Út er komin Skagfirðingabók nr. 42. Að venju er fjölbreytt efni í bókinni en aðalgrein bókarinnar ritar Kári Jónsson fyrrverandi fréttastjóri um forföður sinn Jónas Jónsson í Hróarsdal. Af öðru efni má nefna grein eftir Jón Kristjánsson fyrrverandi ráðherra um Óslandshlíð og grein um Valdimar Friðfinnsson frá Hvammi í Hjaltadal sem endaði ævi sína á Galapakoseyjum. Skagfirðingabók er hægt að kaupa í afgreiðslu Sögufélags í Safnahúsinu á Sauðárkróki eða óska eftir að fá bók senda og leggst þá sendingarkostnaður við verðið.