Fyrri mynd
Nsta mynd
Ok
Velkomin heimasu Sguflags Skagfiringa. Vi notum vefkkur (e. cookies) til ess a bta upplifun na og greina umfer um suna.
Me v a nota vefsuna samykkir notkun vefkkum og skilmla okkar.
Open Menu Close Menu
 
Viburir vikunnar - 14. desember 2011 - 22:01

Viðburður vikunnar Sjóslysin 1935

14. desember 1935

Hinn 14. desember 1935 fórust tveir bátar frá Sauðárkróki í voðaveðri sem skall á síðdegis þann dag. Þetta voru Njörður, 3-4 tonna vélbátur með þremur mönnum, og Aldan, fjögurra tonna vélbátur, með fjórum mönnum. Þessir bátar fóru norður á svonefnt Skerjagrunnshorn, vestur af Málmey. Af Nirði fannst aldrei neitt en Aldan steytti á Hólmataglinu norður af Elínarhólmanum við Kolkuós. Þar fannst stýrið en bátsflakið sjálft rak inn á Brimnesvík og fannst þar bundið í koju lík Ásgríms Guðmundssonar frá Fagranesi, eins skipverjans, handleggsbrotið. Lík hinna skipverjanna fundust rekin í fjörunni inn frá Kolkuósi, utan við Þjófadalalækinn. Lóðarbelgi rak í Óslandskrók.

Mælt er að Hafsteinn Björnsson miðill sem þá var á Króknum hafi skynjað atburðinn og sagt fólki að bátur væri að farast á Óslandskrók.

Daginn eftir veðrið var hringt í Kolkuós og Sigurmon beðinn að svipast um. Hann fór þá upp á bakkann en sá ekkert athugavert og fór ekki niður í fjöruna. Hafði borist mikill þari upp á ströndina í veðurofsanum og brimið m.a. gengið upp á bakkann vestan við sláturhúsið. Bergvin Jóhannsson frá Hofsósi var þá vinnumaður í Kolkuósi og fór fjöruleið til fjárhúsanna við Þjófadalina eins og stundum var gert þegar snjór var mikill. Hann fann þá lík í fjörunni, sneri heim og gerði aðvart. Fóru þeir Sigurmon þá aftur með börur og fundu tvö önnur til viðbótar og báru þau út í Kolkuós þar sem þau voru lögð til í sláturhúsinu.    Sögn er að nóttina eftir slysið hafi Sigmar Sigtryggsson húsmann í Brimnesi dreymt að Ásgrímur Guðmundsson kæmi til hans og segði: ,,Komdu mér út í Kolkuós til hinna.” Fór Sigmar þá út og niður að sjó og fann bátsflakið. Kom hann síðan með lík Ásgríms á hestasleða út í Kolkuós þangað sem bátur kom frá Sauðárkróki með pramma í eftirdragi og sótti líkin.

Minningarathöfn fór fram í Sauðárkrókskirkju 28. desember um þá sem týndust með Nirði og jarðarför þriggja sem fórust af Öldunni. Sá fjórði var jarðsettur á Hofi á Höfðaströnd.

Heimild: Byggðasaga Skagafjarðar, V. bindi. Ritstjóri og aðalhöfundur: Hjalti Pálsson frá Hofi. Sögufélag Skagfirðinga. 2010. Saga Sauðárkróks III. HÖfundur: Kristmundur Bjarnason. Sauðárkrókskaupstaður. 1973.

Athugasemdir og leiðréttingar við Byggðasögu Skagafjarðar.

Nú er unnið að ritun lokabindis Byggðasögu Skagafjarðar sem kemur út á næsta ári. Í því bindi verða leiðréttingar og viðbætur við bindi 1 til 9, ásamt öðru efni. Mjög mikilvægt er að allir sem komið hafa auga á villur í útkomnum Byggðasögum, komi til okkar athugasemdum. Best er að fá tölvupóst á netfangið saga@skagafjordur.is eða senda bréf á: Byggðasaga Skagafjarðar, Safnahúsi, 550 Sauðárkróki. Einnig má hringja í síma 4536261, eða koma við í Safnahúsinu milli 8:00 og 16:00. Hjalti Pálsson, ritstjóri.
:: meira

Útgáfuhátíð aflýst

Vegna afar vondrar veðurspár er fyrirhugaðri útgáfuhátíð 9. bindis Byggðasögu Skagafjarðar aflýst.
:: meira

Útgáfuhátíð níunda bindis Byggðasögu Skagafjarðar

Útgáfuhátíð níunda bindis Byggðasögu Skagafjarðar verður að Ketilási í Fljótum kl. 20:00 þriðjudaginn 10. desember 2019.
:: meira

Kynning á 9. bindi Byggðasögunnar

Níunda bindi Byggðasögu Skagafjarðar fjallar um Holtshrepp, samtals 50 býli í ásamt sveitarfélagslýsingu.
:: meira

Tuttugu ára útgáfuafmæli Byggðasögu Skagafjarðar

Í haust eru liðin 20 ár síðan fyrsta bindi Byggðasögu Skagafjarðar kom fyrir augu lesanda. Þeirri hugmynd að hefja ritun Byggðasögunnar var fyrst hreyft í Héraðsráði Skagfirðinga árið 1994.
:: meira

Aðalfundur Sögufélags 2018

Aðalfundur Sögufélags Skagfirðinga fyrir árið 2018 var haldinn í Safnahúsinu á Sauðárkróki 24. október 2019. Formaður félagsins, Hjalti Pálsson, rakti starfsemina 2018. Í máli hans kom fram að félagið hefði aðeins gefið út eitt rit á árinu Skagfirðingabók nr. 38.
:: meira