Fyrri mynd
Nęsta mynd
Ok
Velkomin į heimasķšu Sögufélags Skagfiršinga. Viš notum vefkökur (e. cookies) til žess aš bęta upplifun žķna og greina umferš um sķšuna.
Meš žvķ aš nota vefsķšuna samžykkir žś notkun į vefkökum og skilmįla okkar.
Open Menu Close Menu
 
  1-20 af 20  
KlukkanDagsetningFrétt
07:48 02. apr. 2019  

Ný Skagfirðingabók komin út

Ný Skagfirðingabók hefur nú komið út. Er hún númer 39 í röðinni, en fyrsta bókin kom út árið 1966. Að vanda geymir bókin fjölbreytt efni um skagfirska sögu. Aðalgrein bókarinnar er um Símon Dalaskáld og Margréti Sigurðardóttur, konu hans.
22:46 29. jan. 2019  

Kristmundur Bjarnason 100 ára

Vel mætt í útgáfuhóf til heiðurs Kristmundar á Sjávarborg

Kristmundur Bjarnason 100 ára Héraðsfréttablaðið Feykir birti frásögn af útgáfuhófi vegna bókar Kristmundar Bjarnasonar fræðimanns á Sjávarborg og heiðursfélaga Sögufélags Skagfirðinga en hann er nú 100 ára og var útgáfuhófið haldið þann 12 janúar s.l. Er hér birt grein Páls Friðrikssonar ritstjóra. Athygli er vakin á því að hægt er að kaupa bók Kristmundar hjá forlaginu með því að senda tölvubréf á saga@skagafjordur.is. Verð bókarinnar er 5900 krónur með sendingarkostnaði. Einnig er hægt að kaupa bókina í bókabúðum.
00:22 06. jan. 2019  

Útgáfuhóf í Safnahúsi Skagfirðinga

Þann 10. janúar 2019 eru 100 ár liðin frá fæðingu Kristmundar Bjarnasonar rithöfundar og fræðimanns á Sjávarborg. Hann dvelur nú, og hefur gert síðustu árin, á Dvalarheimilinu á Sauðárkróki. Kristmundur er heiðursfélagi Sögufélags Skagfirðinga og í tilefni þessara tímamóta gefur félagið úr bernskuminningar hans frá Mælifelli, þar sem hann ólst upp.
12:13 23. des. 2018  

Jólakveðjur

Sögufélag Skagfirðinga sendir félagsmönnum sínum og velunnurum óskir um gleðilega jólahátíð og farsæld á nýju ári. Með þökkum fyrir liðin ár.
08:41 23. okt. 2018  

Aðalfundur Sögufélags Skagfirðinga

Aðalfundur Sögufélags Skagfirðinga fyrir árið 2017 var haldinn í Safnahúsinu á Sauðárkróki 22. október s.l. Bókhaldari félagsins, Kári Sveinsson. Las reikninga og skýrði þá. Þar kom fram að rúmlega 1.250.000 króna tap hefði orðið á rekstrinum sem skýrðist fyrst og fremst af því að á árinu kom engin bók út á vegum félagsins.
22:26 18. okt. 2018  

Aðalfundur Sögufélags Skagfirðinga

Aðalfundur Sögufélags Skagfirðinga verður haldinn í Safnahúsinu á Sauðárkróki mánudaginn 22. október kl 16.30.
18:34 11. apr. 2018  

Skagfirðingabók komin út

Ársrit Sögufélags Skagfirðinga, Skagfirðingabók 2018, er komin út. Að venju inniheldur bókin fjölbreyttar greinar um skagfirska sögu.
11:14 22. des. 2017  

Viðtal við ritstjóra Byggðasögu á Útvarpi Sögu

Markús Þórhallsson og Jóhann Kristjánsson í morgunútvarpi Útvarps Sögu tóku viðtal við Hjalta Pálsson, ritstjóra Byggðasögu Skagafjarðar.
21:53 16. des. 2017  

Viðtal við Hjalta Pálsson á N4

Marķa Björk Ingvadóttir į sjónvarpsstöšinni N4 tók nś nżveriš vištal viš Hjalta Pįlsson ritstjóra. Žar fjallar Hjalti um nżjasta bindi Byggšasögu Skagafjaršar. Hęgt er aš nįlgast vištališ hér

11:18 04. des. 2017  

Viðtal við ritstjóra Byggðasögu í Samfélaginu á Rás 1

Mánudaginn 27. nóvember sl. var Hjalti Pálsson ritstjóri Byggðasögu Skagafjarðar í viðtali hjá Leifi Haukssyni í Samfélaginu á Rás 1.
10:51 04. des. 2017  

Kynningarbæklingur um áttunda bindi Byggðasögu Skagafjarðar

Áttunda bindi Byggðasögu Skagafjarðar fjallar um Fellshrepp og Haganeshrepp, samtals 66 býli í Sléttuhlíð, Hrolleifsdal, Bökkum, Flókadal og Vestur-Fljótum, ásamt sveitarfélagslýsingum. Kynningarbækling um þetta nýja bindi má finna á rafrænu formi hér í fréttinni.
22:23 13. nóv. 2017  

Útgáfuhóf Byggðasögu

Laugardaginn 18. nóvember 2017, kl 14.00, verður haldið upp á útkomu 8. bindis Byggðasögu Skagafjarðar á Gistiheimilinu Gimbur að Reykjarhóli á Bökkum í Fljótum. Bókin fjallar um hinn gamla Fellshrepp og Haganeshrepp.
20:20 13. nóv. 2017  

Aðalfundur Sögufélags Skagfirðinga

Ašalfundur Sögufélags Skagfiršinga veršur haldinn į efri hęš ķ Safnahśsinu į Saušįrkróki 
föstudaginn 17. nóvember 2017 kl. hįlffimm, 16:30


Dagskrį:

Skżrsla formanns
Reikningar fyrir įriš 2016
Kosning tveggja manna ķ stjórn
Staša félagsins
Önnur mįl

21:44 11. okt. 2017  

Styttist í útkomu 8. bindis Byggðasögunnar

Śtgįfunefnd Byggšsögunnar hélt fund žann 5. október s.l. į heimili formanns śtgįfunefndar, Bjarna Maronssonar ķ Varmahlķš. Žar var fariš yfir stöšuna. Įttunda bindi Byggšasögunnar hefur veriš brotin um af Óla Erni Brynjarssyni hjį Nżprent į Saušįrkróki og er nś frįgengin til prentunar, var send til umbošsašila mįnudaginn 2. október. Hśn veršur 528 blašsķšur meš rśmlega 780 ljósmyndum, kortum og teikningum. Višfangsefniš er hinn gamli Fellshreppur og Haganeshreppur en vegna stęršar bókarinnar var įkvešiš aš geyma kaflana um verslunarstašinn Haganesvķk og Haganesbęina til nęsta bindis. Mun sį kafli žvķ verša meš Austur-Fljótunum. Hafin er vinna viš nķunda bindiš, um Austur-Fljótin, og er įętlaš aš sś bók komi śt eftir tvö įr, ž.e. haustiš 2019.

16:06 17. sep. 2017  

Áttunda bindi byggðasögunnar á leið í prentun

Žessa dagana er veriš aš ganga frį til prentunar įttunda bindi Byggšasögunnar sem mun fjalla um Fellshrepp hinn gamla og Haganeshrepp. Sķšustu vikur hafa prófarkalesarar, Hjördķs Gķsladóttir į Sleitustöšum og Gķsli Magnśsson frį Frostastöšum, veriš aš stöfum įsamt ritstjóranum. Žaš er Óli Arnar Brynjarsson hjį prentmišjunni Nżprent į Saušįrkróki sem brżtur bókina ķ sķšur og gengur frį texta og myndum en prentun veršur aš žessu sinni erlendis.  Bókin veršur rśmlega 500 blašsķšur aš stęrš og mun frįgangi vęntanlega ljśka sķšar ķ septembermįnuši. Er reiknaš meš aš hśn komi śt fyrri hlutann ķ nóvember.  Į mešfylgjandi mynd eru žeir Hjalti ritstjóri og Óli umbrotsmašur aš vinna viš leišréttingar.

14:00 13. ág. 2017  

Fornbýli við strönd Flókadalsvatns

Vinna við áttunda bindi Byggðasögu Skagafjarðar er nú vel á veg komin og stefnir að útkomu í byrjun nóvember 2017. Það fjallar um Fellshrepp og Haganeshrepp og verður rúmar 500 blaðsíður að stærð. Margt nýtt er þar dregið fram í dagsljósið, m.a. tilvist fornbýla sem lítt eða ekki var áður kunnugt um. Í júlímánuði s.l. var uppgötvað fornbýli í landi Barðs í Fljótum vestan í Akraásnum sunnarlega, við strönd Flókadalsvatnsins. Byggðasöguritari skoðaði þar þúfur og taldi sig sjá merki um fornan skála, e.t.v. frá landnámsöld, ásamt fleiri kofatóftum. Þessi fundur var rannsakaður nánar með fornleifaathugum þann 17. júlí 2017. Staðfesting fékkst þá á skála, um 21x7-8 m að utanmáli, rétt við gamlar og skýrar götur sem vitna um fyrrum alfaraleið meðfram vatninu til Reykjabæjanna og áfram inn í Flókadalinn. Greinileg merki voru um mannvist í tóftinni, gólflag og viðarkolaleifar víða. Hvergi fundust öskulög í eða við skálatóftina, nema í aðfluttu torfi í veggjum einhverrar byggingar sem virtist áföst norðan við sjálfan skálann. Þar fannst öskulagið frá 1104 í veggjatorfi sem sýnir að hún hafði verið hlaðin eftir 1104. Að öðru leyti tókst ekki að aldursgreina tóftina en ljóst að hún er mjög gömul. Útgangsdyr eru til vesturs og þar framan við brött brekka niður að vatninu. Tóftir smáhýsa voru á a.m.k. þremur stöðum skammt frá. Lækjarsytra finnst enn í gildragi um 40 m norðan við tóftina. Engar heimildir eru um bæ á þessum stað og þar af leiðandi ekkert nafn við að styðjast. En ljóst er að þarna hefur verið mannabústaður um eitthvert skeið, en trúlega ekki mjög lengi.
15:23 22. maí 2017  

Leitin að kirkjugarðinum á Gautastöðum

Žann 16. maķ s.l. fóru byggšasöguritarar įsamt fornleifafręšingi og landfręšingi ķ vettvangsferš aš Gautastöšum ķ Stķflu til aš kanna žar fornan kirkjugarš sem venjulega er rétt nešan fjöruboršs uppistöšulóns Stķfluvirkjunar Vatnsborš lónsins lękkar jafnan verulega į veturna svo aš garšstęšiš kemur upp į vorin žangaš til lóniš fyllist. Fariš var į gśmbįti yfir vatniš meš śtbśnaš en sumir gengu utan frį stķflunni um kķlómetra leiš. Gerš var tilraun aš finna grafir og stašfesta garšinn meš beinafundi en žaš tókst ekki ķ žessari tilraun vegna žess aš moldarlag yfirboršsins hefur allt žvegist burtu en undir grjótblandin leirskriša og tķmi var naumur til starfans. Varšveisla beina er trślega afar slęm žar sem garšurinn liggur löngum undir vatni og. Lķtiš eitt sįst žó af smįgeršu beinamusli. Samkvęmt vitnisburšum manna sem heima įttu į Gautastöšum er vitaš nįkvęmlega hvar garšurinn er og į malarkenndu yfirboršinu mį óljóst greina hringlaga garšinn og .grjótlögn kirkjugólfsins. 

09:26 18. maí 2017  

Afmæli Sögufélags og Héraðsskjalasafns

Fjölmenni á ráðstefnu í Miðgarði

Björn Björnsson fyrrverandi skólastjóri ritaði frétt í Morgunblaðið um afmælishátíð Sögufélags Skagfirðinga og Héraðsskjalasafns Skagfirðinga. Greinin er hér birt nokkuð stytt.
11:12 02. maí 2017  

Afmæli Sögufélags Skagfirðinga

Málþing í Miðgarði 7. maí

Í tilefni af stórafmæli Sögufélags Skagfirðinga, sem verður 80 ára, og Héraðsskjalasafns Skagfirðinga, sem verður 70 ára, verður haldið málþing í Miðgarði 7. maí n.k. klukkan 14. Málþingið ber yfirskriftina: Skagfirsk fræði í nútíð og fortíð. Dagskrá málþingsins skoða nánar með því að smella á myndina.
13:58 29. nóv. 2016  

Aðalfundur Sögufélags Skagfirðinga 2015

Aðalfundur Sögufélags Skagfirðinga fyrir árið 2015 var haldinn í Safnahúsinu á Sauðárkróki sunnudaginn 20. nóvember 2016. Í máli Hjalta Pálssonar formanns kom fram að hagnaður hefði orðið á bókaútgáfu félagsins á árinu 2015, bæði á Skagfirðingabók og bók Sölva Sveinssonar, Dagar handan við dægrin. Bókhaldari félagsins, Kári Sveinsson, las reikninga og skýrði þá. Kom þar fram að afkoma félagsins hefði verið góð á árinu og hagnaður orðið um 950 þúsund krónur.
   
  1-20 af 20  
KlukkanDagsetningFrétt
07:48 02. apr. 2019  

Ný Skagfirðingabók komin út

Ný Skagfirðingabók hefur nú komið út. Er hún númer 39 í röðinni, en fyrsta bókin kom út árið 1966. Að vanda geymir bókin fjölbreytt efni um skagfirska sögu. Aðalgrein bókarinnar er um Símon Dalaskáld og Margréti Sigurðardóttur, konu hans.
22:46 29. jan. 2019  

Kristmundur Bjarnason 100 ára

Vel mætt í útgáfuhóf til heiðurs Kristmundar á Sjávarborg

Kristmundur Bjarnason 100 ára Héraðsfréttablaðið Feykir birti frásögn af útgáfuhófi vegna bókar Kristmundar Bjarnasonar fræðimanns á Sjávarborg og heiðursfélaga Sögufélags Skagfirðinga en hann er nú 100 ára og var útgáfuhófið haldið þann 12 janúar s.l. Er hér birt grein Páls Friðrikssonar ritstjóra. Athygli er vakin á því að hægt er að kaupa bók Kristmundar hjá forlaginu með því að senda tölvubréf á saga@skagafjordur.is. Verð bókarinnar er 5900 krónur með sendingarkostnaði. Einnig er hægt að kaupa bókina í bókabúðum.
00:22 06. jan. 2019  

Útgáfuhóf í Safnahúsi Skagfirðinga

Þann 10. janúar 2019 eru 100 ár liðin frá fæðingu Kristmundar Bjarnasonar rithöfundar og fræðimanns á Sjávarborg. Hann dvelur nú, og hefur gert síðustu árin, á Dvalarheimilinu á Sauðárkróki. Kristmundur er heiðursfélagi Sögufélags Skagfirðinga og í tilefni þessara tímamóta gefur félagið úr bernskuminningar hans frá Mælifelli, þar sem hann ólst upp.
12:13 23. des. 2018  

Jólakveðjur

Sögufélag Skagfirðinga sendir félagsmönnum sínum og velunnurum óskir um gleðilega jólahátíð og farsæld á nýju ári. Með þökkum fyrir liðin ár.
08:41 23. okt. 2018  

Aðalfundur Sögufélags Skagfirðinga

Aðalfundur Sögufélags Skagfirðinga fyrir árið 2017 var haldinn í Safnahúsinu á Sauðárkróki 22. október s.l. Bókhaldari félagsins, Kári Sveinsson. Las reikninga og skýrði þá. Þar kom fram að rúmlega 1.250.000 króna tap hefði orðið á rekstrinum sem skýrðist fyrst og fremst af því að á árinu kom engin bók út á vegum félagsins.
22:26 18. okt. 2018  

Aðalfundur Sögufélags Skagfirðinga

Aðalfundur Sögufélags Skagfirðinga verður haldinn í Safnahúsinu á Sauðárkróki mánudaginn 22. október kl 16.30.
18:34 11. apr. 2018  

Skagfirðingabók komin út

Ársrit Sögufélags Skagfirðinga, Skagfirðingabók 2018, er komin út. Að venju inniheldur bókin fjölbreyttar greinar um skagfirska sögu.
11:14 22. des. 2017  

Viðtal við ritstjóra Byggðasögu á Útvarpi Sögu

Markús Þórhallsson og Jóhann Kristjánsson í morgunútvarpi Útvarps Sögu tóku viðtal við Hjalta Pálsson, ritstjóra Byggðasögu Skagafjarðar.
21:53 16. des. 2017  

Viðtal við Hjalta Pálsson á N4

Marķa Björk Ingvadóttir į sjónvarpsstöšinni N4 tók nś nżveriš vištal viš Hjalta Pįlsson ritstjóra. Žar fjallar Hjalti um nżjasta bindi Byggšasögu Skagafjaršar. Hęgt er aš nįlgast vištališ hér

11:18 04. des. 2017  

Viðtal við ritstjóra Byggðasögu í Samfélaginu á Rás 1

Mánudaginn 27. nóvember sl. var Hjalti Pálsson ritstjóri Byggðasögu Skagafjarðar í viðtali hjá Leifi Haukssyni í Samfélaginu á Rás 1.
10:51 04. des. 2017  

Kynningarbæklingur um áttunda bindi Byggðasögu Skagafjarðar

Áttunda bindi Byggðasögu Skagafjarðar fjallar um Fellshrepp og Haganeshrepp, samtals 66 býli í Sléttuhlíð, Hrolleifsdal, Bökkum, Flókadal og Vestur-Fljótum, ásamt sveitarfélagslýsingum. Kynningarbækling um þetta nýja bindi má finna á rafrænu formi hér í fréttinni.
22:23 13. nóv. 2017  

Útgáfuhóf Byggðasögu

Laugardaginn 18. nóvember 2017, kl 14.00, verður haldið upp á útkomu 8. bindis Byggðasögu Skagafjarðar á Gistiheimilinu Gimbur að Reykjarhóli á Bökkum í Fljótum. Bókin fjallar um hinn gamla Fellshrepp og Haganeshrepp.
20:20 13. nóv. 2017  

Aðalfundur Sögufélags Skagfirðinga

Ašalfundur Sögufélags Skagfiršinga veršur haldinn į efri hęš ķ Safnahśsinu į Saušįrkróki 
föstudaginn 17. nóvember 2017 kl. hįlffimm, 16:30


Dagskrį:

Skżrsla formanns
Reikningar fyrir įriš 2016
Kosning tveggja manna ķ stjórn
Staša félagsins
Önnur mįl

21:44 11. okt. 2017  

Styttist í útkomu 8. bindis Byggðasögunnar

Śtgįfunefnd Byggšsögunnar hélt fund žann 5. október s.l. į heimili formanns śtgįfunefndar, Bjarna Maronssonar ķ Varmahlķš. Žar var fariš yfir stöšuna. Įttunda bindi Byggšasögunnar hefur veriš brotin um af Óla Erni Brynjarssyni hjį Nżprent į Saušįrkróki og er nś frįgengin til prentunar, var send til umbošsašila mįnudaginn 2. október. Hśn veršur 528 blašsķšur meš rśmlega 780 ljósmyndum, kortum og teikningum. Višfangsefniš er hinn gamli Fellshreppur og Haganeshreppur en vegna stęršar bókarinnar var įkvešiš aš geyma kaflana um verslunarstašinn Haganesvķk og Haganesbęina til nęsta bindis. Mun sį kafli žvķ verša meš Austur-Fljótunum. Hafin er vinna viš nķunda bindiš, um Austur-Fljótin, og er įętlaš aš sś bók komi śt eftir tvö įr, ž.e. haustiš 2019.

16:06 17. sep. 2017  

Áttunda bindi byggðasögunnar á leið í prentun

Žessa dagana er veriš aš ganga frį til prentunar įttunda bindi Byggšasögunnar sem mun fjalla um Fellshrepp hinn gamla og Haganeshrepp. Sķšustu vikur hafa prófarkalesarar, Hjördķs Gķsladóttir į Sleitustöšum og Gķsli Magnśsson frį Frostastöšum, veriš aš stöfum įsamt ritstjóranum. Žaš er Óli Arnar Brynjarsson hjį prentmišjunni Nżprent į Saušįrkróki sem brżtur bókina ķ sķšur og gengur frį texta og myndum en prentun veršur aš žessu sinni erlendis.  Bókin veršur rśmlega 500 blašsķšur aš stęrš og mun frįgangi vęntanlega ljśka sķšar ķ septembermįnuši. Er reiknaš meš aš hśn komi śt fyrri hlutann ķ nóvember.  Į mešfylgjandi mynd eru žeir Hjalti ritstjóri og Óli umbrotsmašur aš vinna viš leišréttingar.

14:00 13. ág. 2017  

Fornbýli við strönd Flókadalsvatns

Vinna við áttunda bindi Byggðasögu Skagafjarðar er nú vel á veg komin og stefnir að útkomu í byrjun nóvember 2017. Það fjallar um Fellshrepp og Haganeshrepp og verður rúmar 500 blaðsíður að stærð. Margt nýtt er þar dregið fram í dagsljósið, m.a. tilvist fornbýla sem lítt eða ekki var áður kunnugt um. Í júlímánuði s.l. var uppgötvað fornbýli í landi Barðs í Fljótum vestan í Akraásnum sunnarlega, við strönd Flókadalsvatnsins. Byggðasöguritari skoðaði þar þúfur og taldi sig sjá merki um fornan skála, e.t.v. frá landnámsöld, ásamt fleiri kofatóftum. Þessi fundur var rannsakaður nánar með fornleifaathugum þann 17. júlí 2017. Staðfesting fékkst þá á skála, um 21x7-8 m að utanmáli, rétt við gamlar og skýrar götur sem vitna um fyrrum alfaraleið meðfram vatninu til Reykjabæjanna og áfram inn í Flókadalinn. Greinileg merki voru um mannvist í tóftinni, gólflag og viðarkolaleifar víða. Hvergi fundust öskulög í eða við skálatóftina, nema í aðfluttu torfi í veggjum einhverrar byggingar sem virtist áföst norðan við sjálfan skálann. Þar fannst öskulagið frá 1104 í veggjatorfi sem sýnir að hún hafði verið hlaðin eftir 1104. Að öðru leyti tókst ekki að aldursgreina tóftina en ljóst að hún er mjög gömul. Útgangsdyr eru til vesturs og þar framan við brött brekka niður að vatninu. Tóftir smáhýsa voru á a.m.k. þremur stöðum skammt frá. Lækjarsytra finnst enn í gildragi um 40 m norðan við tóftina. Engar heimildir eru um bæ á þessum stað og þar af leiðandi ekkert nafn við að styðjast. En ljóst er að þarna hefur verið mannabústaður um eitthvert skeið, en trúlega ekki mjög lengi.
15:23 22. maí 2017  

Leitin að kirkjugarðinum á Gautastöðum

Žann 16. maķ s.l. fóru byggšasöguritarar įsamt fornleifafręšingi og landfręšingi ķ vettvangsferš aš Gautastöšum ķ Stķflu til aš kanna žar fornan kirkjugarš sem venjulega er rétt nešan fjöruboršs uppistöšulóns Stķfluvirkjunar Vatnsborš lónsins lękkar jafnan verulega į veturna svo aš garšstęšiš kemur upp į vorin žangaš til lóniš fyllist. Fariš var į gśmbįti yfir vatniš meš śtbśnaš en sumir gengu utan frį stķflunni um kķlómetra leiš. Gerš var tilraun aš finna grafir og stašfesta garšinn meš beinafundi en žaš tókst ekki ķ žessari tilraun vegna žess aš moldarlag yfirboršsins hefur allt žvegist burtu en undir grjótblandin leirskriša og tķmi var naumur til starfans. Varšveisla beina er trślega afar slęm žar sem garšurinn liggur löngum undir vatni og. Lķtiš eitt sįst žó af smįgeršu beinamusli. Samkvęmt vitnisburšum manna sem heima įttu į Gautastöšum er vitaš nįkvęmlega hvar garšurinn er og į malarkenndu yfirboršinu mį óljóst greina hringlaga garšinn og .grjótlögn kirkjugólfsins. 

09:26 18. maí 2017  

Afmæli Sögufélags og Héraðsskjalasafns

Fjölmenni á ráðstefnu í Miðgarði

Björn Björnsson fyrrverandi skólastjóri ritaði frétt í Morgunblaðið um afmælishátíð Sögufélags Skagfirðinga og Héraðsskjalasafns Skagfirðinga. Greinin er hér birt nokkuð stytt.
11:12 02. maí 2017  

Afmæli Sögufélags Skagfirðinga

Málþing í Miðgarði 7. maí

Í tilefni af stórafmæli Sögufélags Skagfirðinga, sem verður 80 ára, og Héraðsskjalasafns Skagfirðinga, sem verður 70 ára, verður haldið málþing í Miðgarði 7. maí n.k. klukkan 14. Málþingið ber yfirskriftina: Skagfirsk fræði í nútíð og fortíð. Dagskrá málþingsins skoða nánar með því að smella á myndina.
13:58 29. nóv. 2016  

Aðalfundur Sögufélags Skagfirðinga 2015

Aðalfundur Sögufélags Skagfirðinga fyrir árið 2015 var haldinn í Safnahúsinu á Sauðárkróki sunnudaginn 20. nóvember 2016. Í máli Hjalta Pálssonar formanns kom fram að hagnaður hefði orðið á bókaútgáfu félagsins á árinu 2015, bæði á Skagfirðingabók og bók Sölva Sveinssonar, Dagar handan við dægrin. Bókhaldari félagsins, Kári Sveinsson, las reikninga og skýrði þá. Kom þar fram að afkoma félagsins hefði verið góð á árinu og hagnaður orðið um 950 þúsund krónur.