Forsíða > Fréttir > Dó úr atvinnuleysi
Skagafjörður 1819

Dó úr atvinnuleysi

[D]ó Helga Þorleifsdóttir [búsett í Krókárgerði í Norðurárdal], 16. apríl, grafin 20. apríl. Einhver barna hennar hafa þá væntanlega verið eftir lifandi í kotinu til að koma líkinu svo skjótt til kirkju. „Helga Þorleifsdóttir 65. ára ekkja“ skráir prestur í bókina. Dánarorsök: „atvinnuleysi“. Það er líklega einsdæmi, a.m.k. fádæmi, að prestur noti slíkt orð yfir banamein en í raun er þetta mjög gegnsætt orð og auðskilið. Skepnurnar voru fallnar úr hor, enginn matur til að skammta. Konan hafði ekkert að vinna við. Hún dó úr atvinnuleysi.

Heimild:
Byggðasaga Skagafjarðar, IV. bindi. Ritstjóri og aðalhöfundur: Hjalti Pálsson frá Hofi. Sögufélag Skagfirðinga 2007.

Scroll to Top