Fyrri mynd
NŠsta mynd
Open Menu Close Menu
 

Viðtal við ritstjóra Byggðasögu í Samfélaginu á Rás 1

Mánudaginn 27. nóvember sl. var Hjalti Pálsson ritstjóri Byggðasögu Skagafjarðar í viðtali hjá Leifi Haukssyni í Samfélaginu á Rás 1.
:: meira

Kynningarbæklingur um áttunda bindi Byggðasögu Skagafjarðar

Áttunda bindi Byggðasögu Skagafjarðar fjallar um Fellshrepp og Haganeshrepp, samtals 66 býli í Sléttuhlíð, Hrolleifsdal, Bökkum, Flókadal og Vestur-Fljótum, ásamt sveitarfélagslýsingum. Kynningarbækling um þetta nýja bindi má finna á rafrænu formi hér í fréttinni.
:: meira

Útgáfuhóf Byggðasögu

Laugardaginn 18. nóvember 2017, kl 14.00, verður haldið upp á útkomu 8. bindis Byggðasögu Skagafjarðar á Gistiheimilinu Gimbur að Reykjarhóli á Bökkum í Fljótum. Bókin fjallar um hinn gamla Fellshrepp og Haganeshrepp.
:: meira

Aðalfundur Sögufélags Skagfirðinga

Aðalfundur Sögufélags Skagfirðinga verður haldinn á efri hæð í Safnahúsinu á Sauðárkróki 
föstudaginn 17. nóvember 2017 kl. hálffimm, 16:30


Dagskrá:

Skýrsla formanns
Reikningar fyrir árið 2016
Kosning tveggja manna í stjórn
Staða félagsins
Önnur mál

:: meira
Kápa 8. bindis Byggðasögunnar.
Kápa 8. bindis Byggðasögunnar.

Styttist í útkomu 8. bindis Byggðasögunnar

Útgáfunefnd Byggðsögunnar hélt fund þann 5. október s.l. á heimili formanns útgáfunefndar, Bjarna Maronssonar í Varmahlíð. Þar var farið yfir stöðuna. Áttunda bindi Byggðasögunnar hefur verið brotin um af Óla Erni Brynjarssyni hjá Nýprent á Sauðárkróki og er nú frágengin til prentunar, var send til umboðsaðila mánudaginn 2. október. Hún verður 528 blaðsíður með rúmlega 780 ljósmyndum, kortum og teikningum. Viðfangsefnið er hinn gamli Fellshreppur og Haganeshreppur en vegna stærðar bókarinnar var ákveðið að geyma kaflana um verslunarstaðinn Haganesvík og Haganesbæina til næsta bindis. Mun sá kafli því verða með Austur-Fljótunum. Hafin er vinna við níunda bindið, um Austur-Fljótin, og er áætlað að sú bók komi út eftir tvö ár, þ.e. haustið 2019.

:: meira
Hjalti Pálsson og Óli Arnar Brynjarsson undirbúa bókina fyrir prentun.
Hjalti Pálsson og Óli Arnar Brynjarsson undirbúa bókina fyrir prentun.

Áttunda bindi byggðasögunnar á leið í prentun

Þessa dagana er verið að ganga frá til prentunar áttunda bindi Byggðasögunnar sem mun fjalla um Fellshrepp hinn gamla og Haganeshrepp. Síðustu vikur hafa prófarkalesarar, Hjördís Gísladóttir á Sleitustöðum og Gísli Magnússon frá Frostastöðum, verið að stöfum ásamt ritstjóranum. Það er Óli Arnar Brynjarsson hjá prentmiðjunni Nýprent á Sauðárkróki sem brýtur bókina í síður og gengur frá texta og myndum en prentun verður að þessu sinni erlendis.  Bókin verður rúmlega 500 blaðsíður að stærð og mun frágangi væntanlega ljúka síðar í septembermánuði. Er reiknað með að hún komi út fyrri hlutann í nóvember.  Á meðfylgjandi mynd eru þeir Hjalti ritstjóri og Óli umbrotsmaður að vinna við leiðréttingar.

:: meira