30. september 2022 - 09:21 Nafnaskrá byggðasöguNú hefur verið opnaður aðgangur að rafrænni nafnaskrá Byggðasögu Skagfjarðar. Styðjið á viðkomandi hlekk.
http://bssk.adlib.is
|
17. september 2022 - 19:27 Málþing um byggðasögu að Hólum í HjaltadalFöstudaginn 30. september n.k. verður veglegt málþing haldið að Hólum í Hjaltadal í tilefni af því að lokið er ritun Byggðasögu Skagafjarðar. Dagskrá málþingsins má sjá í meðfylgjandi mynd. Nauðsynlegt er að skrá sig til leiks á vef Háskólans á Hólum. www.holar.is
|
20. apríl 2022 - 10:57 Útgáfuhátíð ByggðasöguHjalti Pálsson heiðursborgari SkagafjarðarLokaáfanga útgáfu Byggðasögu Skagafjarðar var fagnað í Höfðaborg á Hofsósi þann 11 apríl s.l. Lokabindið í þessu mikla verki fjallaði um Hofsós, Grafarós, Haganesvík og eyjarnar Drangey og Málmey.
|
07. desember 2021 - 20:52 Tilboð á Byggðasögu SkagafjarðarTíunda og síðasta bindi Byggðasögu Skagafjarðar kom út um mánaðamótin nóvember/desember 2021. Þar er fjallað um Hofsós og Hofsóshrepp, Grafarós, Drangey og Málmey auk Haganesvíkur og Haganesbæjanna. Sérstakt tilboðsverð er nú á öllum bindum Byggðasögunnar. |
23. nóvember 2021 - 09:44 Aðalfundur SögufélagsAðalfundur Sögufélags Skagfirðinga fyrir árin 2019-2020 var haldinn í Safnahúsinu á Sauðárkróki fimmtudaginn 18. nóvember 2021 kl. 16.15.
Hjalti Pálsson formaður félagsins setti fund, bauð gesti velkomna og gat þess að aðalfundur ársins 2019 hefði farist fyrir vegna covid-ástands haustið 2020. Í upphafi fundar minntist hann Kristmundar Bjarnasonar rithöfundar og heiðursfélaga frá árinu 2008 en Kristmundur lést þann 4. desember 2020 og vantaði þá rúman mánuð í að verða 101 árs. |
16. nóvember 2021 - 13:53 Aðalfundur Sögufélags 18. nóvemberAðalfundur Sögufélags Skagfirðinga fyrir árin 2019 og 2020
verður haldinn í Safnahúsinu á Sauðárkróki, efri hæð,
fimmtudaginn 18. nóvember 2021 kl. 16.15.
Dagskrá:
Minnst látins heiðursfélaga
Skýrsla formanns
Reikningar fyrir árin 2019 og 2020
Kosning í stjórn og varastjórn
Staða félagsins
Önnur mál
Allir félagsmenn velkomnir og kaffisopi á könnunni.
Stjórnin.
|