Fyrri mynd
Nćsta mynd
Ok
Velkomin á heimasíđu Sögufélags Skagfirđinga. Viđ notum vefkökur (e. cookies) til ţess ađ bćta upplifun ţína og greina umferđ um síđuna.
Međ ţví ađ nota vefsíđuna samţykkir ţú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Open Menu Close Menu
 

Viðburðir vikunnar

  1-20 af 20  
DagsetningFrétt
20. nóv. 2014  

Viðburður vikunnar - Steinkirkjan á Hólum vígð

Hinn 20. nóvember [1763] var steinkirkjan á Hólum vígð með mikilli viðhöfn. Hafði bygging hennar þá staðið frá árinu 1758 undir verkstjórn þýsks steinhöggvara, Johan Christoph Sabinsky að nafni. Hann kom til Hóla 6. ágúst 1757 og byrjaði þegar undirbúning og grjótnám úr Hólabyrðu. Var grjótinu ekið á vagni heim um veturinn. Í forkirkjunni vinstra megin dyra er grafletur á vegg yfir dóttur Sabinskys, Johanne Dorotee, er hann eignaðist með konu á Hólum, en barnið lést 16 daga gamalt. Barnslíkið var lagt í múrinn að evrópskum sið því að sú hjátrú hafði lengi viðgengist í Evrópu að slíkt yrði til verndar byggingunni og átti rætur í ævaforna fórnarsiði.
12. nóv. 2014  

Viðburður vikunnar - Slysför Símonar Mariels

Fardagaárið 1910-1911 voru vinnumenn í Flatatungu Símon Mariel Björnsson, sonarsonur Bólu-Einars, og Tryggvi Þorsteinsson. Þeir tóku sig til eitt sinn og grófu niður með steini þeim sem talið er að sé á gröf Kára Össurarsonar landnámsmanns til að vita hvers þeir yrðu vísari. Segir sagan að þeir hafi komist niður á bein en í þeim svifum bar að húsbónda þeirra sem brást illur við og skipaði þeim að hætta þegar í stað og moka ofan í holuna. Sú trú var á að ekki mætti raska gröf Kára.
16. apr. 2012  

Viðburður vikunnar – Dó úr atvinnuleysi

[D]ó Helga Þorleifsdóttir [búsett í Krókárgerði í Norðurárdal], 16. apríl, grafin 20. apríl. Einhver barna hennar hafa þá væntanlega verið eftir lifandi í kotinu til að koma líkinu svo skjótt til kirkju. „Helga Þorleifsdóttir 65. ára ekkja“ skráir prestur í bókina. Dánarorsök: „atvinnuleysi“. Það er líklega einsdæmi, a.m.k. fádæmi, að prestur noti slíkt orð yfir banamein en í raun er þetta mjög gegnsætt orð og auðskilið. Skepnurnar voru fallnar úr hor, enginn matur til að skammta. Konan hafði ekkert að vinna við. Hún dó úr atvinnuleysi.
03. feb. 2012  

Viðburður vikunnar - Samvinnufélag Fljótamanna stofnað

3. febrúar 1919 Skömmu fyrir jólin 1918 komu nokkrir Fljótamenn saman og ræddu stofnun kaupfélags. Þess hafði gætt, að kaupmenn flokkuðu viðskiptamenn en ekki vöruna. Kosnir voru á fyrrnefndum fundi fjórir menn úr hverjum hreppi málefninu til undirbúnings. Hinn 3. febrúar 1919 var félagið formlega stofnað og nafn gefið: Samvinnufélag Fljótamanna. Tilraun hafði að vísu verið gerð áður í þessa veru, og stóð séra Jónmundur Halldórsson á Barði helzt fyrir henni, og varð lítið úr. Framkvæmdir mæddu mest á Guðmundi Ólafssyni í Stóra-Holti og síðar Hermanni Jónssyni á Yzta-Mói. Þegar árið 1919 kom félagið upp sláturhúsi í Haganesvík.
28. jan. 2012  

Viðburður vikunnar - Sérfræðingur athugar Selvíkurhöfn

Sýslunefnd fékk sérfróðan mann til að athuga Selvíkurhöfn „þar eð almennt sé álitið, að téð vík sé ef til vill tryggasta skipalega og bezta lending umhverfis Skagafjörð og því hin tiltækilegasta höfn til útflutnings lifandi fjár á haustum.“
18. jan. 2012  

Viðburður vikunnar - Mannskaði í snjóflóði í Flókadal

18. janúar 1870 Aðfaranótt hins 18. janúar féll snjóflóð á Krakavöllum í Flókadal, hreif með sér hesthús með tveim hestum og fjárhús með fimm sauðu, fjörutíu hesta af heyi og einn mann, Þorleif Jónsson, kvæntan húsmann á Krakavöllum, 65 ára.
09. jan. 2012  

Viðburður vikunnar - Stofnun verkakvennafélagsins Öldunnar

9. janúar 1930 Verkakvennafélagið Aldan var stofnað á Sauðárkróki. Stofnendur voru 21 talsins. Frumkvæði að stofnun félagsins mun Ástráður Stefánsdóttir ljósmóðir hafa átt.
04. jan. 2012  

Viðburður vikunnar - Björgun gufuskipsins Lady Bertha

4. janúar 1889 Otto Wathne kom á gufuskipi sínu Waagen til Sauðárkróks til þess að freista þess að ná gufuskipinu Lady Bertha á flot og draga það til Seyðisfjarðar. Þetta tókst giftusamlega. Wathne kom og með matvörur, sem voru vel þegnar.
31. des. 2011  

Viðburður vikunnar - Skipsstrand við Sauðárkrók

Gufuskipið Viking frá Fáskrúðsfirði, eign Thors E. Tuliníusar stórkaupmanns í Kaupmannahöfn, strandaði í norðaustan stormi á Sauðárkróki og brotnaði.
23. des. 2011  

Viðburður vikunnar - Snjóflóðið á Sviðningi

Veðrátta var óvenjuhörð í Kolbeinsdal á jólaföstunni 1925, snjóar miklir og frost en spilliblotar á milli. Varð þá rifahjarn og færi gott en snjódýpt mikil og gerði jarðlaust svo að hross fóru almennt á gjöf um miðjan desember. Að kvöldi 20. desember fór að snjóa og á næstu fimm dægrum féll svo mikill snjór að menn mundu þá ekki annað eins á jafnskömmum tíma. Veðurhæð var aldrei mikil en snjófall því meira. Þegar upp stytti var lausafönnin slík ofan á hjarninu að öflugustu hestar komust ekki frá húsdyrum.
14. des. 2011  

Viðburður vikunnar – Sjóslysin 1935

Hinn 14. desember 1935 fórust tveir bátar frá Sauðárkróki í voðaveðri sem skall á síðdegis þann dag. Þetta voru Njörður, 3-4 tonna vélbátur með þremur mönnum, og Aldan, fjögurra tonna vélbátur, með fjórum mönnum.
08. des. 2011  

Viðburður vikunnar - Maður varð úti við Héðinsskörð

8. desember 1908 Hinn 8. desember varð Ingimar Sigurðsson kennari á Hólum úti á Héðinsskörðum. Hann hafði kennt á Hólum veturinn 1906-1907 og var að nýju ráðinn kennari við bændaskólann á Hólum hjá Sigurði bróður sínum skólastjóra þar. Var hann á leið vestur að Hólum.
03. des. 2011  

Viðburður vikunnar - Kuml finnast hjá Grafargerði á Höfðaströnd

3. desember árið 1934 Vegagerðarmenn fundu tvö kuml hjá Grafargerði á Höfðaströnd. Í öðru var beinagrind af karlmanni, í hinu af konu. Á sama stað fundust og hrossbein.
26. nóv. 2011  

Viðburður vikunnar - Sterling strandar við Sauðárkrók

26. nóvember árið 1917 Strandferðaskipið Sterling tók niðri á innsiglingu til Sauðárkróks, á að gizka 3/4 úr mílu norðan við kauptúnið. Molluhríð var, en sjór hægur. Skipið losnaði með flóði um daginn og var ekki talið mikið skemmt, en samt nokkuð lekt, þó ekki meir en svo, að dælur höfðu vel við lekanum.
14. nóv. 2011  

Viðburður vikunnar - Brýr fjúka í ofsaveðri

14. nóvember árið 1902 Gekk í suðvestan ofsaveður og olli tjóni víða um land. Austasti hluti Héraðsvatnabrúar „frá landstöplum að austan og að næsta staurastöpli á Vötnunum, þar sem brúarpartar þessir eru skeyttir saman við næsta brúarhluta,“ fauk í ofsaroki og liggur brotin á ísunum. Brúin var 112 álnir á lengd. Hinir hlutar hennar stóðu óhaggaðir. Fátt af aflviðum brotnaði, en grindverkið ónýtt. Í sama skaðaveðri fauk og brúin af Sæmundará á Vatnsskarði.
12. nóv. 2011  

Viðburður vikunnar - Fjörbrot kaþólskunnar

Jón Arason Hólabiskup og synir hans voru hálshöggnir 7. nóvember árið 1550 í Skálholti, án dóms og laga. Markar sá atburður siðaskiptin, þegar landsmenn lögðu af kaþólska trú sem hafði verið hér við lýði frá kristnitöku. Í kjölfarið tók við hin evangelísk-lútherska trú.
31. okt. 2011  

Viðburður vikunnar - Skriðuföllin í Kolbeinsdal 1858

Sunnudaginn annan í vetri, 31. október árið 1858, féllu miklar skriður á Skriðulandi, tóku bæinn að mestu, nokkur peningshús og hey. 45 sauðkindur fórust og mikið af túni og engjum eyðilagðist. Innanstokksmunir töpuðust flestir og öll matvæli til vetrarins. Þá bjuggu á Skriðulandi Jóhann Pétur Hallsson og Ragnheiður Pálsdóttir. Voru 11 manns í heimili. Fólkið flúði bæinn og bjargaðist naumlega en jörðin fór í eyði til vorsins 1860.
28. okt. 2011  

Viðburður vikunnar - Hvarf Reynistaðarbræðra

Eitt af dularfyllstu málum Íslandssögunnar, sem enn í dag kemur til umræðu eftir meira en tvær aldir, eru örlög og hvarf Reynistaðarbræðra á Kili haustið 1780. Um það hafa verið skrifaðar margar greinar, sagnaþættir og jafnvel heilar bækur. Í stuttu máli urðu atburðir sem hér segir:
20. okt. 2011  

Viðburður vikunnar - Stofnun fyrsta ungmennafélagsins á Íslandi

20. október árið 1905 Fyrsta ungmennafélag hérlendis var stofnað á Hafsteinsstöðum, þótt venjulega sé talið, að fyrsta félagið hafi verið stofnað á Akureyri 1907. Félagið hét Æskan, en notaði að vísu ekki ungmennafélagsnafnið. Stofnendur voru: Árni Hafstað í Vík, Jón Sigurðsson á Reynistað og Friðrik Klemenzson búfræðingur.
13. okt. 2011  

Viðburður vikunnar - Þýsk flugvél varpar sprengjum í Skagafirði

13. október árið 1942 Þýzk flugvél sást koma vestan yfir Gönguskörð, á flótta undan Bretum, að sumra sögn. Þegar hún nálgaðist Skollatungu, létti hún á sér, með því að varpa niður tveim sprengjum. Varð af því gnýr mikill, sem heyrðist víða um héraðið. Setuliðsmenn fóru á vettvang og kváðu sprengjurnar hafa verið litlar eða um 100 kg. Þó reyndust gígarnir í melnum bæði allstórir um sig og djúpir. Vélin hvarf síðan austur yfir fjörð. Það er því missögn, að hún hafi verið skotin niður yfir Skagafirði, eins og yngri heimildir greina.
   

Viðburðir vikunnar

  1-20 af 20  
DagsetningFrétt
20. nóv. 2014  

Viðburður vikunnar - Steinkirkjan á Hólum vígð

Hinn 20. nóvember [1763] var steinkirkjan á Hólum vígð með mikilli viðhöfn. Hafði bygging hennar þá staðið frá árinu 1758 undir verkstjórn þýsks steinhöggvara, Johan Christoph Sabinsky að nafni. Hann kom til Hóla 6. ágúst 1757 og byrjaði þegar undirbúning og grjótnám úr Hólabyrðu. Var grjótinu ekið á vagni heim um veturinn. Í forkirkjunni vinstra megin dyra er grafletur á vegg yfir dóttur Sabinskys, Johanne Dorotee, er hann eignaðist með konu á Hólum, en barnið lést 16 daga gamalt. Barnslíkið var lagt í múrinn að evrópskum sið því að sú hjátrú hafði lengi viðgengist í Evrópu að slíkt yrði til verndar byggingunni og átti rætur í ævaforna fórnarsiði.
12. nóv. 2014  

Viðburður vikunnar - Slysför Símonar Mariels

Fardagaárið 1910-1911 voru vinnumenn í Flatatungu Símon Mariel Björnsson, sonarsonur Bólu-Einars, og Tryggvi Þorsteinsson. Þeir tóku sig til eitt sinn og grófu niður með steini þeim sem talið er að sé á gröf Kára Össurarsonar landnámsmanns til að vita hvers þeir yrðu vísari. Segir sagan að þeir hafi komist niður á bein en í þeim svifum bar að húsbónda þeirra sem brást illur við og skipaði þeim að hætta þegar í stað og moka ofan í holuna. Sú trú var á að ekki mætti raska gröf Kára.
16. apr. 2012  

Viðburður vikunnar – Dó úr atvinnuleysi

[D]ó Helga Þorleifsdóttir [búsett í Krókárgerði í Norðurárdal], 16. apríl, grafin 20. apríl. Einhver barna hennar hafa þá væntanlega verið eftir lifandi í kotinu til að koma líkinu svo skjótt til kirkju. „Helga Þorleifsdóttir 65. ára ekkja“ skráir prestur í bókina. Dánarorsök: „atvinnuleysi“. Það er líklega einsdæmi, a.m.k. fádæmi, að prestur noti slíkt orð yfir banamein en í raun er þetta mjög gegnsætt orð og auðskilið. Skepnurnar voru fallnar úr hor, enginn matur til að skammta. Konan hafði ekkert að vinna við. Hún dó úr atvinnuleysi.
03. feb. 2012  

Viðburður vikunnar - Samvinnufélag Fljótamanna stofnað

3. febrúar 1919 Skömmu fyrir jólin 1918 komu nokkrir Fljótamenn saman og ræddu stofnun kaupfélags. Þess hafði gætt, að kaupmenn flokkuðu viðskiptamenn en ekki vöruna. Kosnir voru á fyrrnefndum fundi fjórir menn úr hverjum hreppi málefninu til undirbúnings. Hinn 3. febrúar 1919 var félagið formlega stofnað og nafn gefið: Samvinnufélag Fljótamanna. Tilraun hafði að vísu verið gerð áður í þessa veru, og stóð séra Jónmundur Halldórsson á Barði helzt fyrir henni, og varð lítið úr. Framkvæmdir mæddu mest á Guðmundi Ólafssyni í Stóra-Holti og síðar Hermanni Jónssyni á Yzta-Mói. Þegar árið 1919 kom félagið upp sláturhúsi í Haganesvík.
28. jan. 2012  

Viðburður vikunnar - Sérfræðingur athugar Selvíkurhöfn

Sýslunefnd fékk sérfróðan mann til að athuga Selvíkurhöfn „þar eð almennt sé álitið, að téð vík sé ef til vill tryggasta skipalega og bezta lending umhverfis Skagafjörð og því hin tiltækilegasta höfn til útflutnings lifandi fjár á haustum.“
18. jan. 2012  

Viðburður vikunnar - Mannskaði í snjóflóði í Flókadal

18. janúar 1870 Aðfaranótt hins 18. janúar féll snjóflóð á Krakavöllum í Flókadal, hreif með sér hesthús með tveim hestum og fjárhús með fimm sauðu, fjörutíu hesta af heyi og einn mann, Þorleif Jónsson, kvæntan húsmann á Krakavöllum, 65 ára.
09. jan. 2012  

Viðburður vikunnar - Stofnun verkakvennafélagsins Öldunnar

9. janúar 1930 Verkakvennafélagið Aldan var stofnað á Sauðárkróki. Stofnendur voru 21 talsins. Frumkvæði að stofnun félagsins mun Ástráður Stefánsdóttir ljósmóðir hafa átt.
04. jan. 2012  

Viðburður vikunnar - Björgun gufuskipsins Lady Bertha

4. janúar 1889 Otto Wathne kom á gufuskipi sínu Waagen til Sauðárkróks til þess að freista þess að ná gufuskipinu Lady Bertha á flot og draga það til Seyðisfjarðar. Þetta tókst giftusamlega. Wathne kom og með matvörur, sem voru vel þegnar.
31. des. 2011  

Viðburður vikunnar - Skipsstrand við Sauðárkrók

Gufuskipið Viking frá Fáskrúðsfirði, eign Thors E. Tuliníusar stórkaupmanns í Kaupmannahöfn, strandaði í norðaustan stormi á Sauðárkróki og brotnaði.
23. des. 2011  

Viðburður vikunnar - Snjóflóðið á Sviðningi

Veðrátta var óvenjuhörð í Kolbeinsdal á jólaföstunni 1925, snjóar miklir og frost en spilliblotar á milli. Varð þá rifahjarn og færi gott en snjódýpt mikil og gerði jarðlaust svo að hross fóru almennt á gjöf um miðjan desember. Að kvöldi 20. desember fór að snjóa og á næstu fimm dægrum féll svo mikill snjór að menn mundu þá ekki annað eins á jafnskömmum tíma. Veðurhæð var aldrei mikil en snjófall því meira. Þegar upp stytti var lausafönnin slík ofan á hjarninu að öflugustu hestar komust ekki frá húsdyrum.
14. des. 2011  

Viðburður vikunnar – Sjóslysin 1935

Hinn 14. desember 1935 fórust tveir bátar frá Sauðárkróki í voðaveðri sem skall á síðdegis þann dag. Þetta voru Njörður, 3-4 tonna vélbátur með þremur mönnum, og Aldan, fjögurra tonna vélbátur, með fjórum mönnum.
08. des. 2011  

Viðburður vikunnar - Maður varð úti við Héðinsskörð

8. desember 1908 Hinn 8. desember varð Ingimar Sigurðsson kennari á Hólum úti á Héðinsskörðum. Hann hafði kennt á Hólum veturinn 1906-1907 og var að nýju ráðinn kennari við bændaskólann á Hólum hjá Sigurði bróður sínum skólastjóra þar. Var hann á leið vestur að Hólum.
03. des. 2011  

Viðburður vikunnar - Kuml finnast hjá Grafargerði á Höfðaströnd

3. desember árið 1934 Vegagerðarmenn fundu tvö kuml hjá Grafargerði á Höfðaströnd. Í öðru var beinagrind af karlmanni, í hinu af konu. Á sama stað fundust og hrossbein.
26. nóv. 2011  

Viðburður vikunnar - Sterling strandar við Sauðárkrók

26. nóvember árið 1917 Strandferðaskipið Sterling tók niðri á innsiglingu til Sauðárkróks, á að gizka 3/4 úr mílu norðan við kauptúnið. Molluhríð var, en sjór hægur. Skipið losnaði með flóði um daginn og var ekki talið mikið skemmt, en samt nokkuð lekt, þó ekki meir en svo, að dælur höfðu vel við lekanum.
14. nóv. 2011  

Viðburður vikunnar - Brýr fjúka í ofsaveðri

14. nóvember árið 1902 Gekk í suðvestan ofsaveður og olli tjóni víða um land. Austasti hluti Héraðsvatnabrúar „frá landstöplum að austan og að næsta staurastöpli á Vötnunum, þar sem brúarpartar þessir eru skeyttir saman við næsta brúarhluta,“ fauk í ofsaroki og liggur brotin á ísunum. Brúin var 112 álnir á lengd. Hinir hlutar hennar stóðu óhaggaðir. Fátt af aflviðum brotnaði, en grindverkið ónýtt. Í sama skaðaveðri fauk og brúin af Sæmundará á Vatnsskarði.
12. nóv. 2011  

Viðburður vikunnar - Fjörbrot kaþólskunnar

Jón Arason Hólabiskup og synir hans voru hálshöggnir 7. nóvember árið 1550 í Skálholti, án dóms og laga. Markar sá atburður siðaskiptin, þegar landsmenn lögðu af kaþólska trú sem hafði verið hér við lýði frá kristnitöku. Í kjölfarið tók við hin evangelísk-lútherska trú.
31. okt. 2011  

Viðburður vikunnar - Skriðuföllin í Kolbeinsdal 1858

Sunnudaginn annan í vetri, 31. október árið 1858, féllu miklar skriður á Skriðulandi, tóku bæinn að mestu, nokkur peningshús og hey. 45 sauðkindur fórust og mikið af túni og engjum eyðilagðist. Innanstokksmunir töpuðust flestir og öll matvæli til vetrarins. Þá bjuggu á Skriðulandi Jóhann Pétur Hallsson og Ragnheiður Pálsdóttir. Voru 11 manns í heimili. Fólkið flúði bæinn og bjargaðist naumlega en jörðin fór í eyði til vorsins 1860.
28. okt. 2011  

Viðburður vikunnar - Hvarf Reynistaðarbræðra

Eitt af dularfyllstu málum Íslandssögunnar, sem enn í dag kemur til umræðu eftir meira en tvær aldir, eru örlög og hvarf Reynistaðarbræðra á Kili haustið 1780. Um það hafa verið skrifaðar margar greinar, sagnaþættir og jafnvel heilar bækur. Í stuttu máli urðu atburðir sem hér segir:
20. okt. 2011  

Viðburður vikunnar - Stofnun fyrsta ungmennafélagsins á Íslandi

20. október árið 1905 Fyrsta ungmennafélag hérlendis var stofnað á Hafsteinsstöðum, þótt venjulega sé talið, að fyrsta félagið hafi verið stofnað á Akureyri 1907. Félagið hét Æskan, en notaði að vísu ekki ungmennafélagsnafnið. Stofnendur voru: Árni Hafstað í Vík, Jón Sigurðsson á Reynistað og Friðrik Klemenzson búfræðingur.
13. okt. 2011  

Viðburður vikunnar - Þýsk flugvél varpar sprengjum í Skagafirði

13. október árið 1942 Þýzk flugvél sást koma vestan yfir Gönguskörð, á flótta undan Bretum, að sumra sögn. Þegar hún nálgaðist Skollatungu, létti hún á sér, með því að varpa niður tveim sprengjum. Varð af því gnýr mikill, sem heyrðist víða um héraðið. Setuliðsmenn fóru á vettvang og kváðu sprengjurnar hafa verið litlar eða um 100 kg. Þó reyndust gígarnir í melnum bæði allstórir um sig og djúpir. Vélin hvarf síðan austur yfir fjörð. Það er því missögn, að hún hafi verið skotin niður yfir Skagafirði, eins og yngri heimildir greina.