Fyrri mynd
NŠsta mynd
Ok
Velkomin ß heimasÝ­u S÷gufÚlags Skagfir­inga. Vi­ notum vefk÷kur (e. cookies) til ■ess a­ bŠta upplifun ■Ýna og greina umfer­ um sÝ­una.
Me­ ■vÝ a­ nota vefsÝ­una sam■ykkir ■˙ notkun ß vefk÷kum og skilmßla okkar.
Open Menu Close Menu
 

Aðrar útgáfubækur 1991-2010

Gengnar götur eftir Björn Egilsson Sveinsstöðum

Gengnar götur er safn minningaþátta og frásagna eftir Björn Egilsson frá Sveinsstöðum gefið út á níræðisafmæli höfundarins 7. ágúst 1995. Bókin er 236 blaðsíður með allmörgum ljósmyndum.

Meðal efnis er:

Úr fórum Fljótamanns eftir Pál Sigurðsson frá Lundi

Úr fórum Fljótamanns. Minningar, þættir og þjóðlegur fróðleikur eftir Pál Sigurðsson frá Lundi. Bókin var gefin út í tilefni af 100 ára fæðingarafmæli Páls 3. júní 1904. Hjalti Pálsson sá um útgáfuna. Bókin er 376 blaðsíður.

Meðal efnis:

Af heimvegum. Afmælisrit tileinkað Hannesi Péturssyni skáldi.

Bókin Af heimvegum. Hannes Pétursson sjötugur. Kveðjur úr Skagafirði. Bókin var rituð af nokkrum vinum Hannesar Péturssonar í tilefni af 70 ára afmæli hans árið 2001.

Efni:

Gloria Kristmundi

Gloria Kristmundi er heillakveðja til Kristmundar Bjarnasonar á níræðisafmæli 10. janúar 2009 frá ritstjórum Skagfirðingabókar. Ritið er 95 bls. á lengd.

Efni:

Forystumaður úr Fljótum

Forystumaður úr Fljótum. Æviminningar Ólafs Jóhannessonar prófessors og forsætisráðherra. Bókin er sjálfsævisaga Ólafs, en hann lést frá óloknu verki. Þessar minningar voru gefnar út árið 2013 í tilefni 100 ára frá fæðingu Ólafs Jóhannessonar. Unnar Ingvarsson sá um útgáfuna. Einar G. Pétursson ritar aðfararorð. Sigfús Ingi Sigfússon ritar lokakafla bókarinnar, um stjórnmálaævi Ólafs. Bókin er 232 bls. með nafnaskrá og skiptist í eftirfarandi kafla:

Grasahnoss. Minningarrit um hjónin Rögnu Ólafsdóttur og Ögmund Helgason

Sextán vinir þeirra hjóna rita greinar í bókina. Bókin kom út 2014, talsvert myndskreytt. 240 bls. að stærð. Efni er eftirfarandi:

 

Dagar handan við dægrin

Dagar handan við dægrin eru minningar Sölva Sveinssonar frá æskuárum hans á Sauðárkróki.

"Þetta voru þau ár sem Staðaröxl var hæsta fjall í heimi, árin sem brunnklukkan var mesta óargadýrið í náttúrunni, þannig að við kögursveinar lögðum langa lykkju á leið okkar til þess að forðast lygnur og pytti; hét reyndar brúnklukka í máli okkar. Þeir sem gleyptu brunnklukku áttu ógnarkvalir í vændum, þúsundfalt harðari en hjá tannlækninum áður en dauðinn kæmi frelsandi eins og Daníel Glad hvítasunnutrúboði með Barnablaðið".

Kaflar bókarinnar eru:

í barnsminni. Minningarslitrur frá bernskuárum.

Bernskuminningar Kristmundar Bjarnasonar komu út hjá Sögufélagi árið 2019 í tilefni af 100 ára afmæli höfundar. Bókin er afar fjörlega skrifuð og dregnar upp bráðlifandi myndir af uppvexti söguhetjunnar. Bókin er 236 síður og talsvert myndskreytt.

 

Aðrar útgáfubækur 1991-2010

Gengnar götur eftir Björn Egilsson Sveinsstöðum

Gengnar götur er safn minningaþátta og frásagna eftir Björn Egilsson frá Sveinsstöðum gefið út á níræðisafmæli höfundarins 7. ágúst 1995. Bókin er 236 blaðsíður með allmörgum ljósmyndum.

Meðal efnis er:

 • Að leiðarlokum
 • Eftirleit á Nýjabæjarafrétt árið 1912
 • Við Grænutjörn
 • Ólína Sveinsdóttir í Litluhlíð
 • Harðræði við Héraðsvötn
 • Bergþór í Litluhlíð
 • Því gleymi ég aldrei
 • Gísli Björnsson á Skíðastöðum
 • Fjárskaði í Ölduhrygg
 • Villa á Geithúsmelum
 • Hrólfur Þorsteinsson á Stekkjarflötum
 • Jóhannes Guðmundsson í Ytra-Vallholti
 • Eftirleit á Hofsafrétt 1912
 • Leiði Dalaskáldsins er tínt
 • Suður Kjöl 1923
 • Atburðir við Stafnsrétt
 • Hjörleifur Sigfússon - Marka Leifi
 • Minningar frá 1942
 • Fyrsta sinn í Vestflokksgöngum
 • Hún hét María
 • Hvíta vorið
 • Yfir Nýjabæjarfjall

Úr fórum Fljótamanns eftir Pál Sigurðsson frá Lundi

Úr fórum Fljótamanns. Minningar, þættir og þjóðlegur fróðleikur eftir Pál Sigurðsson frá Lundi. Bókin var gefin út í tilefni af 100 ára fæðingarafmæli Páls 3. júní 1904. Hjalti Pálsson sá um útgáfuna. Bókin er 376 blaðsíður.

Meðal efnis:

 • Páll Sigurðsson 1904-1992. Æviþáttur saman tekinn af Hjalta Pálssyni.
 • Minningar frá Haukadal
 • Heim í jólaleyfi
 • Villa á Hákömbum 1934
 • Vatnsdælingar sóttir heim
 • Finnbogi á Gautastöðum
 • Minningabrot úr Stíflu
 • Bruninn á Hólum í Hjaltadal 1926
 • Skemmtanalíf og íþróttir á Hólum
 • Tveir garðar fornir í Fljótum
 • Harða vorið 1920
 • Tungudalur í Stíflu
 • Gautastaðavatn í Stíflu
 • Stífluréttin gamla
 • Þættir úr sögu Vonar
 • Ýmsar sagnir: Árlönd og Dysjalaut. Jarðbrúin á Folaldslæk. Sjóhundar. Stutt viðbót. Rósa.
 • Þjóðsögur um Tungudal
 • Huldufólkssagnir frá Lundi
 • Frásagnir Jóns Sigurjónssonar smiðs á Akureyri
 • Frásagnir Pálu Björnsdóttur frá Narfastöðum
 • Ýmsar sagnir
 • Smámunir.

Af heimvegum. Afmælisrit tileinkað Hannesi Péturssyni skáldi.

Bókin Af heimvegum. Hannes Pétursson sjötugur. Kveðjur úr Skagafirði. Bókin var rituð af nokkrum vinum Hannesar Péturssonar í tilefni af 70 ára afmæli hans árið 2001.

Efni:

 • Gyrðir Elíasson: Af minnisblöðum.
 • Helgi Hálfdanarson: Steinn í Tindastóli.
 • Hjalti Pálsson: Kvarningsdalur.
 • Kristmundur Bjarnason: Í barnsminni.
 • Magnús H. Gíslason: Stendur heima stýft og gagnbitað.
 • Sigurjón Björnsson: Heiðin mín á sumartíð.
 • Sigurjón Páll Ísaksson: Við fjall og fjörð.
 • Sölvi Sveinsson: Englar við Tindastól.
 • Ögmundur Helgason: Tröllagangur í Vesturfjöllum.

Gloria Kristmundi

Gloria Kristmundi er heillakveðja til Kristmundar Bjarnasonar á níræðisafmæli 10. janúar 2009 frá ritstjórum Skagfirðingabókar. Ritið er 95 bls. á lengd.

Efni:

 • Sigurjón Björnsson: Í Laxárdal fremri haustið 1999
 • Hannes Pétursson: Á lýðveldisvori. Minningamyndir úr barnæsku
 • Gísli Magnússon: Skagfirðingar senda Alþingi áskorun 1853
 • Hjalti Pálsson frá Hofi: Óskapnaður mesti. Hugleiðingar um jól, sveina, kött og Grýlu
 • Sölvi Sveinsson: Helga frænka
 • Sigurjón Páll Ísaksson: Skeifusmiður og gæfusmiður.

Forystumaður úr Fljótum

Forystumaður úr Fljótum. Æviminningar Ólafs Jóhannessonar prófessors og forsætisráðherra. Bókin er sjálfsævisaga Ólafs, en hann lést frá óloknu verki. Þessar minningar voru gefnar út árið 2013 í tilefni 100 ára frá fæðingu Ólafs Jóhannessonar. Unnar Ingvarsson sá um útgáfuna. Einar G. Pétursson ritar aðfararorð. Sigfús Ingi Sigfússon ritar lokakafla bókarinnar, um stjórnmálaævi Ólafs. Bókin er 232 bls. með nafnaskrá og skiptist í eftirfarandi kafla:

 • Foreldrar og ætt
 • Æskubyggð
 • Býli og búendur
 • Leikir og leiksystkini
 • Skólaganga
 • Félagslíf
 • Atvinnuhættir og afkoma
 • Í menntaskóla
 • Í lagadeild
 • Í þjónustu samvinnuhreyfingarinnar
 • Kennari við lagadeild
 • Stjórnmál
 • Þingmennska
 • Drög Ólafs til framhalds
 • Æviágrip eftir Sigfús Sigfússon

Grasahnoss. Minningarrit um hjónin Rögnu Ólafsdóttur og Ögmund Helgason

Sextán vinir þeirra hjóna rita greinar í bókina. Bókin kom út 2014, talsvert myndskreytt. 240 bls. að stærð. Efni er eftirfarandi:

 • Örfá minningarorð e. Helgu Ögmundardóttir
 • Ferðir yfir Kjöl á 18. og 19. öld e. Eirík Þormóðsson
 • Grímsstaðaholt og nágrenni. Vísir að byggðasögu e. Guðjón Friðriksson
 • Fardagaskáld. Um bókmenntamanninn Ögmund Helgason e. Gunnar Stefánsson
 • Skotmaður af Skaga e. Hannes Pétursson
 • Skaðaveður. Staðbundin minning frá ofviðrinu 2. febrúar 1956 e. Hjalta Pálsson
 • Með Staðaröxl á bakinu e. Kristján Eiríksson
 • Alltaf spretta sumarblóm á vorin. Í minningu Halldórs Halldórssonar skósmiðs á Sauðárkróki e. Magnús H. Helgason
 • Ein dagstund og eftirmál hennar e. Pál Sigurðsson
 • Jón Árnason þjóðsagnasafnari og heimildafólk hans e. Rósu Þorsteinsdóttur
 • Myndir úr hugskoti e. Sigurjón Björnsson
 • Brúðkaup á Miklabæ 2. september 1881 e. Sigurjón Pál Ísaksson
 • Af gulnuðum blöðum í skældum skræðum úr Breiðafirði. Handritasafn í einkaeigu upprunnið hjá Jóni Jónssyni í Purkey e. Sjöfn Kristjánsdóttur
 • Hvalabóndinn á Sveinsstaðaeyrinni e. Smára Geirsson
 • Dettifosskvæði. Drög að rammaáætlun? e. Sölva Sveinsson
 • Með liðnum tíma lúasporum fækkar. Jóhanna Magnúsdóttir e. Þórgunni Snædal
 • Ritaskrá Ögmundar Helgasonar

 

Dagar handan við dægrin

Dagar handan við dægrin eru minningar Sölva Sveinssonar frá æskuárum hans á Sauðárkróki.

"Þetta voru þau ár sem Staðaröxl var hæsta fjall í heimi, árin sem brunnklukkan var mesta óargadýrið í náttúrunni, þannig að við kögursveinar lögðum langa lykkju á leið okkar til þess að forðast lygnur og pytti; hét reyndar brúnklukka í máli okkar. Þeir sem gleyptu brunnklukku áttu ógnarkvalir í vændum, þúsundfalt harðari en hjá tannlækninum áður en dauðinn kæmi frelsandi eins og Daníel Glad hvítasunnutrúboði með Barnablaðið".

Kaflar bókarinnar eru:

 • Landsteinar bernskunnar
 • Búskapur á mölinni
 • Maturinn hennar mömmu - og ömmu
 • Englar við Tindastól
 • "Hvað heitir Japanskeisari?" Landspróf vorið 1966
 • Bréf um drenginn
 • Í sveit og við sjó
 • Lati-Geir á Lækjarbakka og fleiri góðir
 • Tarzan í sláturhúsinu
 • Lög unga mannsins
 • Elvis Presley hjá tannlækni
 • Páskaeggið sem hvarf þrisvar
 • Þvottur á snúru
 • Eldur á Sauðárkróki
 • Í bláum spegli
 • Bak við tjöldin
 • Kátir voru karlar
 • Búðirnar í bænum
 • Möskvar daganna
 • Eftirmáli
 • Myndaskrá
 • Nafnaskrá

í barnsminni. Minningarslitrur frá bernskuárum.

Bernskuminningar Kristmundar Bjarnasonar komu út hjá Sögufélagi árið 2019 í tilefni af 100 ára afmæli höfundar. Bókin er afar fjörlega skrifuð og dregnar upp bráðlifandi myndir af uppvexti söguhetjunnar. Bókin er 236 síður og talsvert myndskreytt.