Fyrri mynd
NŠsta mynd
Open Menu Close Menu
 
Bæjarstæði Gautastaða 1. Júní 2015. Bæjarlækurinn fellur niður á mölina á miðri mynd. Hægra megin við hann er kirkjugarðurinn og grjótlögn úr gólfi kirkjunnar.
Bæjarstæði Gautastaða 1. Júní 2015. Bæjarlækurinn fellur niður á mölina á miðri mynd. Hægra megin við hann er kirkjugarðurinn og grjótlögn úr gólfi kirkjunnar.

Leitin að kirkjugarðinum á Gautastöðum

Þann 16. maí s.l. fóru byggðasöguritarar ásamt fornleifafræðingi og landfræðingi í vettvangsferð að Gautastöðum í Stíflu til að kanna þar fornan kirkjugarð sem venjulega er rétt neðan fjöruborðs uppistöðulóns Stífluvirkjunar Vatnsborð lónsins lækkar jafnan verulega á veturna svo að garðstæðið kemur upp á vorin þangað til lónið fyllist. Farið var á gúmbáti yfir vatnið með útbúnað en sumir gengu utan frá stíflunni um kílómetra leið. Gerð var tilraun að finna grafir og staðfesta garðinn með beinafundi en það tókst ekki í þessari tilraun vegna þess að moldarlag yfirborðsins hefur allt þvegist burtu en undir grjótblandin leirskriða og tími var naumur til starfans. Varðveisla beina er trúlega afar slæm þar sem garðurinn liggur löngum undir vatni og. Lítið eitt sást þó af smágerðu beinamusli. Samkvæmt vitnisburðum manna sem heima áttu á Gautastöðum er vitað nákvæmlega hvar garðurinn er og á malarkenndu yfirborðinu má óljóst greina hringlaga garðinn og .grjótlögn kirkjugólfsins. 

:: meira
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands, Ásta Pálmadóttir sveitarstjóri og Hjalti Pálsson formaður Sögufélags.
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands, Ásta Pálmadóttir sveitarstjóri og Hjalti Pálsson formaður Sögufélags.

Afmæli Sögufélags og Héraðsskjalasafns

Fjölmenni á ráðstefnu í Miðgarði

Björn Björnsson fyrrverandi skólastjóri ritaði frétt í Morgunblaðið um afmælishátíð Sögufélags Skagfirðinga og Héraðsskjalasafns Skagfirðinga. Greinin er hér birt nokkuð stytt.
:: meira

Afmæli Sögufélags Skagfirðinga

Málþing í Miðgarði 7. maí

Í tilefni af stórafmæli Sögufélags Skagfirðinga, sem verður 80 ára, og Héraðsskjalasafns Skagfirðinga, sem verður 70 ára, verður haldið málþing í Miðgarði 7. maí n.k. klukkan 14. Málþingið ber yfirskriftina: Skagfirsk fræði í nútíð og fortíð. Dagskrá málþingsins skoða nánar með því að smella á myndina.
:: meira
Stjórn Sögufélags Skagfirðinga 2016 ásamt bókhaldara sínum: f.v. Sigfús Ingi Sigfússon, Sigríður Þorgrímsdóttir, Kári Sveinsson, Hjalti Pálsson, Sigríður Sigurðardóttir. Á myndina vantar fimmta stjórnarmanninn Unnar Ingvarsson.
Stjórn Sögufélags Skagfirðinga 2016 ásamt bókhaldara sínum: f.v. Sigfús Ingi Sigfússon, Sigríður Þorgrímsdóttir, Kári Sveinsson, Hjalti Pálsson, Sigríður Sigurðardóttir. Á myndina vantar fimmta stjórnarmanninn Unnar Ingvarsson.

Aðalfundur Sögufélags Skagfirðinga 2015

Aðalfundur Sögufélags Skagfirðinga fyrir árið 2015 var haldinn í Safnahúsinu á Sauðárkróki sunnudaginn 20. nóvember 2016. Í máli Hjalta Pálssonar formanns kom fram að hagnaður hefði orðið á bókaútgáfu félagsins á árinu 2015, bæði á Skagfirðingabók og bók Sölva Sveinssonar, Dagar handan við dægrin. Bókhaldari félagsins, Kári Sveinsson, las reikninga og skýrði þá. Kom þar fram að afkoma félagsins hefði verið góð á árinu og hagnaður orðið um 950 þúsund krónur.
:: meira

Aðalfundur Sögufélags Skagfirðinga

Aðalfundur Sögufélags Skagfirðinga fyrir árið 2015 verður haldinn á efri hæð í Safnahúsinu á Sauðárkróki sunnudaginn 20. nóvember 2016 kl. fjögur, 16:00.
:: meira

Fullt hús hjá Sögufélaginu

Vel var mætt á útgáfuteiti Skagfirðingabókar sl. laugardag sem fram fór á Mælifelli á Sauðárkróki en þá var því fagnað að 50 ár eru liðin frá því að fyrsta bókin í ritröðinni var gefin út. Jafnframt var sú nýjasta að koma út sú 37. í röðinni og var henni gerð góð skil.
:: meira