Útgáfa á Skagfirskum æviskrám hófst árið 1964 er fyrsta bindið af bókaflokknum kom út. Þá var ákveðið að rita þætti um þá sem stóðu fyrir heimili í Skagafirði á árabilinu 1890-1910. Alls urðu bækurnar 4 frá því tímabili.
Árið 1981 var hafist handa við útgáfu bóka þar sem æviskrár voru yfir búendur á tímabilinu 1850-1890. Alls eru komnar út 7 bækur í þeim flokki, en honum er þó ekki lokið. Gera má ráð fyrir að 2 bækur vanti til að gera því árabili skil.
Loks hófst árið 1994 útgáfa á bókum frá tímabilinu 1910-1950. Alls eru 9 bækur komnar út í þeim flokki, sú síðasta árið 2023. Alls eru því 20 bækur komnar út af Skagfirskum æviskrám.
Í Nafnaskrá Byggðasögu Skagafjarðar. er hægt að finna hverja er búið að skrifa um í Skagfirskum æviskrám. Í bókaflokknum hafa nú birst yfir 3100 þættir um fleiri en 6000 einstaklinga. Athugið að allir þættir eru leitarbærir, þ.e. nafn og föðurnafn, bæjarnafn (í þgf), fæðingarár og dánarár.