Fyrri mynd
Nsta mynd
Ok
Velkomin heimasu Sguflags Skagfiringa. Vi notum vefkkur (e. cookies) til ess a bta upplifun na og greina umfer um suna.
Me v a nota vefsuna samykkir notkun vefkkum og skilmla okkar.
Open Menu Close Menu
 
Ævisaga Eyþórs Stefánssonar
Ævisaga Eyþórs Stefánssonar
Frttir - 09. ágúst 2021 - 14:11

Ævisaga Eyþórs Stefánssonar

Komin er úr prentun Ævisaga Eyþórs Stefánssonar tónskálds á Sauðárkróki sem Sölvi Sveinsson hefur tekið saman eftir mörgum heimildum og Sögufélag Skagfirðinga gefur út. Dreifing bókarinnar mun þó ekki hefjast fyrr en kringum mánaðamótin ágúst/september. Stefnt er að útgáfuhófi á Sauðárkróki síðustu helgina í ágúst ef ástand leyfir í þjóðfélaginu. Félagsmönnum verður sent bréf og tilkynning um bókina. Á meðfylgjandi kápusíðu má sjá nánari upplýsingar um hana.
Af öðrum vettvangi félagsins er það helst að nú er unnið að setningu og lokafrágangi Byggðasögu Skagafjarðar sem áætlað er að komi út í lok október 2021. Þar verður fjallað um kauptúnin þrjú í Skagafirði. Haganesvík, Hofsós og Grafarós, auk jarðanna sem fylgdu Hofsóshreppi og eyjarnar Málmey og Drangey. Samtals rúmlega 300 blaðsíður í máli og myndum. Auk þess eru leiðréttingar, viðbætur og ýmsar skrár, m.a. nákvæm skrá yfir alla ábúendur jarða í Skagafirði í 240 ár, frá 1781-2021.
Skagfirðingabók kemur ekki út á þessu ári vegna þess að tími gafst ekki til að sinna því verkefni en stefnt er að útkomu hennar síðvetrar 2022 og verður það 41. hefti bókarinnar. 
Útgáfa Skagfirskra æviskrá hefur legið í láginni í mörg ár, en vænst er næsta bindi líti dagsins ljós haustið 2022. Verður það níunda bókin í flokknum frá tímabilinu 1910-1950.

 

Ævisaga Eyþórs Stefánssonar
Ævisaga Eyþórs Stefánssonar
Frttir - 09. ágúst 2021 - 14:11

Ævisaga Eyþórs Stefánssonar

Komin er úr prentun Ævisaga Eyþórs Stefánssonar tónskálds á Sauðárkróki sem Sölvi Sveinsson hefur tekið saman eftir mörgum heimildum og Sögufélag Skagfirðinga gefur út. Dreifing bókarinnar mun þó ekki hefjast fyrr en kringum mánaðamótin ágúst/september. Stefnt er að útgáfuhófi á Sauðárkróki síðustu helgina í ágúst ef ástand leyfir í þjóðfélaginu. Félagsmönnum verður sent bréf og tilkynning um bókina. Á meðfylgjandi kápusíðu má sjá nánari upplýsingar um hana.
Af öðrum vettvangi félagsins er það helst að nú er unnið að setningu og lokafrágangi Byggðasögu Skagafjarðar sem áætlað er að komi út í lok október 2021. Þar verður fjallað um kauptúnin þrjú í Skagafirði. Haganesvík, Hofsós og Grafarós, auk jarðanna sem fylgdu Hofsóshreppi og eyjarnar Málmey og Drangey. Samtals rúmlega 300 blaðsíður í máli og myndum. Auk þess eru leiðréttingar, viðbætur og ýmsar skrár, m.a. nákvæm skrá yfir alla ábúendur jarða í Skagafirði í 240 ár, frá 1781-2021.
Skagfirðingabók kemur ekki út á þessu ári vegna þess að tími gafst ekki til að sinna því verkefni en stefnt er að útkomu hennar síðvetrar 2022 og verður það 41. hefti bókarinnar. 
Útgáfa Skagfirskra æviskrá hefur legið í láginni í mörg ár, en vænst er næsta bindi líti dagsins ljós haustið 2022. Verður það níunda bókin í flokknum frá tímabilinu 1910-1950.