Fyrri mynd
Nsta mynd
Ok
Velkomin heimasu Sguflags Skagfiringa. Vi notum vefkkur (e. cookies) til ess a bta upplifun na og greina umfer um suna.
Me v a nota vefsuna samykkir notkun vefkkum og skilmla okkar.
Open Menu Close Menu
 
Frttir - 24. október 2021 - 16:23

Síðasta bindi Byggðasögu Skagafjarðar farið í prent

Hver staður hefur sinn sjarma og sín sérkenni, segir Hjalti Pálsson

Stór tímamót urðu sl. mánudag er lokahönd var lagt á 10. bindi Byggðasögu Skagafjarðar, sem jafnframt er það síðasta í ritröð þessa viðamikla og metnaðarfulla verkefni sem Hjalti Pálsson hefur stýrt allt frá upphafi, og bíður þess nú að verða prentað. Lokaritið fjallar m.a. um kauptúnin þrjú í austanverðum Skagafirði, Grafarós, Hofsós og Haganesvík. Reiknað er með að bókin komi úr prentun um miðjan nóvember.

 

„Þar með er lokið 26 ára vegferð og það er skemmtilegt, og alger tilviljun, að það síðasta sem ég geng frá er formálinn að þessu síðasta bindi, sem jafnframt er smá yfirlit yfir allt verkið, en hann er dagsettur 1. október 2021 en ég sé það að ég var ráðinn og tók til starfa 1. október 1995. Þetta var ekki úthugsað,“ segir Hjalti þegar Feykir sat fyrir honum í Nýprenti, þar sem bókin var sett upp. 

Hann segir að nú séu kauptúnin þrjú í austanverðum Skagafirði loks tekin fyrir en ekki hafi verið pláss þegar þess svæði voru tekin fyrir. 

„Þegar maður tók héraðið kerfisbundið í bókunum þá varð ég að sleppa Hofsósi, það var ekki pláss með Hofshreppi, sem var kannski eðlilegt og þetta skipaðist þannig að Hofsós varð eftir, Haganesvíkin og Haganesvíkurjarðirnar einnig, vegna þess að ég hafði ekki pláss fyrir þær með Fljótabókunum. Þær hefðu orðið allt of stórar bækurnar. Þannig að núna var þetta tekið, kauptúnin þrjú í austanverðum Skagafirði, Grafarós, Hofsós og Haganesvík. Auk þessara þriggja staða eru kaflar um Drangey og Málmey og smájarðirnar sem fylgdu Hofsóshreppi.“

Aðspurður hvort eitthvað standa upp úr eftir að hafa ritað um öll helstu svæði héraðsins segist hann ekki geta svarað því að lítt hugsuðu máli. „Það er einhvern veginn svo skemmtilegt með það að mér finnst alltaf áhugaverðast það svæði sem ég er að vinna að á hverjum tíma og tek því ekkert svæði fram yfir annað. Meira að segja Hjaltadalur, sem ég tel mér einna kærastur og er alin þar upp. Það var ekki öðruvísi tilfinning að vinna hann en aðrar sveitir og ég held að það hafi verið mjög gott að hafa þá tilfinningu. Hver staður hefur sinn sjarma og sín sérkenni sem maður reynir að vinna úr,“ segir Hjalti.

Hann telur það forréttindi að hafa fengið tækifæri til að vinna þetta verk og fullyrðir að hann hefði ekki haldið út allan þennan tíma ef ekki væri fyrir áhuga á efninu. „Þetta er búið að taka mikla orku frá manni, og ég sé ekki eftir því. Ég hef vonir til þess að þetta muni nýtast samfélaginu, og ég veit að það mun gera það, og fólki líkar almennt við þetta verk. Það er mikils virði að vinna verk sem maður veit að fólki líkar við,“ útskýrir Hjalti.

Dularfullir atburðir í Fljótum

Eins og þeir vita sem flett hafa í Byggðasögunni eru margar sagnir af undarlegum atburðum, draugum og huldufólki vítt og breitt um héraðið og því liggur beinast við að spyrja hvort hann hafi ekki sjálfur upplifað eitthvað yfirnáttúrulegt við skrifin.

 

„Ef við tölum um eitthvað dularfullt þá tel ég mig vera alls ónæman. Það hefur samt verið sagt við mig að ég sé næmari en ég haldi og það er tilfellið að það er oft eins og einhver sé að pota í bakið á mér. Ég fæ stundum hugdettu um að eitthvað sem ég hef verið að skrifa sé kannski ekki rétt, og það hefur býsna oft komið fyrir, og eftir nánari eftirgrennslan kemur svo í ljós að það er ekki rétt. Það er eins og einhver sé að ýta við mér. Ég hef lagt mikið á mig til að finna fornbýli, sel og mannabústaði sem í mörgum tilfellum er vitað um að hafi verið til og ég veit hvar ég gæti fundið, en í sumum tilvikum eru það staðir sem jafnvel enginn getur bent mér á lengur en þetta er kannski einhvers staðar þarna. Stundum hef ég fundið þetta fyrir algera tilviljun og kannski verið leiddur beint á staðinn, það eru dæmi um það,“ segir Hjalti. Hann er einnig tilbúinn til að rifja upp ótrúlega upplifun sem hann varð fyrir í Fljótunum fyrir nokkrum árum. Hann segir það samt afskaplega lítiðfjörlegt atvik en fullkomlega óskiljanlegt og algerlega sannleikanum samkvæmt. 

„Ég var fyrir nokkrum árum að sniglast, sem oftar, úti í Fljótum síðsumars, og er að fara heim  síðdegis. Það var afskaplega gott veður, blankalogn, sólskin og sumarblíða. Ég kem þarna úr Fljótunum og keyri vestur eftir og upp og yfir Móshöfðann. Það er brekka niður að Mósvíkinni, þar sem sjórinn gengur næst veginum og hefur gengið á landið mikið. Mósvíkin er gömul verstöð þar sem var mikið mannlíf og ég var alltaf að hlera eftir þjóðsögum, draugagangi og huldufólki eins og Byggðasagan ber merki,“ segir Hjalti og útskýrir að þetta geri hann til þess að setja skemmtilegt efni inn í Byggðasöguna og af þjóðfræðiáhuga og lætur liggja milli hluta hvað er satt og hvað logið. Hann vill meina að það sé heimska að afneita yfirnáttúrulegum fyrirbærum af því að maður skilur þau ekki eða skilji. Svo heldur hann frásögninni áfram: „En ég hugsa mér þegar ég keyri þarna að það sé svo gott veður að ég ætti að fara út af veginum og keyra að gömlum sjóbúðatóftum sem eru í Mósvíkinni. Ég keyri 20 til 30 metra framhjá þessum tóftum, en þar er hægt að keyra út af veginum, og fer til baka og legg bílnum við hliðina á tóftunum og það eru bara nokkrir metrar upp í veginn. Svo fer ég þarna út og tek myndir og sest niður á tóftarbrotið til að njóta veðurblíðunnar. Eftir á að giska tíu mínútur sest ég upp í bílinn á ný og sný honum við og fer af stað og ætla upp á veginn sömu leið og ég kom niður en þá er komin girðing í vegkantinn. Vel að merkja, þetta var ekki gaddavírs eða netgirðing heldur var þetta rafmagnsstrengur sem var kræktur upp í plastfestingar á staurum. Ég varð náttúrulega býsna hissa, hvernig í ósköpunum gat það gerst að það væri komin girðing, strengur, í vegkantinn þar sem ég hafði keyrt út af viðstöðulaust  tíu mínútum áður? Ég náttúrulega leit vel í kringum mig og sá hvergi hræðu, og ég veit að það fór enginn bíll um veginn, og það gat enginn maður verið að bauka þetta þarna rétt hjá mér án þess ég tæki eftir,“ segir Hjalti með alvöruþunga. Hann varð náttúrulega að fara út úr bílnum og krækja strenginn niður til að koma bílnum upp á veg aftur. Hann segist ekkert hafa orðið illa við atvikið en þótt það stórkostlega einkennilegt og í bland hafði hann einnig gaman af. 

Hann tekur undir með blaðamanni að líklega hafi einhver verið að fylgjast með honum. „Ég held að það hafi oft verið fylgst með mér. Ég hef þá tilfinningu í gegnum þetta allt saman þó að ég hafi aldrei orðið fyrir svona reynslu fyrr né síðar,“ segir Hjalti að lokum.

 

1 Allt að verða klappað og klárt hjá Hjalta Pálssyni, ritstjóra Byggðasögunnar, og Óla Arnari Brynjarssyni, uppsetjara, áður en verkið er sent í prentun. Myndir: PF.

2 Verklok handsöluð eftir góða og happadrjúga samvinnu.

 
Frttir - 24. október 2021 - 16:23

Síðasta bindi Byggðasögu Skagafjarðar farið í prent

Hver staður hefur sinn sjarma og sín sérkenni, segir Hjalti Pálsson

Stór tímamót urðu sl. mánudag er lokahönd var lagt á 10. bindi Byggðasögu Skagafjarðar, sem jafnframt er það síðasta í ritröð þessa viðamikla og metnaðarfulla verkefni sem Hjalti Pálsson hefur stýrt allt frá upphafi, og bíður þess nú að verða prentað. Lokaritið fjallar m.a. um kauptúnin þrjú í austanverðum Skagafirði, Grafarós, Hofsós og Haganesvík. Reiknað er með að bókin komi úr prentun um miðjan nóvember.

 

„Þar með er lokið 26 ára vegferð og það er skemmtilegt, og alger tilviljun, að það síðasta sem ég geng frá er formálinn að þessu síðasta bindi, sem jafnframt er smá yfirlit yfir allt verkið, en hann er dagsettur 1. október 2021 en ég sé það að ég var ráðinn og tók til starfa 1. október 1995. Þetta var ekki úthugsað,“ segir Hjalti þegar Feykir sat fyrir honum í Nýprenti, þar sem bókin var sett upp. 

Hann segir að nú séu kauptúnin þrjú í austanverðum Skagafirði loks tekin fyrir en ekki hafi verið pláss þegar þess svæði voru tekin fyrir. 

„Þegar maður tók héraðið kerfisbundið í bókunum þá varð ég að sleppa Hofsósi, það var ekki pláss með Hofshreppi, sem var kannski eðlilegt og þetta skipaðist þannig að Hofsós varð eftir, Haganesvíkin og Haganesvíkurjarðirnar einnig, vegna þess að ég hafði ekki pláss fyrir þær með Fljótabókunum. Þær hefðu orðið allt of stórar bækurnar. Þannig að núna var þetta tekið, kauptúnin þrjú í austanverðum Skagafirði, Grafarós, Hofsós og Haganesvík. Auk þessara þriggja staða eru kaflar um Drangey og Málmey og smájarðirnar sem fylgdu Hofsóshreppi.“

Aðspurður hvort eitthvað standa upp úr eftir að hafa ritað um öll helstu svæði héraðsins segist hann ekki geta svarað því að lítt hugsuðu máli. „Það er einhvern veginn svo skemmtilegt með það að mér finnst alltaf áhugaverðast það svæði sem ég er að vinna að á hverjum tíma og tek því ekkert svæði fram yfir annað. Meira að segja Hjaltadalur, sem ég tel mér einna kærastur og er alin þar upp. Það var ekki öðruvísi tilfinning að vinna hann en aðrar sveitir og ég held að það hafi verið mjög gott að hafa þá tilfinningu. Hver staður hefur sinn sjarma og sín sérkenni sem maður reynir að vinna úr,“ segir Hjalti.

Hann telur það forréttindi að hafa fengið tækifæri til að vinna þetta verk og fullyrðir að hann hefði ekki haldið út allan þennan tíma ef ekki væri fyrir áhuga á efninu. „Þetta er búið að taka mikla orku frá manni, og ég sé ekki eftir því. Ég hef vonir til þess að þetta muni nýtast samfélaginu, og ég veit að það mun gera það, og fólki líkar almennt við þetta verk. Það er mikils virði að vinna verk sem maður veit að fólki líkar við,“ útskýrir Hjalti.

Dularfullir atburðir í Fljótum

Eins og þeir vita sem flett hafa í Byggðasögunni eru margar sagnir af undarlegum atburðum, draugum og huldufólki vítt og breitt um héraðið og því liggur beinast við að spyrja hvort hann hafi ekki sjálfur upplifað eitthvað yfirnáttúrulegt við skrifin.

 

„Ef við tölum um eitthvað dularfullt þá tel ég mig vera alls ónæman. Það hefur samt verið sagt við mig að ég sé næmari en ég haldi og það er tilfellið að það er oft eins og einhver sé að pota í bakið á mér. Ég fæ stundum hugdettu um að eitthvað sem ég hef verið að skrifa sé kannski ekki rétt, og það hefur býsna oft komið fyrir, og eftir nánari eftirgrennslan kemur svo í ljós að það er ekki rétt. Það er eins og einhver sé að ýta við mér. Ég hef lagt mikið á mig til að finna fornbýli, sel og mannabústaði sem í mörgum tilfellum er vitað um að hafi verið til og ég veit hvar ég gæti fundið, en í sumum tilvikum eru það staðir sem jafnvel enginn getur bent mér á lengur en þetta er kannski einhvers staðar þarna. Stundum hef ég fundið þetta fyrir algera tilviljun og kannski verið leiddur beint á staðinn, það eru dæmi um það,“ segir Hjalti. Hann er einnig tilbúinn til að rifja upp ótrúlega upplifun sem hann varð fyrir í Fljótunum fyrir nokkrum árum. Hann segir það samt afskaplega lítiðfjörlegt atvik en fullkomlega óskiljanlegt og algerlega sannleikanum samkvæmt. 

„Ég var fyrir nokkrum árum að sniglast, sem oftar, úti í Fljótum síðsumars, og er að fara heim  síðdegis. Það var afskaplega gott veður, blankalogn, sólskin og sumarblíða. Ég kem þarna úr Fljótunum og keyri vestur eftir og upp og yfir Móshöfðann. Það er brekka niður að Mósvíkinni, þar sem sjórinn gengur næst veginum og hefur gengið á landið mikið. Mósvíkin er gömul verstöð þar sem var mikið mannlíf og ég var alltaf að hlera eftir þjóðsögum, draugagangi og huldufólki eins og Byggðasagan ber merki,“ segir Hjalti og útskýrir að þetta geri hann til þess að setja skemmtilegt efni inn í Byggðasöguna og af þjóðfræðiáhuga og lætur liggja milli hluta hvað er satt og hvað logið. Hann vill meina að það sé heimska að afneita yfirnáttúrulegum fyrirbærum af því að maður skilur þau ekki eða skilji. Svo heldur hann frásögninni áfram: „En ég hugsa mér þegar ég keyri þarna að það sé svo gott veður að ég ætti að fara út af veginum og keyra að gömlum sjóbúðatóftum sem eru í Mósvíkinni. Ég keyri 20 til 30 metra framhjá þessum tóftum, en þar er hægt að keyra út af veginum, og fer til baka og legg bílnum við hliðina á tóftunum og það eru bara nokkrir metrar upp í veginn. Svo fer ég þarna út og tek myndir og sest niður á tóftarbrotið til að njóta veðurblíðunnar. Eftir á að giska tíu mínútur sest ég upp í bílinn á ný og sný honum við og fer af stað og ætla upp á veginn sömu leið og ég kom niður en þá er komin girðing í vegkantinn. Vel að merkja, þetta var ekki gaddavírs eða netgirðing heldur var þetta rafmagnsstrengur sem var kræktur upp í plastfestingar á staurum. Ég varð náttúrulega býsna hissa, hvernig í ósköpunum gat það gerst að það væri komin girðing, strengur, í vegkantinn þar sem ég hafði keyrt út af viðstöðulaust  tíu mínútum áður? Ég náttúrulega leit vel í kringum mig og sá hvergi hræðu, og ég veit að það fór enginn bíll um veginn, og það gat enginn maður verið að bauka þetta þarna rétt hjá mér án þess ég tæki eftir,“ segir Hjalti með alvöruþunga. Hann varð náttúrulega að fara út úr bílnum og krækja strenginn niður til að koma bílnum upp á veg aftur. Hann segist ekkert hafa orðið illa við atvikið en þótt það stórkostlega einkennilegt og í bland hafði hann einnig gaman af. 

Hann tekur undir með blaðamanni að líklega hafi einhver verið að fylgjast með honum. „Ég held að það hafi oft verið fylgst með mér. Ég hef þá tilfinningu í gegnum þetta allt saman þó að ég hafi aldrei orðið fyrir svona reynslu fyrr né síðar,“ segir Hjalti að lokum.

 

1 Allt að verða klappað og klárt hjá Hjalta Pálssyni, ritstjóra Byggðasögunnar, og Óla Arnari Brynjarssyni, uppsetjara, áður en verkið er sent í prentun. Myndir: PF.

2 Verklok handsöluð eftir góða og happadrjúga samvinnu.