Fyrri mynd
Nsta mynd
Ok
Velkomin heimasu Sguflags Skagfiringa. Vi notum vefkkur (e. cookies) til ess a bta upplifun na og greina umfer um suna.
Me v a nota vefsuna samykkir notkun vefkkum og skilmla okkar.
Open Menu Close Menu
 
Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, Ásta Pálsdóttir sveitarstjóri Skagafjarðar og Hjalti Pálsson formaður Sögufélags.
Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, Ásta Pálsdóttir sveitarstjóri Skagafjarðar og Hjalti Pálsson formaður Sögufélags.
Sigfús Ingi Sigfússon, Laufey Leifsdóttir og Stefán Vagn Stefánsson.
Sigfús Ingi Sigfússon, Laufey Leifsdóttir og Stefán Vagn Stefánsson.
Forseti Íslands tekur við bókagjöf úr hendi Hjalta Pálssonar
Forseti Íslands tekur við bókagjöf úr hendi Hjalta Pálssonar
Guðný Zoega fornleifafræðingur flytur erindi.
Guðný Zoega fornleifafræðingur flytur erindi.
Unnar Ingvarsson fyrrverandi héraðsskjalavörður flytur erindi
Unnar Ingvarsson fyrrverandi héraðsskjalavörður flytur erindi
Sölvi Sveinsson fundarstjóri
Sölvi Sveinsson fundarstjóri
Harpa Björnsdóttir flytur erindi
Harpa Björnsdóttir flytur erindi
Sólborg Pálsdóttir héraðsskjalavörður og Sigríður Sigurðardóttir forstöðumaður Byggðasafns Skagfirðinga.
Sólborg Pálsdóttir héraðsskjalavörður og Sigríður Sigurðardóttir forstöðumaður Byggðasafns Skagfirðinga.
Frttir - 18. maí 2017 - 09:26

Afmæli Sögufélags og Héraðsskjalasafns

Fjölmenni á ráðstefnu í Miðgarði

Á sunnudegi í lok árlegrar Sæluviku Skagfirðinga, var haldið fjölmennt og glæsilegt málþing í menningarhúsinu Miðgarði, sem bar yfirskriftina, Skagfirsk fræði í fortíð og nútíð. Var málþing þetta haldið í tilefni þess að 80 ár eru nú frá stofnun Sögufélags Skagfirðinga, og 70 ár frá stofnun Héraðsskjalasafns Skagfirðinga, en báðar þessar stofnanir skipa veglegan sess í menningarlífi héraðsins.

Það var frú Ásta Pálmadóttir sveitarstjóri sem setti hátíðina og gerði grein fyrir henni, nefndi hún sérstaklega hið mikla frumkvöðlastarf Jóns Sigurðssonar alþingismanns á Reynistað sem virkur var í Sögufélagi Skagfirðinga og sem sá þörfina fyrir varðveislu gagna og skjala í heimabyggð og flutti á Alþingi frumvarp um heimild til stofnunar skjalasafna í heimahéruðum. Var Héraðsskjalasafn Skagfirðinga hið fyrsta á landinu sem stofnað var með hinum nýju lögum.
Eftir setningarávarp sveitarstjóra tók Sölvi Sveinsson við stjórnartaumum samkomunnar og kynnti dagskrá.
Forseti Íslands herra Guðni Th Jóhannesson ávarpaði samkomuna, og ræddi mikilvægi söfnunar sagna og alls þess fróðleiks sem með þjóðinni lifði og drap á ýmsa merka þætti í fortíð og nútíð, sem fyrr en varir gæti lent í glatkistu ef ekki væri um þá sinnt. Þá tók til máls Hjalti Pálsson, formaður Sögufélagsins ,og fjallaði um störf og þróun félagsins. Í máli hans kom fram hversu mikil og víðfeðm útgáfustarfsemi félagsins er, en á vegum þess hafa verið útgefnar milli 90 og 100 bækur og rit. Skagfirðingabók varð 50 ára á síðasta ári, en Skagfirðingabókin hefur komið út flest árin. Þá gefur félagið út ritröðina Skagfirskar æviskrár, og Byggðasögu Skagafjarðar, en af henni eru nú komin út 7 bindi af 10 og verður væntanlega langviðamesta verk um eitt hérað á Íslandi. Taldi Hjalti óhætt að kalla Jón Sigurðsson á Reynistað föður Sögufélagsins.
Sólborg Una Pálsdóttir héraðsskjalavörður tók til máls og gerði að umtalsefni þátt Kristmundar Bjarnasonar fræðimanns frá Sjávarborg í vexti og framgangi Héraðsskjalasafnsins, en Kristmundur var lengi eini starfsmaðurinn og sá sem lagði grunn að því starfi sem unnið er í dag. Sagði Sólborg frá því hvernig Kristmundur hafði sérstakan söfnunarmann sem fór um héraðið og dró til safnsins allt sem finna mátti af opinberum bókum, skjölum og ýmsum gögnum, sem forða þurfti frá glötun og tjóni.
Harpa Björnsdóttir flutti skemmtilegt erindi sem hún nefndi Bóndi í klammaríi og fjallaði um lífskúnstnerinn Sölva Helgason, margt af framgöngu hans hér í heimalandinu, sumt sem ekki hefur komið fram annars staðar. Aðallega fjallaði hún þó um fangavist hans og rasphúsdvöl í Danmörku. Unnar Ingvarsson fyrrum skjalavörður nefndi sitt innlegg til málþingsins, Bærinn sem varð að þorpi, - Sauðárkrókur í sókn og vörn um aldamótin 1900. Benti Unnar á mikilvægi þessara tveggja stofnana sem hér væru til umfjöllunar, sem hann sagði að væri miklu meiri og mikilvægari en margir gerðu sér grein fyrir. „Við vitum hvað gerðist á þessum tíma, en kannski ekki af hverju það gerðist“, sagði Unnar og rakti ýmsa þætti sem urðu ýmist til fólksfjölgunar eða fækkunar á Sauðárkróki á frumbýlingsárunum. Þá fjallaði Guðný Zoëga um fornleifarannsóknir í Skagafirði í tengslum við Byggðasöguna sl. 13 ár og nefndi sitt innlegg Byggðasaga ofan jarðar og neðan. Kom þar fram að mjög merkar rannsóknir hafa verið gerðar og mikill fróðleikur fengist um fyrstu ár byggðar í Skagafirði og margir bústaðir og mannvistarleifar komið í ljós þar sem engar upplýsingar voru um búsetu manna, bæði í lághéraði og langt fram til dala. Að síðustu fjallaði Viðar Hreinsson um Jón lærða og samskipti hans við Hólamenn. Sýndi hann þar fram á nokkur atriði sem bentu sterklega til að Jón lærði hefði verið á Hólum um tíma á þriðja áratugi 17. aldar.
    Samkoman stóð frá kl 14 til rúmlega 17 með góðu kaffihléi þar sem Kvenfélag Seyluhrepps framræddu glæsilegt hlaðborð. Samkomuna sóttu um 140 manns.

Ný Skagfirðingabók komin út

Ný Skagfirðingabók hefur nú komið út. Er hún númer 39 í röðinni, en fyrsta bókin kom út árið 1966. Að vanda geymir bókin fjölbreytt efni um skagfirska sögu. Aðalgrein bókarinnar er um Símon Dalaskáld og Margréti Sigurðardóttur, konu hans.
:: meira
Skál. Kristmundur Bjarnason 100 ára. Ljósm. Ásta Karen Jónsdóttir.
Skál. Kristmundur Bjarnason 100 ára. Ljósm. Ásta Karen Jónsdóttir.

Kristmundur Bjarnason 100 ára

Vel mætt í útgáfuhóf til heiðurs Kristmundar á Sjávarborg

Kristmundur Bjarnason 100 ára Héraðsfréttablaðið Feykir birti frásögn af útgáfuhófi vegna bókar Kristmundar Bjarnasonar fræðimanns á Sjávarborg og heiðursfélaga Sögufélags Skagfirðinga en hann er nú 100 ára og var útgáfuhófið haldið þann 12 janúar s.l. Er hér birt grein Páls Friðrikssonar ritstjóra. Athygli er vakin á því að hægt er að kaupa bók Kristmundar hjá forlaginu með því að senda tölvubréf á saga@skagafjordur.is. Verð bókarinnar er 5900 krónur með sendingarkostnaði. Einnig er hægt að kaupa bókina í bókabúðum.
:: meira
Kápa bókar Kristmundar Bjarnasonar: Í barnsminni
Kápa bókar Kristmundar Bjarnasonar: Í barnsminni

Útgáfuhóf í Safnahúsi Skagfirðinga

Þann 10. janúar 2019 eru 100 ár liðin frá fæðingu Kristmundar Bjarnasonar rithöfundar og fræðimanns á Sjávarborg. Hann dvelur nú, og hefur gert síðustu árin, á Dvalarheimilinu á Sauðárkróki. Kristmundur er heiðursfélagi Sögufélags Skagfirðinga og í tilefni þessara tímamóta gefur félagið úr bernskuminningar hans frá Mælifelli, þar sem hann ólst upp.
:: meira

Jólakveðjur

Sögufélag Skagfirðinga sendir félagsmönnum sínum og velunnurum óskir um gleðilega jólahátíð og farsæld á nýju ári. Með þökkum fyrir liðin ár.
:: meira

Aðalfundur Sögufélags Skagfirðinga

Aðalfundur Sögufélags Skagfirðinga fyrir árið 2017 var haldinn í Safnahúsinu á Sauðárkróki 22. október s.l. Bókhaldari félagsins, Kári Sveinsson. Las reikninga og skýrði þá. Þar kom fram að rúmlega 1.250.000 króna tap hefði orðið á rekstrinum sem skýrðist fyrst og fremst af því að á árinu kom engin bók út á vegum félagsins.
:: meira

Aðalfundur Sögufélags Skagfirðinga

Aðalfundur Sögufélags Skagfirðinga verður haldinn í Safnahúsinu á Sauðárkróki mánudaginn 22. október kl 16.30.
:: meira