Fyrri mynd
NŠsta mynd
Ok
Velkomin ß heimasÝ­u S÷gufÚlags Skagfir­inga. Vi­ notum vefk÷kur (e. cookies) til ■ess a­ bŠta upplifun ■Ýna og greina umfer­ um sÝ­una.
Me­ ■vÝ a­ nota vefsÝ­una sam■ykkir ■˙ notkun ß vefk÷kum og skilmßla okkar.
Open Menu Close Menu
 

Skagfirðingabók

Skagfirðingabók var upphaflega gefin út af nokkrum áhugamönnum um skagfirska sögu og í raun ótengt Sögufélagi Skagfirðinga. Þeir sem stóðu að útgáfu bókarinnar voru þeir tl_files/skagfirdingabok/sk1.jpgHannes Pétursson skáld, Kristmundur Bjarnason fræðimaður á Sjávarborg og Sigurjón Björnsson prófessor. Árið 1973 kom Ögmundur Helgason forstöðumaður Handritadeildar Landsbókasafns til liðs við þá félaga og árið 1975 varð veruleg breyting á ritstjórninni þegar Ögmundur varð ritstjóri og þeir Gísli Magnússon, Hjalti Pálsson og Sölvi Sveinsson tóku sæti í ritstjórn. Árið 1984 lét Ögmundur af ritstjórn og Sigurjón Páll Ísaksson gekk til liðs við hina ritnefndarmennina. Hefur sú skipan haldist óbreytt síðan.

Í upphafi var tilgangurinn með útgáfu Skagfirðingabókar að birta sögulegan fróðleik, persónusögu og sveita- og staðháttalýsingar og eins og segir í formála fyrstu bókarinnar, að varðveita frá gleymsku margvíslegan fróðleik um Skagafjörð og Skagfirðinga. Frá upphafi var því ætlunin að Skagfirðingabók yrði fyrst og fremst sagnfræðilegt rit og því ólíkt öðrum héraðsritum, sem fóru að koma út um svipað leyti, þar sem blandað var saman annálum líðandi stundar, bókmenntum og kveðskap við viðtöl og sögulega umfjöllun.

Skagfirðingabók kom út með sama sniði til ársins 2008, en þá var ákveðið að breyta formi bókarinnar að nokkru og binda í harðspjöld. Efnistök bókanna eru þó svipuð og áður.

Í ríflega 40 ára sögu Skagfirðingabókar hefur birst gríðarmikið efni úr skagfirskri sögu og víst að með útgáfu þessa rits hefur mörgu verið bjargað frá glatkistunni. Mikill fjöldi manna og kvenna hafa ritað greinar í ritið og hafa greinar í Skagfirðingabók snert flestar greinar sagnfræði og sögulegs fróðleiks.

Skagfirðingabók

Skagfirðingabók var upphaflega gefin út af nokkrum áhugamönnum um skagfirska sögu og í raun ótengt Sögufélagi Skagfirðinga. Þeir sem stóðu að útgáfu bókarinnar voru þeir tl_files/skagfirdingabok/sk1.jpgHannes Pétursson skáld, Kristmundur Bjarnason fræðimaður á Sjávarborg og Sigurjón Björnsson prófessor. Árið 1973 kom Ögmundur Helgason forstöðumaður Handritadeildar Landsbókasafns til liðs við þá félaga og árið 1975 varð veruleg breyting á ritstjórninni þegar Ögmundur varð ritstjóri og þeir Gísli Magnússon, Hjalti Pálsson og Sölvi Sveinsson tóku sæti í ritstjórn. Árið 1984 lét Ögmundur af ritstjórn og Sigurjón Páll Ísaksson gekk til liðs við hina ritnefndarmennina. Hefur sú skipan haldist óbreytt síðan.

Í upphafi var tilgangurinn með útgáfu Skagfirðingabókar að birta sögulegan fróðleik, persónusögu og sveita- og staðháttalýsingar og eins og segir í formála fyrstu bókarinnar, að varðveita frá gleymsku margvíslegan fróðleik um Skagafjörð og Skagfirðinga. Frá upphafi var því ætlunin að Skagfirðingabók yrði fyrst og fremst sagnfræðilegt rit og því ólíkt öðrum héraðsritum, sem fóru að koma út um svipað leyti, þar sem blandað var saman annálum líðandi stundar, bókmenntum og kveðskap við viðtöl og sögulega umfjöllun.

Skagfirðingabók kom út með sama sniði til ársins 2008, en þá var ákveðið að breyta formi bókarinnar að nokkru og binda í harðspjöld. Efnistök bókanna eru þó svipuð og áður.

Í ríflega 40 ára sögu Skagfirðingabókar hefur birst gríðarmikið efni úr skagfirskri sögu og víst að með útgáfu þessa rits hefur mörgu verið bjargað frá glatkistunni. Mikill fjöldi manna og kvenna hafa ritað greinar í ritið og hafa greinar í Skagfirðingabók snert flestar greinar sagnfræði og sögulegs fróðleiks.