Forsíða > Fréttir > Skagfirðingabók 2025

Skagfirðingabók 2025

Út er komin Skagfirðingabók árið 2025. Bókin er vegleg að vanda. Rúmlega 200 blaðsíður með fjölbreyttum greinum. Þar má nefna grein Sigríðar Sigurðardóttur fyrrverandi safnstjóra um Ólínu Jónasdóttur skáldkonu. Grein Magnúsar Jónssonar um Halldór Þorleifsson járnsmið. Hannes Pétursson ritar um sveitablað sem Indriði G. Þorsteinsson ritaði sem ungur maður í Lýtingsstaðahreppi og Hjalti Pálsson ritar um Baldvin Halldórsson skálda svo nokkrar greinar séu nefndar.

Hægt er að kaupa bókina í afgreiðslu Sögufélags í Safnahúsinu á Sauðárkróki.

Scroll to Top