Fyrri mynd
Næsta mynd
Ok
Velkomin á heimasíðu Sögufélags Skagfirðinga. Við notum vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína og greina umferð um síðuna.
Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Open Menu Close Menu
 

Nafnaskrá byggðasögu

Nú hefur verið opnaður aðgangur að rafrænni nafnaskrá Byggðasögu Skagfjarðar. Styðjið á viðkomandi hlekk. http://bssk.adlib.is
:: meira

Málþing um byggðasögu að Hólum í Hjaltadal

Föstudaginn 30. september n.k. verður veglegt málþing haldið að Hólum í Hjaltadal í tilefni af því að lokið er ritun Byggðasögu Skagafjarðar. Dagskrá málþingsins má sjá í meðfylgjandi mynd. Nauðsynlegt er að skrá sig til leiks á vef Háskólans á Hólum. www.holar.is
:: meira
Stefán Vagn Stefánsson forseti sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar, sæmir Hjalta Pálsson heiðursborgaranafnbót.
Stefán Vagn Stefánsson forseti sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar, sæmir Hjalta Pálsson heiðursborgaranafnbót.

Útgáfuhátíð Byggðasögu

Hjalti Pálsson heiðursborgari Skagafjarðar

Lokaáfanga útgáfu Byggðasögu Skagafjarðar var fagnað í Höfðaborg á Hofsósi þann 11 apríl s.l. Lokabindið í þessu mikla verki fjallaði um Hofsós, Grafarós, Haganesvík og eyjarnar Drangey og Málmey.
:: meira

Tilboð á Byggðasögu Skagafjarðar

Tíunda og síðasta bindi Byggðasögu Skagafjarðar kom út um mánaðamótin nóvember/desember 2021. Þar er fjallað um Hofsós og Hofsóshrepp, Grafarós, Drangey og Málmey auk Haganesvíkur og Haganesbæjanna. Sérstakt tilboðsverð er nú á öllum bindum Byggðasögunnar.
:: meira

Aðalfundur Sögufélags

Aðalfundur Sögufélags Skagfirðinga fyrir árin 2019-2020 var haldinn í Safnahúsinu á Sauðárkróki fimmtudaginn 18. nóvember 2021 kl. 16.15. Hjalti Pálsson formaður félagsins setti fund, bauð gesti velkomna og gat þess að aðalfundur ársins 2019 hefði farist fyrir vegna covid-ástands haustið 2020. Í upphafi fundar minntist hann Kristmundar Bjarnasonar rithöfundar og heiðursfélaga frá árinu 2008 en Kristmundur lést þann 4. desember 2020 og vantaði þá rúman mánuð í að verða 101 árs.
:: meira

Aðalfundur Sögufélags 18. nóvember

Aðalfundur Sögufélags Skagfirðinga fyrir árin 2019 og 2020 verður haldinn í Safnahúsinu á Sauðárkróki, efri hæð, fimmtudaginn 18. nóvember 2021 kl. 16.15. Dagskrá: Minnst látins heiðursfélaga Skýrsla formanns Reikningar fyrir árin 2019 og 2020 Kosning í stjórn og varastjórn Staða félagsins Önnur mál Allir félagsmenn velkomnir og kaffisopi á könnunni. Stjórnin.
:: meira