Tíunda og síðasta bindi Byggðasögu Skagafjarðar kom út um mánaðamótin nóvember/desember 2021. Þar er fjallað um Hofsós og Hofsóshrepp, Grafarós, Drangey og Málmey auk Haganesvíkur og Haganesbæjanna.
Í texta og myndmáli er gerð grein fyrir kauptúnunum þremur austan Vatna, Hofsósi, ásamt sveitarfélagslýsingu Hofsóshrepps, Grafarósi og Haganesvík, auk 20 jarða og smábýla í Hofsóshreppi og Haganesvík.
Byggðasaga Skagafjarðar er orðin gríðarlega efnismikið og mikilvægt uppflettirit um allar bújarðir Skagafjarðar og ábúendur þeirra í 240 ár, frá 1781-2021. Þær eru nálægt 676 talsins, auk þess meira en 400 fornbýli frá eldri tíð og um 90 húsmannsbýli og tómthús þar sem fólk hafðist við um lengri eða skemmri tíma. Bækurnar tíu er samtals 4.620 blaðsíður með meira en 5.000 ljósmyndum og kortum.
Tíunda bindið er 394 blaðsíður að stærð með rúmlega 420 ljósmyndum, kortum og teikningum. Ljósmyndaskrá er í bókarlok, viðbætur, leiðréttingar og margar aðrar skrár.
Mannanafnaskráin fyrir öll bindin er orðin svo umfangsmikil, hátt í 25.000 nöfn, að ákveðið er að hún muni birtast á netinu á heimasíðu Sögufélagsins á næsta ári.