Forsíða > Fréttir > Steinkirkjan á Hólum vígð
Hólar í Hjaltadal

Steinkirkjan á Hólum vígð

Hinn 20. nóvember [1763] var steinkirkjan á Hólum vígð með mikilli viðhöfn. Hafði bygging hennar þá staðið frá árinu 1758 undir verkstjórn þýsks steinhöggvara, Johan Christoph Sabinsky að nafni. Hann kom til Hóla 6. ágúst 1757 og byrjaði þegar undirbúning og grjótnám úr Hólabyrðu. Var grjótinu ekið á vagni heim um veturinn. Í forkirkjunni vinstra megin dyra er grafletur á vegg yfir dóttur Sabinskys, Johanne Dorotee, er hann eignaðist með konu á Hólum, en barnið lést 16 daga gamalt. Barnslíkið var lagt í múrinn að evrópskum sið því að sú hjátrú hafði lengi viðgengist í Evrópu að slíkt yrði til verndar byggingunni og átti rætur í ævaforna fórnarsiði.

Heimild:
Byggðasaga Skagafjarðar VI, bls. 204.

Scroll to Top