Forsíða > Útgáfa > Aðrar útgáfubækur

Aðrar útgáfubækur

Hér er gerð grein fyrir öðrum útgáfubókum um sögu héraðsins og skagfirska sögu. Sumar þessara bóka hefur Sögufélag Skagafjarðar gefið út, en aðrar eru útgefnar af öðrum aðilum.

Ásbirningar
Skagfirsk fræði I. Ásbirningar

eftir Magnús Jónsson prófessor. Útg. 1939, 184 bls. Bókin er uppseld hjá útgefanda.

Landnám í Skagafirði
Skagfirsk fræði II: Landnám í Skagafirði

eftir Ólaf Lárusson prófessor. Útg. 1940, 184 bls. Bókin er uppseld hjá útgefanda.

Frá miðöldum í Skagafirði
Skagfirsk fræði III. Frá miðöldum í Skagafirði

eftir Margeir Jónsson frá Ögmundarstöðum. Útg. 1941, 153 bls. Bókin er uppseld hjá útgefanda.

Heim að Hólum
Skagfirsk fræði IV-V. Heim að Hólum

eftir Brynleif Tobiasson. Útg. 1943, 282 bls. Bókin er uppseld hjá útgefanda.

Glóðafeykir
Skagfirsk fræði VI Glóðafeykir

Úr sögu Skagfirðinga. Útg. 1945, 172 bls. Bókin er uppseld hjá útgefanda.

Efni:

 • Minning um Margeir Jónsson frá Ögmundarstöðum rituð af Jóni Sigurðssyni Reynistað.
 • Endurminningar úr Skagafirði eftir Guðmund Hannesson lækni.
 • Þáttur Grafar-Jóns og Staðarmanna eftir Gísla Konráðsson fræðimann.
 • Fyrsta sýslusamþykkt í landinu um búnaðarmál.
 • Kjörskrá úr Skagafirði 1843.
 • Frá sr. Sveini Jónssyni á Barði.
Ríki Skagfirðinga
Skagfirsk fræði VII: Ríki Skagfirðinga

Frá Haugsnesfundi til dauða Gissurar jarls, eftir Magnús Jónsson prófessor. Útg. 1948, 185 bls. Bókin er uppseld hjá útgefenda

Drangey
Skagfirsk fræði VII: Drangey

Útg. 1950, 91 bls. Bókin er uppseld hjá útgefanda.

Skagfirðingaþættir IX
Skagfirsk fræði IX

Útg. 1952, 95 bls. Bókin er uppseld hjá útgefanda.

Efni:

 • Þáttur af Jóni Samsonarsyni eftir Jón Sigurðsson Reynistað.
 • Þáttur Kambsbræðra eftir Kolbein Kristinsson Skriðulandi.
 • Páll Hjálmarsson skólameistari eftir Brynleif Tobiasson.
 • Ari Arason fjórðungslæknir eftir Sigurð Ólafsson Kárastöðum.
Skagfirðingaþættir X
Skagfirsk fræði X

Útg. 1956, 71 bls. Bókin er uppseld hjá útgefanda.

Efni:

 • Þáttur Benedikts Vigfússonar eftir Kolbein Kristinsson Skriðulandi.
 • Þáttur Jóhannesar Finnbogasonar á Heiði og ættmenna hans eftir Jón Jóhannesson.
 • Svaðastaðabændur eftir Margréti Símonardóttur o.fl.
Jarða- og búendatal í Skagafjarðarsýslu 1781-1958
Jarða- og búendatal í Skagafjarðarsýslu 1781-1958

Jarða- og búendatal í Skagafirði 1781-1958 kom út á árunum 1949-1959 í fjórum heftum. Bækurnar eru uppseldar hjá útgefanda.rstöðum. Útg. 1941, 153 bls. Bókin er uppseld hjá útgefanda.

Ritsafn Stefáns Jónssonar I. Djúpdæla saga
Ritsafn Stefáns Jónssonar I. Djúpdæla saga

Fyrsta bindi í Ritsafni Stefáns Jónssonar frá Höskuldsstöðum kom út árið 1984. Bókin ber heitið Djúpdæla saga er 263 blaðsíður og að nokkru myndskreytt. Í ritnefnd bókanna voru þau Hjalti Pálsson. Þórdís Magnúsdóttir og Sölvi Sveinsson. Bókunum öllum fylgja ítarlegar nafnaskrár.

Í formála að ritverki Stefáns fjallar Kristmundur Bjarnason fræðimaður á Sjávarborg ítarlega um Stefán og störf hans að fræðimennsku.

Ritsafn Stefáns Jónssonar II Sagnaþættir
Ritsafn Stefáns Jónssonar II. Sagnaþættir

Í öðru bindi Ritsafns Stefáns Jónssonar eru ýmsir sagnaþættir. Bókin kom út 1985, 238 blaðsíður og að nokkru myndskreytt.

Meðal efnis er:

 • Flatatungumenn
 • Flatatunga og Bjarnastaðahlíð
 • Þáttur af Halldóri Kláus Brynjólfssyni
 • Sagnir um Ásmund prest Gunnlaugsson
 • Þáttur af Stefáni lækni á Egilsá
 • Grundarkots-Jón
 • Þáttur af Kota-Brandi
 • Hannes Hannesson á Reykjarhóli
 • Hákarlsstuldurinn – Jón dauðablóð og Guðmundur flækingur
Ritsafn Stefáns Jónssonar III. Sagnaþættir
Ritsafn Stefáns Jónssonar III. Sagnaþættir

Þriðja bindi Ritsafns Stefáns Jónssonar frá Höskuldsstöðum kom út árið 1986. Umsjón með útgáfu þessa bindis höfðu þau Hjalti Pálsson, Þórdís Magnúsdóttir og Sölvi Sveinsson. Bókin er 246 blaðsíður og að nokkru myndskreytt.

Meðal efnis eru:

 • Söguþættir úr Austurdal
 • Þáttur af Þorláki auðga Símonarsyni og niðjum hans sumum
 • Þáttur af sonum Guðmundar Rafnssonar og um niðja Jóns sterka á Hafgrímsstöðum.
Ritsafn Stefáns Jónssonar IV. Þættir og þjóðsögur
Ritsafn Stefáns Jónssonar IV. Þættir og þjóðsögur

Fjórða og síðasta bindi Ritsafns Stefáns Jónssonar frá Höskuldsstöðum kom út árið 1987.
Bókin er 215 blaðsíður. Myndskreytt að hluta.

Meðal efnis er:

 • Þáttur af Pétri Pálmasyni
 • Jón goddi
 • Eiríkur á Óslandi og Guðvarður í Tungu
 • Pétur Guðmundsson hagyrðingur
 • Sagnir um börn Ólafs prests Tómassonar
 • Þjóðsögur og munnmæli
 • Sagnir af Magnúsi sálarháska
 • Þjófaleitarmenn í Bólu 28. september 1838.
Ættir og óðal
Ættir og óðal eftir Jón Sigurðsson á Reynistað

Ættir og óðal. Frásagnir Jóns Sigurðssonar á Reynistað kom út árið 1988. Í bókina var safnað margskonar athugunum og rannsóknum Jóns, en hann var fremstur meðal jafningja í uppbyggingu Sögufélags Skagfirðinga og Héraðsskjalasafns Skagfirðinga. Séra Gunnar Gíslason í Glaumbæ ritar aldarminningu Jóns í formála bókarinnar, sem er 248 blaðsíður að lengd.

Meðal efnis bókarinnar er:

 • Frá Sveinbirningum
 • Þáttur Jóns prófasts Hallssonar
 • Þáttur Sigurðar Jónssonar eldra og Sigríðar Jónsdóttur á Reynistað
 • Æskuminningar Jóns á Reynistað.
Heimar horfins tíma
Heimar horfins tíma eftir Margeir Jónsson á Ögmundarstöðum

Heimar horfins tíma. Rannsóknir og sagnir úr safni Margeirs Jónssonar á Ögmundarstöðum kom út árið 1989. Þeir Friðrik Margeirsson og Hjalti Pálsson sáu um útgáfuna en í bókinni er fjölbreytt yfirlit yfir störf Margeirs á sviði þjóðfræða og örnefnarannsókna. Bókin er 278 blaðsíður og að nokkru myndskreytt. Sigurjón Björnsson prófessor ritar æviþátt Margeirs sem prentaður er í bókinni.

Meðal annars efnis bókarinnar er:

 • Ævisöguþáttur Hallgríms læknis Jónssonar
 • Hraunþúfuklaustur
 • Víðidalur í Staðarfjöllum
 • Ævarskarð hið forna
 • Merkilegt örnefni
 • Miklabæjarrán
 • Frásögn Landnámabókar um landnám í Skagafirði
 • Um skóga í Skagafirði á landnámsöld
 • Bæjarnöfn á Norðurlandi
 • Þjóðsagnir og draumar.
Frá Ketubjörgum til Klaustra
Frá Ketubjörgum til Klaustra eftir Hannes Pétursson

Bók Hannesar Péturssonar skálds: Frá Ketubjörgum til Klaustra kom út árið 1990. Þar eru ýmsir sagnaþættir birtir. Bókin er 281 blaðsíður að nokkru myndskreytt.

Meðal efnis:

 • Skálamýri
 • Sveinn Þorvaldsson skákmaður
 • Slysför undan Kjálka
 • Bollaleggingar um Hraunþúfuklaustur
 • Harðfjötur
 • Eitt mannsnafn í registri
 • Brot úr sögu Flatatungufjala
 • Ólafur prestur Þorvaldsson
 • Karólína krossinn ber
 • Zabintski Dochter
 • Skopríma gömul og höfundur hennar
 • Stökur eftir Þangskála-Lilju
 • Um Ísleif Gíslason
 • Aldur Reynistaðarbræðra
 • Draugur í Austurdal
 • Hnupl á Sauðá
 • Jón í Stapa
 • Ævi og kjör askasmiðs.
Gengnar götur
Gengnar götur eftir Björn Egilsson á Sveinsstöðum

Gengnar götur er safn minningaþátta og frásagna eftir Björn Egilsson frá Sveinsstöðum gefið út á níræðisafmæli höfundarins 7. ágúst 1995. Bókin er 236 blaðsíður með allmörgum ljósmyndum.

Meðal efnis er:

 • Að leiðarlokum
 • Eftirleit á Nýjabæjarafrétt árið 1912
 • Við Grænutjörn
 • Ólína Sveinsdóttir í Litluhlíð
 • Harðræði við Héraðsvötn
 • Bergþór í Litluhlíð
 • Því gleymi ég aldrei
 • Gísli Björnsson á Skíðastöðum
 • Fjárskaði í Ölduhrygg
 • Villa á Geithúsmelum
 • Hrólfur Þorsteinsson á Stekkjarflötum
 • Jóhannes Guðmundsson í Ytra-Vallholti
 • Eftirleit á Hofsafrétt 1912
 • Leiði Dalaskáldsins er tínt
 • Suður Kjöl 1923
 • Atburðir við Stafnsrétt
 • Hjörleifur Sigfússon – Marka Leifi
 • Minningar frá 1942
 • Fyrsta sinn í Vestflokksgöngum
 • Hún hét María
 • Hvíta vorið
 • Yfir Nýjabæjarfjall
Úr fórum Fljótamanns
Úr fórum Fljótamanns eftir Pál Sigurðsson frá Lundi

Úr fórum Fljótamanns. Minningar, þættir og þjóðlegur fróðleikur eftir Pál Sigurðsson frá Lundi. Bókin var gefin út í tilefni af 100 ára fæðingarafmæli Páls 3. júní 1904. Hjalti Pálsson sá um útgáfuna. Bókin er 376 blaðsíður.Meðal efnis:

 • Páll Sigurðsson 1904-1992. Æviþáttur saman tekinn af Hjalta Pálssyni.Minningar frá HaukadalHeim í jólaleyfiVilla á Hákömbum 1934Vatnsdælingar sóttir heimFinnbogi á GautastöðumMinningabrot úr StífluBruninn á Hólum í Hjaltadal 1926Skemmtanalíf og íþróttir á HólumTveir garðar fornir í FljótumHarða vorið 1920Tungudalur í StífluGautastaðavatn í StífluStífluréttin gamlaÞættir úr sögu VonarÝmsar sagnir: Árlönd og Dysjalaut. Jarðbrúin á Folaldslæk. Sjóhundar. Stutt viðbót. Rósa.Þjóðsögur um TungudalHuldufólkssagnir frá LundiFrásagnir Jóns Sigurjónssonar smiðs á AkureyriFrásagnir Pálu Björnsdóttur frá NarfastöðumÝmsar sagnirSmámunir.

Af heimvegum
Af heimvegum. Afmælisrit tileinkað Hannesi Péturssyni skáldi

Bókin Af heimvegum. Hannes Pétursson sjötugur. Kveðjur úr Skagafirði. Bókin var rituð af nokkrum vinum Hannesar Péturssonar í tilefni af 70 ára afmæli hans árið 2001.

Efni:

 • Gyrðir Elíasson: Af minnisblöðum.
 • Helgi Hálfdanarson: Steinn í Tindastóli.
 • Hjalti Pálsson: Kvarningsdalur.
 • Kristmundur Bjarnason: Í barnsminni.
 • Magnús H. Gíslason: Stendur heima stýft og gagnbitað.
 • Sigurjón Björnsson: Heiðin mín á sumartíð.
 • Sigurjón Páll Ísaksson: Við fjall og fjörð.
 • Sölvi Sveinsson: Englar við Tindastól.
 • Ögmundur Helgason: Tröllagangur í Vesturfjöllum.
Gloria Kristmundi
Gloria Kristmundi

Gloria Kristmundi er heillakveðja til Kristmundar Bjarnasonar á níræðisafmæli 10. janúar 2009 frá ritstjórum Skagfirðingabókar. Ritið er 95 bls. á lengd.

Efni:

 • Sigurjón Björnsson: Í Laxárdal fremri haustið 1999
 • Hannes Pétursson: Á lýðveldisvori. Minningamyndir úr barnæsku
 • Gísli Magnússon: Skagfirðingar senda Alþingi áskorun 1853
 • Hjalti Pálsson frá Hofi: Óskapnaður mesti. Hugleiðingar um jól, sveina, kött og Grýlu
 • Sölvi Sveinsson: Helga frænka
 • Sigurjón Páll Ísaksson: Skeifusmiður og gæfusmiður.
Forystumaður úr Fljótum
Forystumaður úr Fljótum

Forystumaður úr Fljótum. Æviminningar Ólafs Jóhannessonar prófessors og forsætisráðherra. Bókin er sjálfsævisaga Ólafs, en hann lést frá óloknu verki. Þessar minningar voru gefnar út árið 2013 í tilefni 100 ára frá fæðingu Ólafs Jóhannessonar. Unnar Ingvarsson sá um útgáfuna. Einar G. Pétursson ritar aðfararorð. Sigfús Ingi Sigfússon ritar lokakafla bókarinnar, um stjórnmálaævi Ólafs. Bókin er 232 bls. með nafnaskrá og skiptist í eftirfarandi kafla:

 • Foreldrar og ætt
 • Æskubyggð
 • Býli og búendur
 • Leikir og leiksystkini
 • Skólaganga
 • Félagslíf
 • Atvinnuhættir og afkoma
 • Í menntaskóla
 • Í lagadeild
 • Í þjónustu samvinnuhreyfingarinnar
 • Kennari við lagadeild
 • Stjórnmál
 • Þingmennska
 • Drög Ólafs til framhalds
 • Æviágrip eftir Sigfús Sigfússon
Grasahnoss
Grasahnoss. Minningarrit um hjónin Rögnu Ólafsdóttur og Ögmund Helgason

Sextán vinir þeirra hjóna rita greinar í bókina. Bókin kom út 2014, talsvert myndskreytt. 240 bls. að stærð. Efni er eftirfarandi:

 • Örfá minningarorð e. Helgu Ögmundardóttir
 • Ferðir yfir Kjöl á 18. og 19. öld e. Eirík Þormóðsson
 • Grímsstaðaholt og nágrenni. Vísir að byggðasögu e. Guðjón Friðriksson
 • Fardagaskáld. Um bókmenntamanninn Ögmund Helgason e. Gunnar Stefánsson
 • Skotmaður af Skaga e. Hannes Pétursson
 • Skaðaveður. Staðbundin minning frá ofviðrinu 2. febrúar 1956 e. Hjalta Pálsson
 • Með Staðaröxl á bakinu e. Kristján Eiríksson
 • Alltaf spretta sumarblóm á vorin. Í minningu Halldórs Halldórssonar skósmiðs á Sauðárkróki e. Magnús H. Helgason
 • Ein dagstund og eftirmál hennar e. Pál Sigurðsson
 • Jón Árnason þjóðsagnasafnari og heimildafólk hans e. Rósu Þorsteinsdóttur
 • Myndir úr hugskoti e. Sigurjón Björnsson
 • Brúðkaup á Miklabæ 2. september 1881 e. Sigurjón Pál Ísaksson
 • Af gulnuðum blöðum í skældum skræðum úr Breiðafirði. Handritasafn í einkaeigu upprunnið hjá Jóni Jónssyni í Purkey e. Sjöfn Kristjánsdóttur
 • Hvalabóndinn á Sveinsstaðaeyrinni e. Smára Geirsson
 • Dettifosskvæði. Drög að rammaáætlun? e. Sölva Sveinsson
 • Með liðnum tíma lúasporum fækkar. Jóhanna Magnúsdóttir e. Þórgunni Snædal
 • Ritaskrá Ögmundar Helgasonar
Dagar handan við dægrin
Dagar handan við dægrin

Dagar handan við dægrin eru minningar Sölva Sveinssonar frá æskuárum hans á Sauðárkróki.

Þetta voru þau ár sem Staðaröxl var hæsta fjall í heimi, árin sem brunnklukkan var mesta óargadýrið í náttúrunni, þannig að við kögursveinar lögðum langa lykkju á leið okkar til þess að forðast lygnur og pytti; hét reyndar brúnklukka í máli okkar. Þeir sem gleyptu brunnklukku áttu ógnarkvalir í vændum, þúsundfalt harðari en hjá tannlækninum áður en dauðinn kæmi frelsandi eins og Daníel Glad hvítasunnutrúboði með Barnablaðið.

Kaflar bókarinnar eru:

 • Landsteinar bernskunnar
 • Búskapur á mölinni
 • Maturinn hennar mömmu – og ömmu
 • Englar við Tindastól
 • „Hvað heitir Japanskeisari?“ Landspróf vorið 1966
 • Bréf um drenginn
 • Í sveit og við sjó
 • Lati-Geir á Lækjarbakka og fleiri góðir
 • Tarzan í sláturhúsinu
 • Lög unga mannsins
 • Elvis Presley hjá tannlækni
 • Páskaeggið sem hvarf þrisvar
 • Þvottur á snúru
 • Eldur á Sauðárkróki
 • Í bláum spegli
 • Bak við tjöldin
 • Kátir voru karlar
 • Búðirnar í bænum
 • Möskvar daganna
 • Eftirmáli
 • Myndaskrá
 • Nafnaskrá
í barnsminni. Minningarslitrur frá bernskuárum
Í barnsminni. Minningarslitrur frá bernskuárum

Bernskuminningar Kristmundar Bjarnasonar komu út hjá Sögufélagi árið 2019 í tilefni af 100 ára afmæli höfundar. Bókin er afar fjörlega skrifuð og dregnar upp bráðlifandi myndir af uppvexti söguhetjunnar. Bókin er 236 síður og talsvert myndskreytt.

Ungmennasamband Skagafjarðar 50 ára
Ungmennasamband Skagafjarðar 50 ára

Saga Ungmennasambands Skagafjarðar 1910-1960 var gefin út af Ungmennasambandinu í tilefni af 50 ára afmælinu. Í ritunu sem er 50 síður er fjallað um marga þætti í starfsemi félagsins s.s. um ungmennafélögin í sýslunni. Minnismerki um Stephan G. Stephansson á Arnarstapa og um hátíðina 17. júní 1911. Ritið er myndskreytt og til sölu í afgreiðslu Sögufélags.

Saga Sauðárkróks I-III
Saga Sauðárkróks I-III eftir Kristmund Bjarnason á Sjávarborg

Saga Sauðárkróks eftir Kristmund Bjarnason fræðimann á Sjávarborg kom út á árunum 1969-1973 í þremur bindum. Bækurnar fjalla um sögu Sauðárkróks frá því fyrstu heimilidir greina til ársins 1947. Saga Sauðárkróks varð mörgum fyrirmynd í ritun sögu þéttbýliskjarna á Íslandi.

Útgefandi verksins var Sauðárkrókskaupstaður, en Sögufélag Skagfirðinga hefur til sölu þau eintök sem eftir eru af verkinu.

Ungmennafélagið Tindastóll 75 ára
Ungmennafélagið Tindastóll 75 ára

Árið 1982 kom út rit um Ungmennafélagið Tindastól, ritstýrt af Sölva Sveinssyni cand mag. Í ritinu fjalla ýmsir höfundar um einstaka þætti í 75 ára sögu félagsins. Þar á meðal um leiklist, sundiðkun, ritun félagsblaðs, knappspyrnu, körfubolta og skíðamennsku. Ritið er 121 blaðsíða og ríkulega myndskreytt.

Hægt er að nálgast ritið í afgreiðslu Sögufélags í Safnahúsinu á Sauðárkróki.

Sýslunefndarsaga Skagfirðinga I-II
Sýslunefndarsaga Skagfirðinga I-II eftir Kristmund Bjarnason

Sýslunefndarsaga Skagfirðinga var rituð af Kristmundi Bjarnasyni á Sjávarborg á árunum 1986-1987. Fjallar hún eins og nafnið ber með sér um störf Sýslunefndar Skagafjarðarsýslu, en raunar er umfjöllunarefnið miklu víðtækara og væri nær að segja að í þessum bókum sé rituð saga stjórnsýslu og verklegra framkvæmda opinberra aðila í Skagafirði á árablinu 1874-1988. Verkið er í tveimur bindum, tæplega 700 blaðsíður í heild. Allmargar ljósmyndir eru í verkinu, sem gefið var út af Sýslunefnd Skagfirðinga.

Sögufélag Skagfirðinga sér um sölu bókanna.

Skagfirskur annáll 1847-1947
Skagfirskur annáll 1847-1947 eftir Kristmund Bjarnason

Skagfirskur annáll eftir Kristmund Bjarnason, var gefinn út sem samstarfsverkefni Sögufélags Skagfirðinga og útgáfufyrirtækisins Máls og myndar hf. Í bókunum er fjallað í annálsformi um minnisverða atburði í Skagafirði á árabilinu 1847-1947. Bækurnar eru ríkulega myndskreyttar alls 663 blaðsíður. 

Scroll to Top