar sem oftar til rjúpnaveiða og gengu fram og upp á svokallaða Sanda sem eru ofan við Brúnir, upp af Tyrfingsstöðum. Þá var á Tyrfingsstöðum Karl Hallgrímsson sem bjó þar síðar eitt ár, 1914-1915. Var hann úti staddur um daginn er hann sá Tryggva koma fram á brúnina ofan við bæinn og kalla æðislega að koma í guðsbænum til hjálpar. Hljóp Karl á vettvang, alllanga leið og bratta. Komust þeir Tryggvi svo til Mariels sem lá þar í blóði sínu eftir voðaskot. Hafði það hlaupið í læri hans neðan við smáþarmana og auk þess veitt honum sár í handargreipinni um leið og það hljóp úr byssunni. Hafði hann gengið og skriðið alllangan spöl en var nú dauðvona af blóðmissi. Mátti hann vart mæla er þeir komu að en þó heyrðist hann tala um kulda. Klæddi Karl sig þá úr vaðmálsjakka sínum og sveipaði um hann. Báru þeir hann síðan niður að Tyrfingsstöðum, og Karl þó mest því hann var hið mesta hraustmenni. Lést Mariel af sárum sínum og blóðmissi skömmu eftir að þeir komust niður í Tyrfingsstaði.

Það var alsiða að menn bæru hlaðna byssu um öxl við rjúpnaveiði en þá þótti sjálfsögð varasemi að halda um skeftið en snúa hlaupinu aftur. Ef menn duttu fram fyrir sig kastaðist hlaupið fram og skot sem kynni að hlaupa úr byssunni varð þá ekki að meini. Var álitið að Mariel hefði borið byssu sína á öxlinni en haldið um hlaupið og snúið skeftinu aftur. Ef menn detta við slíkar aðstæður snýr hlaupið að mönnum er skeftið skellur í jörðinni og þá er voðinn vís. Það skýrði líka skotsárið í greipinni.

Tryggvi lfiði heldur ekki lengi eftir þetta. Hann var áfram vinnumaður í Flatatungu og fáum árum síðar veiktist hann af torkennilegum bólum er breiddust út um líkama hans. Lá hann þannig nokkra daga við harmkvæli mikil uns hann lést 3. febrúar 1914. Banamein hans var í kirkjubók sagt húðsjúkdómur. Ekki var laust við að menn settu þessi dauðsföll í samband við raskið á legstað Kára Össurarsonar.

Byggðasaga Skagafjarðar IV, bls. 466-467.

Athugasemdir og leiðréttingar við Byggðasögu Skagafjarðar.

Nú er unnið að ritun lokabindis Byggðasögu Skagafjarðar sem kemur út á næsta ári. Í því bindi verða leiðréttingar og viðbætur við bindi 1 til 9, ásamt öðru efni. Mjög mikilvægt er að allir sem komið hafa auga á villur í útkomnum Byggðasögum, komi til okkar athugasemdum. Best er að fá tölvupóst á netfangið saga@skagafjordur.is eða senda bréf á: Byggðasaga Skagafjarðar, Safnahúsi, 550 Sauðárkróki. Einnig má hringja í síma 4536261, eða koma við í Safnahúsinu milli 8:00 og 16:00. Hjalti Pálsson, ritstjóri.
:: meira

Útgáfuhátíð aflýst

Vegna afar vondrar veðurspár er fyrirhugaðri útgáfuhátíð 9. bindis Byggðasögu Skagafjarðar aflýst.
:: meira

Útgáfuhátíð níunda bindis Byggðasögu Skagafjarðar

Útgáfuhátíð níunda bindis Byggðasögu Skagafjarðar verður að Ketilási í Fljótum kl. 20:00 þriðjudaginn 10. desember 2019.
:: meira

Kynning á 9. bindi Byggðasögunnar

Níunda bindi Byggðasögu Skagafjarðar fjallar um Holtshrepp, samtals 50 býli í ásamt sveitarfélagslýsingu.
:: meira

Tuttugu ára útgáfuafmæli Byggðasögu Skagafjarðar

Í haust eru liðin 20 ár síðan fyrsta bindi Byggðasögu Skagafjarðar kom fyrir augu lesanda. Þeirri hugmynd að hefja ritun Byggðasögunnar var fyrst hreyft í Héraðsráði Skagfirðinga árið 1994.
:: meira

Aðalfundur Sögufélags 2018

Aðalfundur Sögufélags Skagfirðinga fyrir árið 2018 var haldinn í Safnahúsinu á Sauðárkróki 24. október 2019. Formaður félagsins, Hjalti Pálsson, rakti starfsemina 2018. Í máli hans kom fram að félagið hefði aðeins gefið út eitt rit á árinu Skagfirðingabók nr. 38.
:: meira