Forsíða > Fréttir > Sungið af hjartans list
Sungið af hjartans lyst

Sungið af hjartans list

Út er komin bókin: Sungið af hjartans list, sem Sölvi Sveinsson hefur tekið saman eftir samtölum við Króksarann Friðbjörn G. Jónsson tenórsöngvara. Í bókinni er fjallað um uppvöxt Friðbjarnar og söngferil sem hefur spannað meira en 60 ár. Hann var félagi og einsöngvari í Karlakór Reykjavíkur um langt árabil en einnig í Skagfirsku söngsveitinni auk þess sem hann tók þátt í óperuuppfærslum og vann með Pólifónkórnum. Hann hefur sungið inn á fjölda hljómplatna og diska og með bókinni fylgir diskur með 31 sönglagi Friðbjarnar.

Útkomu bókarinnar verður fagnað í Gránu á Sauðárkróki sunnudaginn 1. desember kl. 14.00. Þar munu þeir Sölvi og Friðbjörn mæta, segja frá bókinni og kynna hljómdiskinn sem fylgir.

Hægt er að panta bókina og diskinn með því að senda póst á saga@skagafjördur.is og kostar bókin og diskurinn saman aðeins 5800 krónur.

Scroll to Top