Fyrri mynd
NŠsta mynd
Ok
Velkomin ß heimasÝ­u S÷gufÚlags Skagfir­inga. Vi­ notum vefk÷kur (e. cookies) til ■ess a­ bŠta upplifun ■Ýna og greina umfer­ um sÝ­una.
Me­ ■vÝ a­ nota vefsÝ­una sam■ykkir ■˙ notkun ß vefk÷kum og skilmßla okkar.
Open Menu Close Menu
 
Vi­bur­ir vikunnar - 08. desember 2011 - 22:02

Viðburður vikunnar - Maður varð úti við Héðinsskörð

8. desember 1908

Hinn 8. desember varð Ingimar Sigurðsson kennari á Hólum úti á Héðinsskörðum. Hann hafði kennt á Hólum veturinn 1906-1907 og var að nýju ráðinn kennari við bændaskólann á Hólum hjá Sigurði bróður sínum skólastjóra þar. Var hann á leið vestur að Hólum. Lagði hann upp fótgangandi frá Akureyri mánudaginn 7. desember og tók gistingu að Þúfnavöllum í Hörgárdal. Hélt hann svo áfram ferð sinni á þriðjudagsmorguninn upp Barkárdal með stefnu á Héðinsskörð. Þegar á daginn leið gerði stórhríð og hélst svo nóttina eftir. Á fimmtudegi fékk Sigurður skólastjóri fregnir af ferð Ingimars og var síðan leitað með mannsöfnuði í fjóra daga samfleytt en árangurslaust. Fór Sigurður skólastjóri síðan margar ferðir að leita hans en fann ekki. Lík Ingimars fannst loks í september árið eftir, 1909, undir hamrabelti norðanvert við Héðinsskörð. Var ljóst að hann hafði hrapað þar fram af hömrunum og lærbrotnað.

Heimild: Byggðasaga Skagafjarðar, VI. bindi. Ritstjóri og aðalhöfundur: Hjalti Pálsson frá Hofi. Sögufélag Skagfirðinga 2011.

Athugasemdir og leiðréttingar við Byggðasögu Skagafjarðar.

Nú er unnið að ritun lokabindis Byggðasögu Skagafjarðar sem kemur út á næsta ári. Í því bindi verða leiðréttingar og viðbætur við bindi 1 til 9, ásamt öðru efni. Mjög mikilvægt er að allir sem komið hafa auga á villur í útkomnum Byggðasögum, komi til okkar athugasemdum. Best er að fá tölvupóst á netfangið saga@skagafjordur.is eða senda bréf á: Byggðasaga Skagafjarðar, Safnahúsi, 550 Sauðárkróki. Einnig má hringja í síma 4536261, eða koma við í Safnahúsinu milli 8:00 og 16:00. Hjalti Pálsson, ritstjóri.
:: meira

Útgáfuhátíð aflýst

Vegna afar vondrar veðurspár er fyrirhugaðri útgáfuhátíð 9. bindis Byggðasögu Skagafjarðar aflýst.
:: meira

Útgáfuhátíð níunda bindis Byggðasögu Skagafjarðar

Útgáfuhátíð níunda bindis Byggðasögu Skagafjarðar verður að Ketilási í Fljótum kl. 20:00 þriðjudaginn 10. desember 2019.
:: meira

Kynning á 9. bindi Byggðasögunnar

Níunda bindi Byggðasögu Skagafjarðar fjallar um Holtshrepp, samtals 50 býli í ásamt sveitarfélagslýsingu.
:: meira

Tuttugu ára útgáfuafmæli Byggðasögu Skagafjarðar

Í haust eru liðin 20 ár síðan fyrsta bindi Byggðasögu Skagafjarðar kom fyrir augu lesanda. Þeirri hugmynd að hefja ritun Byggðasögunnar var fyrst hreyft í Héraðsráði Skagfirðinga árið 1994.
:: meira

Aðalfundur Sögufélags 2018

Aðalfundur Sögufélags Skagfirðinga fyrir árið 2018 var haldinn í Safnahúsinu á Sauðárkróki 24. október 2019. Formaður félagsins, Hjalti Pálsson, rakti starfsemina 2018. Í máli hans kom fram að félagið hefði aðeins gefið út eitt rit á árinu Skagfirðingabók nr. 38.
:: meira