Fyrri mynd
Nsta mynd
Ok
Velkomin heimasu Sguflags Skagfiringa. Vi notum vefkkur (e. cookies) til ess a bta upplifun na og greina umfer um suna.
Me v a nota vefsuna samykkir notkun vefkkum og skilmla okkar.
Open Menu Close Menu
 
Hjalti Pálsson og Óli Arnar Brynjarsson undirbúa bókina fyrir prentun.
Hjalti Pálsson og Óli Arnar Brynjarsson undirbúa bókina fyrir prentun.
Frttir - 17. september 2017 - 16:06

Áttunda bindi byggðasögunnar á leið í prentun

Þessa dagana er verið að ganga frá til prentunar áttunda bindi Byggðasögunnar sem mun fjalla um Fellshrepp hinn gamla og Haganeshrepp. Síðustu vikur hafa prófarkalesarar, Hjördís Gísladóttir á Sleitustöðum og Gísli Magnússon frá Frostastöðum, verið að stöfum ásamt ritstjóranum. Það er Óli Arnar Brynjarsson hjá prentmiðjunni Nýprent á Sauðárkróki sem brýtur bókina í síður og gengur frá texta og myndum en prentun verður að þessu sinni erlendis.  Bókin verður rúmlega 500 blaðsíður að stærð og mun frágangi væntanlega ljúka síðar í septembermánuði. Er reiknað með að hún komi út fyrri hlutann í nóvember.  Á meðfylgjandi mynd eru þeir Hjalti ritstjóri og Óli umbrotsmaður að vinna við leiðréttingar.

Útgáfuhátíð aflýst

Vegna afar vondrar veðurspár er fyrirhugaðri útgáfuhátíð 9. bindis Byggðasögu Skagafjarðar aflýst.
:: meira

Útgáfuhátíð níunda bindis Byggðasögu Skagafjarðar

Útgáfuhátíð níunda bindis Byggðasögu Skagafjarðar verður að Ketilási í Fljótum kl. 20:00 þriðjudaginn 10. desember 2019.
:: meira

Kynning á 9. bindi Byggðasögunnar

Níunda bindi Byggðasögu Skagafjarðar fjallar um Holtshrepp, samtals 50 býli í ásamt sveitarfélagslýsingu.
:: meira

Tuttugu ára útgáfuafmæli Byggðasögu Skagafjarðar

Í haust eru liðin 20 ár síðan fyrsta bindi Byggðasögu Skagafjarðar kom fyrir augu lesanda. Þeirri hugmynd að hefja ritun Byggðasögunnar var fyrst hreyft í Héraðsráði Skagfirðinga árið 1994.
:: meira

Aðalfundur Sögufélags 2018

Aðalfundur Sögufélags Skagfirðinga fyrir árið 2018 var haldinn í Safnahúsinu á Sauðárkróki 24. október 2019. Formaður félagsins, Hjalti Pálsson, rakti starfsemina 2018. Í máli hans kom fram að félagið hefði aðeins gefið út eitt rit á árinu Skagfirðingabók nr. 38.
:: meira

Ný Skagfirðingabók komin út

Ný Skagfirðingabók hefur nú komið út. Er hún númer 39 í röðinni, en fyrsta bókin kom út árið 1966. Að vanda geymir bókin fjölbreytt efni um skagfirska sögu. Aðalgrein bókarinnar er um Símon Dalaskáld og Margréti Sigurðardóttur, konu hans.
:: meira