Fyrri mynd
Nsta mynd
Ok
Velkomin heimasu Sguflags Skagfiringa. Vi notum vefkkur (e. cookies) til ess a bta upplifun na og greina umfer um suna.
Me v a nota vefsuna samykkir notkun vefkkum og skilmla okkar.
Open Menu Close Menu
 
Drónamynd af Gautastöðum
Drónamynd af Gautastöðum
Fjárhústóft á Gautastöðum.
Fjárhústóft á Gautastöðum.
(Birkir bókavörður) á bæjartóftum Gautastaða
(Birkir bókavörður) á bæjartóftum Gautastaða
Gamla Gautastaðahúsið.
Gamla Gautastaðahúsið.
Frttir - 22. maí 2017 - 15:23

Leitin að kirkjugarðinum á Gautastöðum

Þann 16. maí s.l. fóru byggðasöguritarar ásamt fornleifafræðingi og landfræðingi í vettvangsferð að Gautastöðum í Stíflu til að kanna þar fornan kirkjugarð sem venjulega er rétt neðan fjöruborðs uppistöðulóns Stífluvirkjunar Vatnsborð lónsins lækkar jafnan verulega á veturna svo að garðstæðið kemur upp á vorin þangað til lónið fyllist. Farið var á gúmbáti yfir vatnið með útbúnað en sumir gengu utan frá stíflunni um kílómetra leið. Gerð var tilraun að finna grafir og staðfesta garðinn með beinafundi en það tókst ekki í þessari tilraun vegna þess að moldarlag yfirborðsins hefur allt þvegist burtu en undir grjótblandin leirskriða og tími var naumur til starfans. Varðveisla beina er trúlega afar slæm þar sem garðurinn liggur löngum undir vatni og. Lítið eitt sást þó af smágerðu beinamusli. Samkvæmt vitnisburðum manna sem heima áttu á Gautastöðum er vitað nákvæmlega hvar garðurinn er og á malarkenndu yfirborðinu má óljóst greina hringlaga garðinn og .grjótlögn kirkjugólfsins. 

Útgáfuhátíð aflýst

Vegna afar vondrar veðurspár er fyrirhugaðri útgáfuhátíð 9. bindis Byggðasögu Skagafjarðar aflýst.
:: meira

Útgáfuhátíð níunda bindis Byggðasögu Skagafjarðar

Útgáfuhátíð níunda bindis Byggðasögu Skagafjarðar verður að Ketilási í Fljótum kl. 20:00 þriðjudaginn 10. desember 2019.
:: meira

Kynning á 9. bindi Byggðasögunnar

Níunda bindi Byggðasögu Skagafjarðar fjallar um Holtshrepp, samtals 50 býli í ásamt sveitarfélagslýsingu.
:: meira

Tuttugu ára útgáfuafmæli Byggðasögu Skagafjarðar

Í haust eru liðin 20 ár síðan fyrsta bindi Byggðasögu Skagafjarðar kom fyrir augu lesanda. Þeirri hugmynd að hefja ritun Byggðasögunnar var fyrst hreyft í Héraðsráði Skagfirðinga árið 1994.
:: meira

Aðalfundur Sögufélags 2018

Aðalfundur Sögufélags Skagfirðinga fyrir árið 2018 var haldinn í Safnahúsinu á Sauðárkróki 24. október 2019. Formaður félagsins, Hjalti Pálsson, rakti starfsemina 2018. Í máli hans kom fram að félagið hefði aðeins gefið út eitt rit á árinu Skagfirðingabók nr. 38.
:: meira

Ný Skagfirðingabók komin út

Ný Skagfirðingabók hefur nú komið út. Er hún númer 39 í röðinni, en fyrsta bókin kom út árið 1966. Að vanda geymir bókin fjölbreytt efni um skagfirska sögu. Aðalgrein bókarinnar er um Símon Dalaskáld og Margréti Sigurðardóttur, konu hans.
:: meira