Sögufélag Skagfirðinga
Nýjasta nýtt
Ferskar fréttir af starfsemi félagsins og viðburðum á vegum þess.
Útgáfa
Fyrsta bókin sem út kom á vegum Sögufélags Skagfirðinga voru Ásbirningar eftir Magnús Jónsson prófessor. Bókin kom út árið 1939. Í kjölfarið fylgdi Landnám í Skagafirði eftir Ólaf Lárusson prófessor, árið 1940 og Frá miðöldum í Skagafirði eftir Margeir Jónsson frá Ögmundarstöðum árið 1941. Sögufélag Skagfirðinga hefur gefið út um 100 rit um sögu héraðsins og má á þessum vef fræðast um þær bækur sem út hafa verið gefnar frá upphafi. Jafnframt er getið nokkurra bóka um skagfirska sögu, sem Sögufélagið stóð ekki að útgáfu að, en eru til sölu í afgreiðslu Sögufélagsins.
Sagan
Sögufélag Skagfirðinga er elsta héraðssögufélag landsins. Það var stofnað árið 1937, hefur starfað óslitið í ríflega 80 ár og gefið út meira en 100 rit um sögu Skagafjarðar.
Félagsmenn teljast þeir sem eru áskrifendur að Skagfirðingabók, og eru þeir um 800 talsins.