Fyrri mynd
NŠsta mynd
Ok
Velkomin ß heimasÝ­u S÷gufÚlags Skagfir­inga. Vi­ notum vefk÷kur (e. cookies) til ■ess a­ bŠta upplifun ■Ýna og greina umfer­ um sÝ­una.
Me­ ■vÝ a­ nota vefsÝ­una sam■ykkir ■˙ notkun ß vefk÷kum og skilmßla okkar.
Open Menu Close Menu
 

Bækur útgefnar af öðrum aðilum

Ungmennasamband Skagafjarðar 50 ára

Saga Ungmennasambands Skagafjarðar 1910-1960 var gefin út af Ungmennasambandinu í tilefni af 50 ára afmælinu. Í ritunu sem er 50 síður er fjallað um marga þætti í starfsemi félagsins s.s. um ungmennafélögin í sýslunni. Minnismerki um Stephan G. Stephansson á Arnarstapa og um hátíðina 17. júní 1911. Ritið er myndskreytt og til sölu í afgreiðslu Sögufélags.

Saga Sauðárkróks I-III eftir Kristmund Bjarnason á Sjávarborg

Saga Sauðárkróks eftir Kristmund Bjarnason fræðimann á Sjávarborg kom út á árunum 1969-1973 í þremur bindum. Bækurnar fjalla um sögu Sauðárkróks frá því fyrstu heimilidir greina til ársins 1947. Saga Sauðárkróks varð mörgum fyrirmynd í ritun sögu þéttbýliskjarna á Íslandi.

Útgefandi verksins var Sauðárkrókskaupstaður, en Sögufélag Skagfirðinga hefur til sölu þau eintök sem eftir eru af verkinu.

Ungmennafélagið Tindastóll 75 ára

Árið 1982 kom út rit um Ungmennafélagið Tindastól, ritstýrt af Sölva Sveinssyni cand mag. Í ritinu fjalla ýmsir höfundar um einstaka þætti í 75 ára sögu félagsins. Þar á meðal um leiklist, sundiðkun, ritun félagsblaðs, knappspyrnu, körfubolta og skíðamennsku. Ritið er 121 blaðsíða og ríkulega myndskreytt.

Hægt er að nálgast ritið í afgreiðslu Sögufélags í Safnahúsinu á Sauðárkróki.

Sýslunefndarsaga Skagfirðinga I-II eftir Kristmund Bjarnason

Sýslunefndarsaga Skagfirðinga var rituð af Kristmundi Bjarnasyni á Sjávarborg á árunum 1986-1987. Fjallar hún eins og nafnið ber með sér um störf Sýslunefndar Skagafjarðarsýslu, en raunar er umfjöllunarefnið miklu víðtækara og væri nær að segja að í þessum bókum sé rituð saga stjórnsýslu og verklegra framkvæmda opinberra aðila í Skagafirði á árablinu 1874-1988. Verkið er í tveimur bindum, tæplega 700 blaðsíður í heild. Allmargar ljósmyndir eru í verkinu, sem gefið var út af Sýslunefnd Skagfirðinga.

Sögufélag Skagfirðinga sér um sölu bókanna.

Skagfirskur annáll 1847-1947 eftir Kristmund Bjarnason

Skagfirskur annáll eftir Kristmund Bjarnason, var gefinn út sem samstarfsverkefni Sögufélags Skagfirðinga og útgáfufyrirtækisins Máls og myndar hf. Í bókunum er fjallað í annálsformi um minnisverða atburði í Skagafirði á árabilinu 1847-1947. Bækurnar eru ríkulega myndskreyttar alls 663 blaðsíður. 

Bækur útgefnar af öðrum aðilum

Ungmennasamband Skagafjarðar 50 ára

Saga Ungmennasambands Skagafjarðar 1910-1960 var gefin út af Ungmennasambandinu í tilefni af 50 ára afmælinu. Í ritunu sem er 50 síður er fjallað um marga þætti í starfsemi félagsins s.s. um ungmennafélögin í sýslunni. Minnismerki um Stephan G. Stephansson á Arnarstapa og um hátíðina 17. júní 1911. Ritið er myndskreytt og til sölu í afgreiðslu Sögufélags.

Saga Sauðárkróks I-III eftir Kristmund Bjarnason á Sjávarborg

Saga Sauðárkróks eftir Kristmund Bjarnason fræðimann á Sjávarborg kom út á árunum 1969-1973 í þremur bindum. Bækurnar fjalla um sögu Sauðárkróks frá því fyrstu heimilidir greina til ársins 1947. Saga Sauðárkróks varð mörgum fyrirmynd í ritun sögu þéttbýliskjarna á Íslandi.

Útgefandi verksins var Sauðárkrókskaupstaður, en Sögufélag Skagfirðinga hefur til sölu þau eintök sem eftir eru af verkinu.

Ungmennafélagið Tindastóll 75 ára

Árið 1982 kom út rit um Ungmennafélagið Tindastól, ritstýrt af Sölva Sveinssyni cand mag. Í ritinu fjalla ýmsir höfundar um einstaka þætti í 75 ára sögu félagsins. Þar á meðal um leiklist, sundiðkun, ritun félagsblaðs, knappspyrnu, körfubolta og skíðamennsku. Ritið er 121 blaðsíða og ríkulega myndskreytt.

Hægt er að nálgast ritið í afgreiðslu Sögufélags í Safnahúsinu á Sauðárkróki.

Sýslunefndarsaga Skagfirðinga I-II eftir Kristmund Bjarnason

Sýslunefndarsaga Skagfirðinga var rituð af Kristmundi Bjarnasyni á Sjávarborg á árunum 1986-1987. Fjallar hún eins og nafnið ber með sér um störf Sýslunefndar Skagafjarðarsýslu, en raunar er umfjöllunarefnið miklu víðtækara og væri nær að segja að í þessum bókum sé rituð saga stjórnsýslu og verklegra framkvæmda opinberra aðila í Skagafirði á árablinu 1874-1988. Verkið er í tveimur bindum, tæplega 700 blaðsíður í heild. Allmargar ljósmyndir eru í verkinu, sem gefið var út af Sýslunefnd Skagfirðinga.

Sögufélag Skagfirðinga sér um sölu bókanna.

Skagfirskur annáll 1847-1947 eftir Kristmund Bjarnason

Skagfirskur annáll eftir Kristmund Bjarnason, var gefinn út sem samstarfsverkefni Sögufélags Skagfirðinga og útgáfufyrirtækisins Máls og myndar hf. Í bókunum er fjallað í annálsformi um minnisverða atburði í Skagafirði á árabilinu 1847-1947. Bækurnar eru ríkulega myndskreyttar alls 663 blaðsíður.