Forsíða > Félagið

Félagið

Félagsmenn í Sögufélagi Skagfirðinga teljast þeir sem eru áskrifendur að Skagfirðingabók, og eru þeir um 800 talsins. Skagfirðingabók er jafnframt félagsgjald þeirra sem greiðist við móttöku hennar. Þeir eru ekki skuldbundnir til að kaupa aðrar bækur sem félagið kann að gefa út. Sögufélag Skagfirðinga gefur m.a. út ritflokkana Skagfirskar æviskrár og Byggðasögu Skagfirðinga.

Formaður:
Hjalti Pálsson

Meðstjórnendur:
Sigfús Ingi Sigfússon, Sigríður Sigurðardóttir, Kristín Jónsdóttir og Unnar Ingvarsson.

Afgreiðsla félagsins er í Safnahúsinu á Sauðárkróki, húsakynnum Héraðsskjalasafns Skagfirðinga. Byggðasaga Skagafjarðar hefur þar einnig aðsetur.

Kennitala Sögufélagsins640269-4649
Reikningsnúmer Sögufélags0310-26-017302
Reikningsnúmer Byggðasögu0310-26-011011
Sími Sögufélags og Byggðasögu453 6261
Tölvupóstur Sögufélagsinssaga@skagafjordur.is

Merki Sögufélags Skagfirðinga var hannað af Óla Arnari Brynjarssyni hjá Nýprenti ehf á Sauðárkróki í tilefni af 70 ára afmæli félagsins. Merkið hefur skírskotun í blekpennann og þar með hinn ritaða texta sem flæðir fram líkt og hin óstöðvandi Héraðsvötn sem mættu kallast lífæð Skagafjarðar þar sem þau renna eftir honum endilöngum. Í merkinu myndar árfarvegurinn S sem vísar bæði til Sögufélagsins og Skagafjarðar. Efsti hluti merkisins minnir á Drangey sem kórónu Skagafjarðar.

Merki Sögufélags Skagfirðinga

Um persónuvernd á vefnum.

Scroll to Top