Fyrri mynd
Nsta mynd
Ok
Velkomin heimasu Sguflags Skagfiringa. Vi notum vefkkur (e. cookies) til ess a bta upplifun na og greina umfer um suna.
Me v a nota vefsuna samykkir notkun vefkkum og skilmla okkar.
Open Menu Close Menu
 
Skál. Kristmundur Bjarnason 100 ára. Ljósm. Ásta Karen Jónsdóttir.
Skál. Kristmundur Bjarnason 100 ára. Ljósm. Ásta Karen Jónsdóttir.
Sölvi Sveinsson, Unnar Rafn Ingvarsson og Kristján B. Jónasson voru meðal þeirra sem fluttu erindi á útgáfuhófinu. Ljósm. P.F.
Sölvi Sveinsson, Unnar Rafn Ingvarsson og Kristján B. Jónasson voru meðal þeirra sem fluttu erindi á útgáfuhófinu. Ljósm. P.F.
Bjarni Har. og Svavar í Lyngholti ræða málin yfir pönnuköku. Ljósm. P.F.
Bjarni Har. og Svavar í Lyngholti ræða málin yfir pönnuköku. Ljósm. P.F.
Gestir fjölmenntu í Safnahúsið. Ljósm. P.F.
Gestir fjölmenntu í Safnahúsið. Ljósm. P.F.
Ingvar Gýgjar og Gústi Guðmunds ræða málin. Ljósm. P.F.
Ingvar Gýgjar og Gústi Guðmunds ræða málin. Ljósm. P.F.
Frttir - 29. janúar 2019 - 22:46

Kristmundur Bjarnason 100 ára

Vel mætt í útgáfuhóf til heiðurs Kristmundar á Sjávarborg

Í tilefni af 100 ára afmæli Kristmundar Bjarnasonar, rithöfundar og fræðimanns á Sjávarborg, var haldin samkoma í Safnahúsinu á Sauðárkróki sem einnig var útgáfuhóf vegna bókarinnar Í barnsminni sem Kristmundur ritaði á árunum 2005-2006. Yfir 100 manns mættu og fylltu sal bókasafnsins.

 

Hjalti Pálsson, formaður Sögufélags Skagfirðinga, var ánægður með mætinguna og sagði að vel hafi tekist til. „Ég held að fólki  hafi líkað þetta vel. Mjög ánægjulegt, þótt Kristmundur hafi ekki getað verið með heilsu sinnar vegna.“ Það er Sögufélagið sem gefur bókina út og var hún seld á staðnum en hún er nærri 240 blaðsíður og prýdd fjölda mynda. Sólborg Una Pálsdóttir, héraðsskjalavörður, setti dagskrá og stýrði.

Hjalti og Kristmundur störfuðu lengi undir sama þaki í safnahúsinu og sagði Hjalti frá þeirra samskiptum og æviferli Kristmundar sem þjóðkunnugs rithöfundar og fræðimanns. Fram kom að Kristmundur, sem fæddur var á Reykjum í Tungusveit, hafi nokkurra mánaða gamall verið tekin í fóstur að Mælifelli til Önnu Grímsdóttur Thorarensen og séra Tryggva Kvaran. Það hefur líklega stuðlað að og fært honum aðgang að bókum og menntun. Hjalti sagði frá því að Kristmundur hefði verið um 85 ára gamall þegar hann lauk við bókina og ákveðið að gefa barnabörnum sínum, sem eru níu talsins, handritið.

Unnar Ingvarsson, fyrrverandi héraðsskjalavörður sagði frá kynnum og samskiptum við Kristmund sem voru æði skemmtileg á stundum. Sagði Unnar frá alls konar prófunum og verkefnum sem Kristmundur lagði fyrir hann oft með uppfræðslulegum tilgangi sem jafnvel hefði skilað einhverjum árangri.

Kristján B. Jónasson talaði um bókmennta- og fræðistörf Kristmundar og þá sérstaklega rithöfundinn Kristmund. Hann grunaði að sagnfræðin hafi verið jafnvel verið tilefnið til að skrifa þar sem hann var sá vettvangur sem hann hafði til þess að vera rithöfundur. Enda kemur það fram í minningabók hans að raunverulegt markmið hafi verið í æsku að að verða skáld og rithöfundur. Það rættist og varð Kristmundur afkastamikill í þeim geira.

Sölvi Sveinsson kynnti bókina og las upp úr henni og kom þar vel fram færni rithöfundarins á íslensku máli og lifandi og skemmtilegum frásagnarstíl. Óhætt er að hvetja alla unnendur góðra frásagna að eignast bókina því hægt er að lofa skemmtilegum stundum við lestur hennar.

Á eftir upplestri var öllum viðstöddum boðið upp á kaffi, kleinur og pönnukökur að hætti skáldsins.

Áður birt í Feyki/PF

Skál. Kristmundur Bjarnason 100 ára. Ljósm. Ásta Karen Jónsdóttir.
Skál. Kristmundur Bjarnason 100 ára. Ljósm. Ásta Karen Jónsdóttir.
Sölvi Sveinsson, Unnar Rafn Ingvarsson og Kristján B. Jónasson voru meðal þeirra sem fluttu erindi á útgáfuhófinu. Ljósm. P.F.
Sölvi Sveinsson, Unnar Rafn Ingvarsson og Kristján B. Jónasson voru meðal þeirra sem fluttu erindi á útgáfuhófinu. Ljósm. P.F.
Bjarni Har. og Svavar í Lyngholti ræða málin yfir pönnuköku. Ljósm. P.F.
Bjarni Har. og Svavar í Lyngholti ræða málin yfir pönnuköku. Ljósm. P.F.
Gestir fjölmenntu í Safnahúsið. Ljósm. P.F.
Gestir fjölmenntu í Safnahúsið. Ljósm. P.F.
Ingvar Gýgjar og Gústi Guðmunds ræða málin. Ljósm. P.F.
Ingvar Gýgjar og Gústi Guðmunds ræða málin. Ljósm. P.F.
Frttir - 29. janúar 2019 - 22:46

Kristmundur Bjarnason 100 ára

Vel mætt í útgáfuhóf til heiðurs Kristmundar á Sjávarborg

Í tilefni af 100 ára afmæli Kristmundar Bjarnasonar, rithöfundar og fræðimanns á Sjávarborg, var haldin samkoma í Safnahúsinu á Sauðárkróki sem einnig var útgáfuhóf vegna bókarinnar Í barnsminni sem Kristmundur ritaði á árunum 2005-2006. Yfir 100 manns mættu og fylltu sal bókasafnsins.

 

Hjalti Pálsson, formaður Sögufélags Skagfirðinga, var ánægður með mætinguna og sagði að vel hafi tekist til. „Ég held að fólki  hafi líkað þetta vel. Mjög ánægjulegt, þótt Kristmundur hafi ekki getað verið með heilsu sinnar vegna.“ Það er Sögufélagið sem gefur bókina út og var hún seld á staðnum en hún er nærri 240 blaðsíður og prýdd fjölda mynda. Sólborg Una Pálsdóttir, héraðsskjalavörður, setti dagskrá og stýrði.

Hjalti og Kristmundur störfuðu lengi undir sama þaki í safnahúsinu og sagði Hjalti frá þeirra samskiptum og æviferli Kristmundar sem þjóðkunnugs rithöfundar og fræðimanns. Fram kom að Kristmundur, sem fæddur var á Reykjum í Tungusveit, hafi nokkurra mánaða gamall verið tekin í fóstur að Mælifelli til Önnu Grímsdóttur Thorarensen og séra Tryggva Kvaran. Það hefur líklega stuðlað að og fært honum aðgang að bókum og menntun. Hjalti sagði frá því að Kristmundur hefði verið um 85 ára gamall þegar hann lauk við bókina og ákveðið að gefa barnabörnum sínum, sem eru níu talsins, handritið.

Unnar Ingvarsson, fyrrverandi héraðsskjalavörður sagði frá kynnum og samskiptum við Kristmund sem voru æði skemmtileg á stundum. Sagði Unnar frá alls konar prófunum og verkefnum sem Kristmundur lagði fyrir hann oft með uppfræðslulegum tilgangi sem jafnvel hefði skilað einhverjum árangri.

Kristján B. Jónasson talaði um bókmennta- og fræðistörf Kristmundar og þá sérstaklega rithöfundinn Kristmund. Hann grunaði að sagnfræðin hafi verið jafnvel verið tilefnið til að skrifa þar sem hann var sá vettvangur sem hann hafði til þess að vera rithöfundur. Enda kemur það fram í minningabók hans að raunverulegt markmið hafi verið í æsku að að verða skáld og rithöfundur. Það rættist og varð Kristmundur afkastamikill í þeim geira.

Sölvi Sveinsson kynnti bókina og las upp úr henni og kom þar vel fram færni rithöfundarins á íslensku máli og lifandi og skemmtilegum frásagnarstíl. Óhætt er að hvetja alla unnendur góðra frásagna að eignast bókina því hægt er að lofa skemmtilegum stundum við lestur hennar.

Á eftir upplestri var öllum viðstöddum boðið upp á kaffi, kleinur og pönnukökur að hætti skáldsins.

Áður birt í Feyki/PF