Fyrri mynd
NŠsta mynd
Ok
Velkomin ß heimasÝ­u S÷gufÚlags Skagfir­inga. Vi­ notum vefk÷kur (e. cookies) til ■ess a­ bŠta upplifun ■Ýna og greina umfer­ um sÝ­una.
Me­ ■vÝ a­ nota vefsÝ­una sam■ykkir ■˙ notkun ß vefk÷kum og skilmßla okkar.
Open Menu Close Menu
 

Ritfregnir

Glæsileg byggðasaga

Stjörnur: 5

Byggðasaga Skagafjarðar VI. Bindi. Hólahreppur.
Ritstjóri og aðalhöfundur Hjalti Pálsson frá Hofi.
Sögufélag Skagfirðinga, Sauðárkróki 2011.
384 bls., myndir, kort, töflur

Þetta sjötta bindi Byggðasögu Skagafjarðar er með sama sniði og hin fyrri fimm. Það nær yfir Hólahrepp, en til hans teljast tveir dalir austan vatna, Hjaltadalur og Kolbeinsdalur. Bókin hefst á almennri lýsingu hreppsins, en því næst eru taldir trúnaðarmenn sveitarfélagsins á 18., 19. og 20. öld. Í sama kafla eru birt búendatöl frá nokkrum árum á 18. öld. Þar á eftir kemur kafli sem ber yfirskriftina „Jarðalýsingar og ábúendatöl“ og er langstærsti hluti bókarinnar. Þar er sagt frá öllum jörðum í hreppnum, eyðijörðum jafnt sem byggðum bólum og taldir ábúendur frá árinu 1782 fram á þennan dag. Höfundar leggja sig fram um að lýsa einkennum og búsháttum á hverri jörð, saga jarðanna er rakin í stuttu máli, greint frá fornbýlum og seljum og þau staðsett með GPS-tæki.

Saga jarðanna er hvergi rakin til neinnar hlítar, enda myndi það efni fylla mörg bindi. Sérhver jörð fær þó sitt söguágrip, sem víða er kryddað með innskots- eða rammagreinum. Í þeim segir frá sögufrægum og minnistæðum atburðum, eftirminnilegum einstaklingum, náttúruhamförum og ýmsu fleiru. Oft er gripið til þjóðsagna og vísna og gæðir sú aðferð textann lífi. Þættirnir um einstakar jarðir eru mislangir og sá langlengsti um biskupssetrið Hóla í Hjaltadal, sem vænta má. Saga biskupsstólsins er þó ekki rakin nema örstuttu máli og mörgum skemmtilegum innskotsgreinum, en meiri áhersla lögð á að segja frá Hólum nútímans og hlutverki staðarins á síðari tímum. Er það í samræmi við umfjöllun um aðrar jarðir í hreppnum.

Mikið myndefni prýðir þessa bók, gamalt og nýtt, ljósmyndir, kort og myndir af málverkum. Hér eru myndir af öllum bæjum í Hólahreppi, núverandi ábúendum jarðanna og allmörgum eldri. Einnig er að finna margar myndir af örnefnum, landslagi og sögufrægum stöðum. Hjalti Pálsson frá Hofi hefur tekið margar myndanna og nefni ég sérstaklega þá sem prýðir bókarkápu. Hún er tekin inn Hjaltadalinn á sólríkum haustdegi og sér til mynnis Kolbeinsdals. Fyrir miðri mynd er Hólabyrða, þakin fyrstu haustsnjóum. Þetta er einstaklega falleg mynd, einhver sú besta sem ég man eftir á bókarkápu. Eldri myndirnar í bókinni segja margar mikla sögu og vandaðir og oft rækilegir myndatextar bæta víða miklu við meginmál.

Öll er þessi bók einkar vel úr garði gerð. Hún byggir á traustri rannsókn og heimildakönnun. Hún er afar vel skrifuð, á tærri og kjarngóðri íslensku. Á köflum örlar á því, sem kannski má kalla „skagfirsku“, og eykur á litauðgi og blæbrigði málsins. Ritstjóri hefur sjálfur kannað nánast hverja þúfu og hvern stein á sögusviðinu og getur því sagt söguna heiman af hverju bæjarhlaði, ef svo má að orði kveða. Á það ekki minnstan þátt í því, hve vel skrifuð og læsileg bókin er.

Byggðasaga Skagafjarðar er mikið eljuverk og einstakt í röð íslenskra byggðasöguverka. Þetta bindi er glæsilegt að útliti og afar fróðlegt og ánægjulegt aflestrar. Að minni hyggju verður varla betur gert.

Jón Þ. Þór

Byggðasaga Skagafjarðar: VI. bindi komið út

Ákveðið var í janúar á árinu 1995 að gefa út Byggðasögu Skagafjarðar. Hún skyldi í reynd vera framhald af hinu merka brautryðjendaverki sem nefnist Jarða- og búendatal í Skagafirði 1781-1958 og kom út í fjórum heftum eða bindum á árunum 1949-58.  Að útgáfu hins nýja verks hafa komið frá upphafi sveitarfélögin í Skagafirði, fyrst undir nafninu Héraðsnefnd, svo og Kaupfélag Skagfirðinga, Búnaðarsamband Skagfirðinga og Sögufélag Skagfirðinga. Strax var ákveðið að Sauðárkróki skyldi ekki sinnt, þar eð út var komið þriggja binda verk um sögu kaupstaðarins.

Nú hafa komið út sex bindi af þessu mikla verki, Byggðasögu Skagafjarðar. Farin er boðleið eða þingboðsleið, sólarsinnis. Fyrsta bindið, sem kom út 1999, náði yfir Skefilsstaðahrepp og Skarðshrepp. Það næsta tók til Staðarhrepps og Seyluhrepps. Síðan fékk Lýtingsstaðahreppur sérstakt bindi og svo Akrahreppur einnig sérstakt bindi, enda voru báðir þessir gömlu hreppar stórir. Fimmta bindið tók til Rípurhrepps og Viðvíkurhrepps. Nú er farið að síga á seinni hluta þessarar áætlunar, með útkomu bindisins um Hólahrepp. Bindin hafa þannig komið út að meðaltali með um tveggja ára millibili. Svo virðist sem þau verði í heild átta eða níu eða heldur fleiri en gert var ráð fyrir í upphaflegri áætlun. Bindin eru engin smásmíði, það fyrsta var 352 bls., en lengsta bindið til þessa, hið fjórða, um Akrahrepp, er 576 bls. Brot bókanna er í stærsta lagi, þannig að ekki er unnt að taka þær með sér í rúmið til lestrar. Mikið er birt af myndum, þær nýrri eru í lit. Hér er í rauninni ekkert til sparað.

Sami maður hefur frá upphafi verið aðalhöfundur og um leið ritstjóri safnverksins, og er það Hjalti Pálsson frá Hofi í Hjaltadal, fræðimaður á Sauðárkróki. Margir fleiri hafa þó komið að þessari vinnu, og er um það rætt í formálum einstakra binda.

Hvert býli sem einhvern tíma á árabilinu frá 1781 og fram til nútíma hefur verið í byggð fær sérstakan kafla. Jörðinni er lýst, getið um byggingar og birt tafla yfir fólksfjölda og áhöfn á tímabilinu frá 1703 og allt að útgáfuári bindisins. Rakin er saga býlisins eftir föngum, þ.e. frá því þess er fyrst getið, og nokkuð rætt um eignarhald. Ábúendatal frá 1781 fylgir hverri jörð og myndir eru af núverandi ábúendum. Aðrar myndir sýna t.d. gamla torfbæi, atvinnuhætti eða örnefni. Frásögnin er talsvert krydduð með umfjöllun um atburði sem orðið hafa og jafnvel vísum, stundum er þetta efni þjóðsagnakennt, en í heildina lífgar það mikið upp á verkið.

Sjötta bindið sem út kom 2011 tekur aðeins til Hólahrepps, eins og áður segir. Þetta er heimasveit aðalhöfundar verksins, Hjalta Pálssonar, sem ólst upp að Hofi í Hjaltadal til 16 ára aldurs eða svo, og gætir kunnugleika hans í ýmsum frásögnum. Fremst er sveitarfélagslýsing ásamt hreppstjóra- og oddvitatali og bændatölum frá vissum árum á 18. öld, alls rúmlega 40 bls. Í þessum kafla er m.a. rætt allrækilega um afrétt og réttir, sem er mjög vel við hæfi. Þá er hér fjallað um dómkirkjurnar fimm á Hólum, en sá undirkafli hefði mátt koma við Hólastað. Á sínum stað í bæjaröðinni fá Hólar í Hjaltadal mjög mikið rými eða hátt í 100 blaðsíður. Spyrja má hvort Hólar hefðu þurft að fá alla þessa umfjöllun, því að margt hefur nú áður verið ritað um þennan merka stað, sögu hans og biskupanna sem þar sátu. Má hér t.d. minna á Sögu biskupsstólannna, Hóla og Skálholts, geysimikið verk sem út kom 2006, en í nýju bókinni er verulega til þess vísað. Að öðru leyti er þetta bindi af Byggðasögu Skagafjarðar sett upp með svipuðum hætti og hin fyrri. Einfalt er að fjalla um eignarhald á jörðum í hreppnum fyrir 1800, því að Hólastóll átti jarðirnar allar. Nefna má nokkrar athyglisverðar frásagnir sem tengjast einstökum jörðum. Jarðhitinn á Reykjum í Hjaltadal og hitaveitan þaðan fá eðlilega talsverða umfjöllun. Sagt er frá nýlegum fundi mjög forns grafreits eða kirkjugarðs á Bjarnastöðum í Kolbeinsdal. Einnig er sagt frá fundi gamals grafreits á Hofi í Hjaltadal. Miklum skriðuföllum sem urðu í Kolbeinsdal 31. október 1858 er einkum lýst við bæina Fjall og Skriðuland, og eru það einkar fróðlegar frásagnir. Þá er greinargóð lýsing við  Sviðning í Kolbeinsdal af snjóflóði sem féll á þann bæ á Þorláksmessu 23. desember 1925 og kostaði þrjú mannslíf. Fleira mætti tína til af þessu tagi. Bókin er 384 bls. með 630 ljósmyndum, kortum og teikningum. Aftast í bindinu eru gagnlegar útskýringar nokkurra orða og hugtaka, svo og ljósmyndaskrá. Hins vegar er gert ráð fyrir að skrár manna- og staðanafna birtist í lokabindi.

Fullyrða má að útgáfa þessa safnrits er mikið stórvirki. Leitað hefur verið fanga bæði í prentuðum og óprentuðum heimildum og gífurlega mikill fróðleikur dreginn saman. Frágangur er góður, prentvillur mjög fáar. Útgáfa Byggðasögunnar sýnir og sannar að Skagfirðingar eru enn sem fyrr í allrafremstu röð hérlendis, ef ekki fremstir, hvað varðar samantekt og framsetningu þjóðlegs fróðleiks. Sérstakar þakkir á Hjalti Pálsson skildar fyrir þá miklu og vönduðu vinnu sem hann hefur innt af hendi.

Björn Teitsson

Ritfregnir

Glæsileg byggðasaga

Stjörnur: 5

Byggðasaga Skagafjarðar VI. Bindi. Hólahreppur.
Ritstjóri og aðalhöfundur Hjalti Pálsson frá Hofi.
Sögufélag Skagfirðinga, Sauðárkróki 2011.
384 bls., myndir, kort, töflur

Þetta sjötta bindi Byggðasögu Skagafjarðar er með sama sniði og hin fyrri fimm. Það nær yfir Hólahrepp, en til hans teljast tveir dalir austan vatna, Hjaltadalur og Kolbeinsdalur. Bókin hefst á almennri lýsingu hreppsins, en því næst eru taldir trúnaðarmenn sveitarfélagsins á 18., 19. og 20. öld. Í sama kafla eru birt búendatöl frá nokkrum árum á 18. öld. Þar á eftir kemur kafli sem ber yfirskriftina „Jarðalýsingar og ábúendatöl“ og er langstærsti hluti bókarinnar. Þar er sagt frá öllum jörðum í hreppnum, eyðijörðum jafnt sem byggðum bólum og taldir ábúendur frá árinu 1782 fram á þennan dag. Höfundar leggja sig fram um að lýsa einkennum og búsháttum á hverri jörð, saga jarðanna er rakin í stuttu máli, greint frá fornbýlum og seljum og þau staðsett með GPS-tæki.

Saga jarðanna er hvergi rakin til neinnar hlítar, enda myndi það efni fylla mörg bindi. Sérhver jörð fær þó sitt söguágrip, sem víða er kryddað með innskots- eða rammagreinum. Í þeim segir frá sögufrægum og minnistæðum atburðum, eftirminnilegum einstaklingum, náttúruhamförum og ýmsu fleiru. Oft er gripið til þjóðsagna og vísna og gæðir sú aðferð textann lífi. Þættirnir um einstakar jarðir eru mislangir og sá langlengsti um biskupssetrið Hóla í Hjaltadal, sem vænta má. Saga biskupsstólsins er þó ekki rakin nema örstuttu máli og mörgum skemmtilegum innskotsgreinum, en meiri áhersla lögð á að segja frá Hólum nútímans og hlutverki staðarins á síðari tímum. Er það í samræmi við umfjöllun um aðrar jarðir í hreppnum.

Mikið myndefni prýðir þessa bók, gamalt og nýtt, ljósmyndir, kort og myndir af málverkum. Hér eru myndir af öllum bæjum í Hólahreppi, núverandi ábúendum jarðanna og allmörgum eldri. Einnig er að finna margar myndir af örnefnum, landslagi og sögufrægum stöðum. Hjalti Pálsson frá Hofi hefur tekið margar myndanna og nefni ég sérstaklega þá sem prýðir bókarkápu. Hún er tekin inn Hjaltadalinn á sólríkum haustdegi og sér til mynnis Kolbeinsdals. Fyrir miðri mynd er Hólabyrða, þakin fyrstu haustsnjóum. Þetta er einstaklega falleg mynd, einhver sú besta sem ég man eftir á bókarkápu. Eldri myndirnar í bókinni segja margar mikla sögu og vandaðir og oft rækilegir myndatextar bæta víða miklu við meginmál.

Öll er þessi bók einkar vel úr garði gerð. Hún byggir á traustri rannsókn og heimildakönnun. Hún er afar vel skrifuð, á tærri og kjarngóðri íslensku. Á köflum örlar á því, sem kannski má kalla „skagfirsku“, og eykur á litauðgi og blæbrigði málsins. Ritstjóri hefur sjálfur kannað nánast hverja þúfu og hvern stein á sögusviðinu og getur því sagt söguna heiman af hverju bæjarhlaði, ef svo má að orði kveða. Á það ekki minnstan þátt í því, hve vel skrifuð og læsileg bókin er.

Byggðasaga Skagafjarðar er mikið eljuverk og einstakt í röð íslenskra byggðasöguverka. Þetta bindi er glæsilegt að útliti og afar fróðlegt og ánægjulegt aflestrar. Að minni hyggju verður varla betur gert.

Jón Þ. Þór

Byggðasaga Skagafjarðar: VI. bindi komið út

Ákveðið var í janúar á árinu 1995 að gefa út Byggðasögu Skagafjarðar. Hún skyldi í reynd vera framhald af hinu merka brautryðjendaverki sem nefnist Jarða- og búendatal í Skagafirði 1781-1958 og kom út í fjórum heftum eða bindum á árunum 1949-58.  Að útgáfu hins nýja verks hafa komið frá upphafi sveitarfélögin í Skagafirði, fyrst undir nafninu Héraðsnefnd, svo og Kaupfélag Skagfirðinga, Búnaðarsamband Skagfirðinga og Sögufélag Skagfirðinga. Strax var ákveðið að Sauðárkróki skyldi ekki sinnt, þar eð út var komið þriggja binda verk um sögu kaupstaðarins.

Nú hafa komið út sex bindi af þessu mikla verki, Byggðasögu Skagafjarðar. Farin er boðleið eða þingboðsleið, sólarsinnis. Fyrsta bindið, sem kom út 1999, náði yfir Skefilsstaðahrepp og Skarðshrepp. Það næsta tók til Staðarhrepps og Seyluhrepps. Síðan fékk Lýtingsstaðahreppur sérstakt bindi og svo Akrahreppur einnig sérstakt bindi, enda voru báðir þessir gömlu hreppar stórir. Fimmta bindið tók til Rípurhrepps og Viðvíkurhrepps. Nú er farið að síga á seinni hluta þessarar áætlunar, með útkomu bindisins um Hólahrepp. Bindin hafa þannig komið út að meðaltali með um tveggja ára millibili. Svo virðist sem þau verði í heild átta eða níu eða heldur fleiri en gert var ráð fyrir í upphaflegri áætlun. Bindin eru engin smásmíði, það fyrsta var 352 bls., en lengsta bindið til þessa, hið fjórða, um Akrahrepp, er 576 bls. Brot bókanna er í stærsta lagi, þannig að ekki er unnt að taka þær með sér í rúmið til lestrar. Mikið er birt af myndum, þær nýrri eru í lit. Hér er í rauninni ekkert til sparað.

Sami maður hefur frá upphafi verið aðalhöfundur og um leið ritstjóri safnverksins, og er það Hjalti Pálsson frá Hofi í Hjaltadal, fræðimaður á Sauðárkróki. Margir fleiri hafa þó komið að þessari vinnu, og er um það rætt í formálum einstakra binda.

Hvert býli sem einhvern tíma á árabilinu frá 1781 og fram til nútíma hefur verið í byggð fær sérstakan kafla. Jörðinni er lýst, getið um byggingar og birt tafla yfir fólksfjölda og áhöfn á tímabilinu frá 1703 og allt að útgáfuári bindisins. Rakin er saga býlisins eftir föngum, þ.e. frá því þess er fyrst getið, og nokkuð rætt um eignarhald. Ábúendatal frá 1781 fylgir hverri jörð og myndir eru af núverandi ábúendum. Aðrar myndir sýna t.d. gamla torfbæi, atvinnuhætti eða örnefni. Frásögnin er talsvert krydduð með umfjöllun um atburði sem orðið hafa og jafnvel vísum, stundum er þetta efni þjóðsagnakennt, en í heildina lífgar það mikið upp á verkið.

Sjötta bindið sem út kom 2011 tekur aðeins til Hólahrepps, eins og áður segir. Þetta er heimasveit aðalhöfundar verksins, Hjalta Pálssonar, sem ólst upp að Hofi í Hjaltadal til 16 ára aldurs eða svo, og gætir kunnugleika hans í ýmsum frásögnum. Fremst er sveitarfélagslýsing ásamt hreppstjóra- og oddvitatali og bændatölum frá vissum árum á 18. öld, alls rúmlega 40 bls. Í þessum kafla er m.a. rætt allrækilega um afrétt og réttir, sem er mjög vel við hæfi. Þá er hér fjallað um dómkirkjurnar fimm á Hólum, en sá undirkafli hefði mátt koma við Hólastað. Á sínum stað í bæjaröðinni fá Hólar í Hjaltadal mjög mikið rými eða hátt í 100 blaðsíður. Spyrja má hvort Hólar hefðu þurft að fá alla þessa umfjöllun, því að margt hefur nú áður verið ritað um þennan merka stað, sögu hans og biskupanna sem þar sátu. Má hér t.d. minna á Sögu biskupsstólannna, Hóla og Skálholts, geysimikið verk sem út kom 2006, en í nýju bókinni er verulega til þess vísað. Að öðru leyti er þetta bindi af Byggðasögu Skagafjarðar sett upp með svipuðum hætti og hin fyrri. Einfalt er að fjalla um eignarhald á jörðum í hreppnum fyrir 1800, því að Hólastóll átti jarðirnar allar. Nefna má nokkrar athyglisverðar frásagnir sem tengjast einstökum jörðum. Jarðhitinn á Reykjum í Hjaltadal og hitaveitan þaðan fá eðlilega talsverða umfjöllun. Sagt er frá nýlegum fundi mjög forns grafreits eða kirkjugarðs á Bjarnastöðum í Kolbeinsdal. Einnig er sagt frá fundi gamals grafreits á Hofi í Hjaltadal. Miklum skriðuföllum sem urðu í Kolbeinsdal 31. október 1858 er einkum lýst við bæina Fjall og Skriðuland, og eru það einkar fróðlegar frásagnir. Þá er greinargóð lýsing við  Sviðning í Kolbeinsdal af snjóflóði sem féll á þann bæ á Þorláksmessu 23. desember 1925 og kostaði þrjú mannslíf. Fleira mætti tína til af þessu tagi. Bókin er 384 bls. með 630 ljósmyndum, kortum og teikningum. Aftast í bindinu eru gagnlegar útskýringar nokkurra orða og hugtaka, svo og ljósmyndaskrá. Hins vegar er gert ráð fyrir að skrár manna- og staðanafna birtist í lokabindi.

Fullyrða má að útgáfa þessa safnrits er mikið stórvirki. Leitað hefur verið fanga bæði í prentuðum og óprentuðum heimildum og gífurlega mikill fróðleikur dreginn saman. Frágangur er góður, prentvillur mjög fáar. Útgáfa Byggðasögunnar sýnir og sannar að Skagfirðingar eru enn sem fyrr í allrafremstu röð hérlendis, ef ekki fremstir, hvað varðar samantekt og framsetningu þjóðlegs fróðleiks. Sérstakar þakkir á Hjalti Pálsson skildar fyrir þá miklu og vönduðu vinnu sem hann hefur innt af hendi.

Björn Teitsson