Nafnaskrá byggðasögu
Nú hefur verið opnaður aðgangur að rafrænni nafnaskrá Byggðasögu Skagfjarðar. Sjá nánar.
Fréttir
Nú hefur verið opnaður aðgangur að rafrænni nafnaskrá Byggðasögu Skagfjarðar. Sjá nánar.
Föstudaginn 30. september 2022 verður veglegt málþing um byggðasögu haldið á Hólum í Hjaltadal í tilefni af því að lokið er ritun Byggðasögu Skagafjarðar. Dagskrá málþingsins má sjá í meðfylgjandi mynd. Nauðsynlegt er að skrá sig til leiks [Vefsíða hefur verið fjarlægð].
Hjalti Pálsson heiðursborgari Skagafjarðar Lokaáfanga útgáfu Byggðasögu Skagafjarðar var fagnað í Höfðaborg á Hofsósi þann 11 apríl s.l. Lokabindið í þessu mikla verki fjallaði um Hofsós, Grafarós, Haganesvík og eyjarnar Drangey og Málmey. Frá því útgáfa hófst árið 1999 til þessa síðasta bindis leið hartnær aldarfjórðungur. Verkið er viðamikið og ítarlegt en gefin er lýsing …
Tíunda og síðasta bindi Byggðasögu Skagafjarðar kom út um mánaðamótin nóvember/desember 2021. Þar er fjallað um Hofsós og Hofsóshrepp, Grafarós, Drangey og Málmey auk Haganesvíkur og Haganesbæjanna. Í texta og myndmáli er gerð grein fyrir kauptúnunum þremur austan Vatna, Hofsósi, ásamt sveitarfélagslýsingu Hofsóshrepps, Grafarósi og Haganesvík, auk 20 jarða og smábýla í Hofsóshreppi og Haganesvík. …
Aðalfundur Sögufélags Skagfirðinga fyrir árin 2019-2020 var haldinn í Safnahúsinu á Sauðárkróki fimmtudaginn 18. nóvember 2021 kl. 16.15. Hjalti Pálsson formaður félagsins setti fund, bauð gesti velkomna og gat þess að aðalfundur ársins 2019 hefði farist fyrir vegna covid-ástands haustið 2020. Í upphafi fundar minntist hann Kristmundar Bjarnasonar rithöfundar og heiðursfélaga frá árinu 2008 en …
Aðalfundur Sögufélags Skagfirðinga fyrir árin 2019 og 2020 verður haldinn í Safnahúsinu á Sauðárkróki, efri hæð, fimmtudaginn 18. nóvember 2021 kl. 16:15. Dagskrá: