Steinkirkjan á Hólum vígð
Hinn 20. nóvember [1763] var steinkirkjan á Hólum vígð með mikilli viðhöfn. Hafði bygging hennar þá staðið frá árinu 1758 undir verkstjórn þýsks steinhöggvara, Johan Christoph Sabinsky að nafni. Hann kom til Hóla 6. ágúst 1757 og byrjaði þegar undirbúning og grjótnám úr Hólabyrðu. Var grjótinu ekið á vagni heim um veturinn. Í forkirkjunni vinstra …