Forsíða > Fréttir > Útgáfuhóf

Útgáfuhóf

Þann 1. desember s.l. var í Gránu á Sauðárkróki haldin kynning á bókinni: Sungið af hjartans lyst, sem Sölvi Sveinsson hefur tekið saman eftir samtölum við Króksarann Friðbjörn G. Jónsson tenór-söngvara. Í þessari 132 bls. bók er sagt frá uppvexti Friðbjarnar á Sauðárkróki, en hann ólst upp frá 8 ára aldri á sjúkrahúsinu þar sem móðir hans var ráðskona og hafði lítið herbergi fyrir sig og drengina sína tvo. Lengri hluti bókarinnar fjallar um söngferil Friðbjarnar sem spannar meira en 60 ár. Friðbjörn hefur sungið inn fjölda hljómplatna og hljómdiska og með bókinni fylgir hljómdiskur með 31 sönglagi Friðbjarnar.

Friðbjörn er nú orðinn 88 ár gamall en samt vel hress. Hann gat samt ekki komið í norður en Sölvi spjallaði við gesti, greindi frá tilurð bókarinnar og las upp valda kafla, m.a. um kynni Friðbjörns við Stefán Íslandi.

Bókin fæst í Pennabúðunum og Skagfirðingabúð á Sauðárkróki. Þeir sem panta hana beint frá útgáfunni fá bókina á félagsverði kr. 5.800 og er þá sendingarkostnaður innifalinn.

Bókina má panta í símum 897-8646 eða 453-6261 eða á netfangi Sögufélagsins  saga@skagfjordur.is

Scroll to Top