Hjalti Pálsson hlaut nú á vordögum viðurkenningu Hagþenkis, félags höfunda fræðirita og kennslugagna, í ár fyrir ritverkið Byggðasaga Skagafjarðar I.–X. bindi.
Í greinargerð viðurkenningarráðs Hagþenkis sem Súsanna Margrét Gestsdóttir las upp við athöfnina segir m.a.:
„Við erum sammála um að þetta feykiveglega rit eigi eftir að halda gildi sínu um ókomna tíð og umfram allt muni það auðvelda alls konar lesendum með margvísleg áhugamál að njóta þess gnægtabrunns fróðleiks og sögu sem Skagafjörður er.“