Fyrri mynd
Nsta mynd
Ok
Velkomin heimasu Sguflags Skagfiringa. Vi notum vefkkur (e. cookies) til ess a bta upplifun na og greina umfer um suna.
Me v a nota vefsuna samykkir notkun vefkkum og skilmla okkar.
Open Menu Close Menu
 
Frttir - 27. október 2019 - 17:58

Aðalfundur Sögufélags 2018

Aðalfundur Sögufélags Skagfirðinga fyrir árið 2018 var haldinn í Safnahúsinu á Sauðárkróki 24. október 2019. Formaður félagsins, Hjalti Pálsson, rakti starfsemina 2018. Í máli hans kom fram að félagið hefði aðeins gefið út eitt rit á árinu Skagfirðingabók nr. 38. Nokkuð var unnið að undirbúningi til útgáfu æviskráa tímabilsins 1910-1950 en ekkert ákveðið með útgáfu þeirra. Formaður minntist tveggja manna sem létust á árinu og höfðu lengi unnið fyrir félagið, þeirra Gísla Magnússonar kennara frá Frostastöðum, sem var í útgáfunefnd Skagfirðingabókar á árabilinu 1975-2017, og Guðmundar Sigurðar Jóhannssonar ættfræðings sem vann á árunum 1982-1999 með nokkrum hléum að ritun æviskráa frá tímabilinu 1850-1890 og skrifaði um það bil 950 æviskrárþætti í 2.-7. bindi þess bókaflokks.

            Reikningar ársins 2018 voru lagðir fram og samþykktir. Hagnaður af rekstri félagsins var aðeins tæpar 100 þúsund krónur en staðan þó góðu horfi því að félagið á talsvert handbært fé í sjóði, auk bókalagers. Bókhaldsþjónusta KOM á Sauðárkróki heldur utan um bókhald félagsins.

            Að lokum var nokkuð rætt um stöðu félagsins og næstu verkefni. Á yfirstandandi ári verða þrjár útgáfubækur. Bernskuminningar Kristmundar Bjarnasonar, Í barnsminni, komu út í janúar s.l. og Skagfirðingabók nr. 39 kom í apríl. Níunda bindi Byggðasögu Skagafjarðar, um Austur-Fljótin, eða Holtshrepp inn gamla, er farið til prentunar og væntanlegt seinni hlutann í nóvember. Farið er að undirbúa næstu Skagfirðingabók nr. 40 sem kemur á árinu 2020 og einnig verður unnið áfram að frágangi æviskrárþátta en útgáfa ekki ákveðin. Útgáfa lokabindis Byggðasögu Skagafjarðar, hins tíunda í röðinni, er áætluð haustið 2021.

            Tveir áttu að ganga úr stjórn en voru kjörnir til áframhaldandi setu. Hana skipa nú: Hjalti Pálsson formaður, meðstjórnendur Kristín Jónsdóttir, Sigfús Ingi Sigfússon, Sigríður Sigurðardóttir og Unnar Ingvarsson.

Frttir - 27. október 2019 - 17:58

Aðalfundur Sögufélags 2018

Aðalfundur Sögufélags Skagfirðinga fyrir árið 2018 var haldinn í Safnahúsinu á Sauðárkróki 24. október 2019. Formaður félagsins, Hjalti Pálsson, rakti starfsemina 2018. Í máli hans kom fram að félagið hefði aðeins gefið út eitt rit á árinu Skagfirðingabók nr. 38. Nokkuð var unnið að undirbúningi til útgáfu æviskráa tímabilsins 1910-1950 en ekkert ákveðið með útgáfu þeirra. Formaður minntist tveggja manna sem létust á árinu og höfðu lengi unnið fyrir félagið, þeirra Gísla Magnússonar kennara frá Frostastöðum, sem var í útgáfunefnd Skagfirðingabókar á árabilinu 1975-2017, og Guðmundar Sigurðar Jóhannssonar ættfræðings sem vann á árunum 1982-1999 með nokkrum hléum að ritun æviskráa frá tímabilinu 1850-1890 og skrifaði um það bil 950 æviskrárþætti í 2.-7. bindi þess bókaflokks.

            Reikningar ársins 2018 voru lagðir fram og samþykktir. Hagnaður af rekstri félagsins var aðeins tæpar 100 þúsund krónur en staðan þó góðu horfi því að félagið á talsvert handbært fé í sjóði, auk bókalagers. Bókhaldsþjónusta KOM á Sauðárkróki heldur utan um bókhald félagsins.

            Að lokum var nokkuð rætt um stöðu félagsins og næstu verkefni. Á yfirstandandi ári verða þrjár útgáfubækur. Bernskuminningar Kristmundar Bjarnasonar, Í barnsminni, komu út í janúar s.l. og Skagfirðingabók nr. 39 kom í apríl. Níunda bindi Byggðasögu Skagafjarðar, um Austur-Fljótin, eða Holtshrepp inn gamla, er farið til prentunar og væntanlegt seinni hlutann í nóvember. Farið er að undirbúa næstu Skagfirðingabók nr. 40 sem kemur á árinu 2020 og einnig verður unnið áfram að frágangi æviskrárþátta en útgáfa ekki ákveðin. Útgáfa lokabindis Byggðasögu Skagafjarðar, hins tíunda í röðinni, er áætluð haustið 2021.

            Tveir áttu að ganga úr stjórn en voru kjörnir til áframhaldandi setu. Hana skipa nú: Hjalti Pálsson formaður, meðstjórnendur Kristín Jónsdóttir, Sigfús Ingi Sigfússon, Sigríður Sigurðardóttir og Unnar Ingvarsson.